Þróttur rýmir fyrir þjóðarleikvangi en fær stórt fótboltasvæði og íþróttahús Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 14:01 Skipta á um gervigras á aðalvelli Þróttar þegar færi gefst. Suður af vellinum glittir í Laugardalshöll sem gæti farið í hendur Þróttar en þar hafa iðkendur félagsins getað æft þegar höllin er ekki frátekin fyrir landsleiki, bikarleiki eða annað. vísir/egill Knattspyrnufélagið Þróttur og Reykjavíkurborg hafa komist að samkomulagi um það hvernig uppbyggingu aðstöðu fyrir félagið í Laugardal verður háttað. Þróttarar fá samkvæmt því meðal annars tvo nýja gervigrasvelli og nýtt íþróttahús en gefa eftir svæði sem hugmyndir hafa verið uppi um að nýta fyrir þjóðarhöll- og leikvang. Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar, segir að samningar þessa efnis verði formlega undirritaðir í næstu viku: „Þetta eru stórkostleg tíðindi, ekki bara fyrir Þrótt heldur íbúa í Laugardal sem hafa lengi beðið eftir að það verði einhverjar úrlausnir í aðstöðumálum í hverfinu.“ Í samkomulaginu felst að Þróttur fái tvo nýja gervigrasvelli þar sem nú er Valbjarnarvöllur, austan við Laugardalsvöll. Undirbúningur að gerð þessara valla á að hefjast strax og verða þeir báðir í fullri stærð, með upphitun og lýsingu, segir Finnbogi. Auk þess fá Þróttarar síðar meir frjálsíþróttasvæðið sem liggur norður af Valbjarnarvelli og að World Class Laugum, svokallað kastsvæði, og þar með verður til stórt svæði fyrir Þróttara með gras- og gervigrasvöllum. Þegar þeir fá kastsvæðið gefa Þróttarar eftir stórt svæði sitt við Suðurlandsbraut, suðaustur af Laugardalshöll. Þetta ætti að skapa rými fyrir nýjan þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum eða nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir á borð við handbolta og körfubolta, eins og rætt hefur verið um. Þróttarar gefa einnig eftir völl við Álfheima. Finnbogi segir jafnframt að í næstu viku hefjist vinna við deiliskipulag fyrir nýtt íþróttahús sem byggja á þar sem nú er bílastæði við félagsheimili Þróttar og Ármanns. Íþróttahúsið á að þjóna Þrótti, Ármanni og skólunum í hverfinu. Vinnu við deiliskipulagið á að vera lokið fyrir 1. desember. Þá verður einnig kannað hvort að raunhæfur möguleiki sé að Laugardalshöll, sem komin er til ára sinna og er ekki lengur lögleg fyrir alþjóðlega leiki í stórum íþróttagreinum, geti orðið félags- og íþróttahús Þróttar að undangengnum breytingum. Reykjavík Þróttur Reykjavík Frjálsar íþróttir Handbolti Körfubolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar, segir að samningar þessa efnis verði formlega undirritaðir í næstu viku: „Þetta eru stórkostleg tíðindi, ekki bara fyrir Þrótt heldur íbúa í Laugardal sem hafa lengi beðið eftir að það verði einhverjar úrlausnir í aðstöðumálum í hverfinu.“ Í samkomulaginu felst að Þróttur fái tvo nýja gervigrasvelli þar sem nú er Valbjarnarvöllur, austan við Laugardalsvöll. Undirbúningur að gerð þessara valla á að hefjast strax og verða þeir báðir í fullri stærð, með upphitun og lýsingu, segir Finnbogi. Auk þess fá Þróttarar síðar meir frjálsíþróttasvæðið sem liggur norður af Valbjarnarvelli og að World Class Laugum, svokallað kastsvæði, og þar með verður til stórt svæði fyrir Þróttara með gras- og gervigrasvöllum. Þegar þeir fá kastsvæðið gefa Þróttarar eftir stórt svæði sitt við Suðurlandsbraut, suðaustur af Laugardalshöll. Þetta ætti að skapa rými fyrir nýjan þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum eða nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir á borð við handbolta og körfubolta, eins og rætt hefur verið um. Þróttarar gefa einnig eftir völl við Álfheima. Finnbogi segir jafnframt að í næstu viku hefjist vinna við deiliskipulag fyrir nýtt íþróttahús sem byggja á þar sem nú er bílastæði við félagsheimili Þróttar og Ármanns. Íþróttahúsið á að þjóna Þrótti, Ármanni og skólunum í hverfinu. Vinnu við deiliskipulagið á að vera lokið fyrir 1. desember. Þá verður einnig kannað hvort að raunhæfur möguleiki sé að Laugardalshöll, sem komin er til ára sinna og er ekki lengur lögleg fyrir alþjóðlega leiki í stórum íþróttagreinum, geti orðið félags- og íþróttahús Þróttar að undangengnum breytingum.
Reykjavík Þróttur Reykjavík Frjálsar íþróttir Handbolti Körfubolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira