Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 10:23 Bláfjöll í blíðu Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. Tímasetningin á breytingunum er áhugaverð enda er von á því að fjölmargir á höfuðborgarsvæðinu flykkist út á land um helgina ef þeir eru ekki þegar komnir þangað. Vetrarfrí í grunnskólum í Kópavogi, næstfjölmennasta sveitarfélagi landsins, stendur yfir. Þá er vetrarfrí í Reykjavík að hefjast. Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri síðustu helgi og mikið álag var á bókunarkerfi í fjallinu í gær, svo mikið að það hrundi á tímabil. Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12 verður tekinn púlsinn í Hlíðarfjalli á Akureyri en nýjar reglur komu framkvæmdastjóra skíðasvæðisins í opna skjöldu í morgun. Tuttugu að hámarki í skíðaskálunum Eftir breytingarnar mega skíðasvæðin taka við helmingi þess fjölda sem svæðin hafa leyfi fyrir. Nándarmörk eru áfram tveir metrar. Tryggja þarf að þeir sem eru einir á ferð komist einir í stólalyftu. Tengdir aðilar geta farið saman í lyfturnar. Í tilefni nýrra sóttvarnarreglna sem taka gildi í dag þá megum við taka við fleiri gestum í fjallið og einnig opnar veitingasalan hjá okkur. Það verður opið í dag á milli 12:00-18:00.Posted by Skíðasvæði Dalvíkur on Friday, February 19, 2021 Veitingasölu má opna á skíðasvæðum en skíðafólk hvatt til að hafa með sér nesti og borða það í bílum sínum eða í snjónum. Þá eru salerni opin en minnt á grímuskyldu á salernum. Skíðaskálar eru opnir en að hámarki tuttugu mega vera í hverju rými. ATH! Rétt í þessu tóku í gildi nýjar sóttvarnarreglur og erum við kominn í 50% afköst á svæðinu! Góðan daginn og...Posted by Skíðasvæði Tindastóls on Friday, February 19, 2021 Nýjar reglur má lesa að neðan, og nánar á vef Landlæknis, en um er að ræða svokallaða leið 4 sem tekur gildi í dag. Nýjar reglur Leyfilegur hámarksfjöldi á hverjum tíma á skíðasvæðunum er nú eftir breytingu 50 prósent af reiknaðri móttökugetu hvers svæðis. Aukið eftirlit er með fjölda á hverju svæði og ef útlit er fyrir að fjöldi sé kominn að hámarki þá verða upplýsingar umsvifalaust birtar á upplýsingamiðlum skíðasvæðanna og aðgangur að svæðinu lokað tímabundið. Hvert svæði birtir á vef sínum upplýsingar um hámarksmóttöku og reiknað hlutfall gesta sem er leyfilegur á hverjum tíma. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með nema um æfingar eða keppni sé að ræða, þá gildir 5. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 123/2021. Nándarmörk eru skv. ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins (HRN), 2 metrar. Tryggt að þeir sem eru einir á ferð komist einir í stól og gert kleift að halda nándarmörk á milli ótengdra aðila, tengdir aðilar geta ferðast saman. Upplýsingamiðlun til skíðamanna er meiri en í venjulegu árferði og skíðamenn eru beðnir að afla sér upplýsinga um aðgengi að skíðasvæði áður en haldið er af stað. Ekki er víst að allir komist á skíði þegar þeim hentar best. Salerni eru opin. Grímuskylda er á salernum. Veitingasala er opin samkvæmt núgildandi reglugerð ráðuneytisins, sjá nánar að neðan. Skíðamenn eru hvattir til að hafa með sér nesti og neyta þess í sínum farartækjum eða úti í snjónum. Skíðaæfingar og skíðanámskeið fylgja reglum HRN sem settar hafa verið um íþróttir. Tveggja metra merkingar um nándarmörk eru staðsettar við byrjun raðar í hverri skíðalyftu. Skíðaskálar eru opnir. 20 manns mega að hámarki vera saman í rými á hverjum tíma. Nánari leiðbeiningar má sjá að neðan. Nánari leiðbeiningar fyrir leið 4 1. Skíðaskálar: Salerni, veitingasala, kortasala, skíðaleiga, móttaka Grímuskylda. Leiðbeiningar um hreinlæti og sóttvarnir sýnilegar á salernum. Upplýsingar um hámarksfjölda á salerni er skráður á vegg við inngang (2ja metra regla gildir). Handsápa og spritt á salernum og upplýsingar á vegg um leyfilegan hámarksfjölda á salernum. Þrif fara fram a.m.k. tvisvar á dag og kvittað fyrir þeim. Veitingasala er heimil. Gestir í rými mega ekki vera fleiri en 20. Heimilt er að selja veitingar úr húsi/farartæki til gesta sem mynda röð undir beru lofti. Gæta þarf að 2ja metra nándarmökum í röð gesta. Við kortasölu eru reglur um nándarmörk skýr og merkt þannig að allir geti fylgt þeim. Sóttvarnalæknir hvetur til þess að kortasala fari fram á netinu. 2. Skíðaleiga er opin Grímuskylda starfsmanna og skíðamanna. Nándarmörk á milli viðskiptavina eru 2 metrar. Snertifletir þrifnir á milli viðskiptavina og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja leigu. 3. Lyftur og samskipti við lyftuvörð 2ja metra regla um nándarmörk í lyfturöðum. Starfsmenn við lyftur og skíðamenn beri grímur ef ekki er hægt að tryggja 2ja metra nándarmörk. Snertifletir þrifnir eftir daginn. 4. Gönguskíðabrautin og samskipti í braut Einstefna er merkt í fjölförnum brautum. Reglur sýnilegar um að fólk sé ekki að stoppa í braut að óþörfu og forðist hópamyndun. 5. Smuraðstaða gönguskíðamanna er opin ef hægt er að tryggja 2ja metra nándarmörk og sótthreinsun á búnaði á milli þeirra sem nota aðstöðuna. Grímuskylda innandyra. 6. Starfsfólk, þjálfarar og foreldrar Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk. Grunnfræðsla um sóttvarnir og hvernig þeim er háttað í hópi. 7. Æfingar/námskeið Ákvæði 3. og 4. gr. reglugerðar um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímunotkun taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar og eru æfingar barna heimilar, sem og starfsemi skíðaskóla fyrir börn. Ekki mega vera fleiri en 50 saman í hópi. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns saman í útivistarhópi og á það við í skíðagöngu og í brekkum. 8. Keppnishald (keppendur og áhorfendur), svig og ganga, fullorðnir og börn og aðrir stórir viðburðir Samkvæmt reglum HRN og ÍSÍ á hverjum tíma um keppnishald. 9. Sóttvarnir þegar slys eða meiðsli verða Starfsfólk meðvitað um hreinlæti fyrir og eftir snertingu ef hennar er þörf í slysi. Fyllsta hreinlætis gætt í slysum og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja notkun. Fylgja leiðbeiningum um fyrstu hjálp og leiðbeiningum um sóttvarnir. 10. Upplýsingamiðlun Samstillt upplýsingamiðlun fyrir skíðasvæðin er á www.covid.is og upplýsingar er varða einstök skíðasvæði eru birt á miðlum hvers skíðasvæðis. Gætt er að samráði hlutaðeigandi við miðlun upplýsinga frá skíðasvæðum, s.s. við HRN, SVL og ÍSÍ Fréttin hefur verið uppfærð. Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Tímasetningin á breytingunum er áhugaverð enda er von á því að fjölmargir á höfuðborgarsvæðinu flykkist út á land um helgina ef þeir eru ekki þegar komnir þangað. Vetrarfrí í grunnskólum í Kópavogi, næstfjölmennasta sveitarfélagi landsins, stendur yfir. Þá er vetrarfrí í Reykjavík að hefjast. Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri síðustu helgi og mikið álag var á bókunarkerfi í fjallinu í gær, svo mikið að það hrundi á tímabil. Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12 verður tekinn púlsinn í Hlíðarfjalli á Akureyri en nýjar reglur komu framkvæmdastjóra skíðasvæðisins í opna skjöldu í morgun. Tuttugu að hámarki í skíðaskálunum Eftir breytingarnar mega skíðasvæðin taka við helmingi þess fjölda sem svæðin hafa leyfi fyrir. Nándarmörk eru áfram tveir metrar. Tryggja þarf að þeir sem eru einir á ferð komist einir í stólalyftu. Tengdir aðilar geta farið saman í lyfturnar. Í tilefni nýrra sóttvarnarreglna sem taka gildi í dag þá megum við taka við fleiri gestum í fjallið og einnig opnar veitingasalan hjá okkur. Það verður opið í dag á milli 12:00-18:00.Posted by Skíðasvæði Dalvíkur on Friday, February 19, 2021 Veitingasölu má opna á skíðasvæðum en skíðafólk hvatt til að hafa með sér nesti og borða það í bílum sínum eða í snjónum. Þá eru salerni opin en minnt á grímuskyldu á salernum. Skíðaskálar eru opnir en að hámarki tuttugu mega vera í hverju rými. ATH! Rétt í þessu tóku í gildi nýjar sóttvarnarreglur og erum við kominn í 50% afköst á svæðinu! Góðan daginn og...Posted by Skíðasvæði Tindastóls on Friday, February 19, 2021 Nýjar reglur má lesa að neðan, og nánar á vef Landlæknis, en um er að ræða svokallaða leið 4 sem tekur gildi í dag. Nýjar reglur Leyfilegur hámarksfjöldi á hverjum tíma á skíðasvæðunum er nú eftir breytingu 50 prósent af reiknaðri móttökugetu hvers svæðis. Aukið eftirlit er með fjölda á hverju svæði og ef útlit er fyrir að fjöldi sé kominn að hámarki þá verða upplýsingar umsvifalaust birtar á upplýsingamiðlum skíðasvæðanna og aðgangur að svæðinu lokað tímabundið. Hvert svæði birtir á vef sínum upplýsingar um hámarksmóttöku og reiknað hlutfall gesta sem er leyfilegur á hverjum tíma. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með nema um æfingar eða keppni sé að ræða, þá gildir 5. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 123/2021. Nándarmörk eru skv. ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins (HRN), 2 metrar. Tryggt að þeir sem eru einir á ferð komist einir í stól og gert kleift að halda nándarmörk á milli ótengdra aðila, tengdir aðilar geta ferðast saman. Upplýsingamiðlun til skíðamanna er meiri en í venjulegu árferði og skíðamenn eru beðnir að afla sér upplýsinga um aðgengi að skíðasvæði áður en haldið er af stað. Ekki er víst að allir komist á skíði þegar þeim hentar best. Salerni eru opin. Grímuskylda er á salernum. Veitingasala er opin samkvæmt núgildandi reglugerð ráðuneytisins, sjá nánar að neðan. Skíðamenn eru hvattir til að hafa með sér nesti og neyta þess í sínum farartækjum eða úti í snjónum. Skíðaæfingar og skíðanámskeið fylgja reglum HRN sem settar hafa verið um íþróttir. Tveggja metra merkingar um nándarmörk eru staðsettar við byrjun raðar í hverri skíðalyftu. Skíðaskálar eru opnir. 20 manns mega að hámarki vera saman í rými á hverjum tíma. Nánari leiðbeiningar má sjá að neðan. Nánari leiðbeiningar fyrir leið 4 1. Skíðaskálar: Salerni, veitingasala, kortasala, skíðaleiga, móttaka Grímuskylda. Leiðbeiningar um hreinlæti og sóttvarnir sýnilegar á salernum. Upplýsingar um hámarksfjölda á salerni er skráður á vegg við inngang (2ja metra regla gildir). Handsápa og spritt á salernum og upplýsingar á vegg um leyfilegan hámarksfjölda á salernum. Þrif fara fram a.m.k. tvisvar á dag og kvittað fyrir þeim. Veitingasala er heimil. Gestir í rými mega ekki vera fleiri en 20. Heimilt er að selja veitingar úr húsi/farartæki til gesta sem mynda röð undir beru lofti. Gæta þarf að 2ja metra nándarmökum í röð gesta. Við kortasölu eru reglur um nándarmörk skýr og merkt þannig að allir geti fylgt þeim. Sóttvarnalæknir hvetur til þess að kortasala fari fram á netinu. 2. Skíðaleiga er opin Grímuskylda starfsmanna og skíðamanna. Nándarmörk á milli viðskiptavina eru 2 metrar. Snertifletir þrifnir á milli viðskiptavina og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja leigu. 3. Lyftur og samskipti við lyftuvörð 2ja metra regla um nándarmörk í lyfturöðum. Starfsmenn við lyftur og skíðamenn beri grímur ef ekki er hægt að tryggja 2ja metra nándarmörk. Snertifletir þrifnir eftir daginn. 4. Gönguskíðabrautin og samskipti í braut Einstefna er merkt í fjölförnum brautum. Reglur sýnilegar um að fólk sé ekki að stoppa í braut að óþörfu og forðist hópamyndun. 5. Smuraðstaða gönguskíðamanna er opin ef hægt er að tryggja 2ja metra nándarmörk og sótthreinsun á búnaði á milli þeirra sem nota aðstöðuna. Grímuskylda innandyra. 6. Starfsfólk, þjálfarar og foreldrar Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk. Grunnfræðsla um sóttvarnir og hvernig þeim er háttað í hópi. 7. Æfingar/námskeið Ákvæði 3. og 4. gr. reglugerðar um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímunotkun taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar og eru æfingar barna heimilar, sem og starfsemi skíðaskóla fyrir börn. Ekki mega vera fleiri en 50 saman í hópi. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns saman í útivistarhópi og á það við í skíðagöngu og í brekkum. 8. Keppnishald (keppendur og áhorfendur), svig og ganga, fullorðnir og börn og aðrir stórir viðburðir Samkvæmt reglum HRN og ÍSÍ á hverjum tíma um keppnishald. 9. Sóttvarnir þegar slys eða meiðsli verða Starfsfólk meðvitað um hreinlæti fyrir og eftir snertingu ef hennar er þörf í slysi. Fyllsta hreinlætis gætt í slysum og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja notkun. Fylgja leiðbeiningum um fyrstu hjálp og leiðbeiningum um sóttvarnir. 10. Upplýsingamiðlun Samstillt upplýsingamiðlun fyrir skíðasvæðin er á www.covid.is og upplýsingar er varða einstök skíðasvæði eru birt á miðlum hvers skíðasvæðis. Gætt er að samráði hlutaðeigandi við miðlun upplýsinga frá skíðasvæðum, s.s. við HRN, SVL og ÍSÍ Fréttin hefur verið uppfærð.
Nánari leiðbeiningar fyrir leið 4 1. Skíðaskálar: Salerni, veitingasala, kortasala, skíðaleiga, móttaka Grímuskylda. Leiðbeiningar um hreinlæti og sóttvarnir sýnilegar á salernum. Upplýsingar um hámarksfjölda á salerni er skráður á vegg við inngang (2ja metra regla gildir). Handsápa og spritt á salernum og upplýsingar á vegg um leyfilegan hámarksfjölda á salernum. Þrif fara fram a.m.k. tvisvar á dag og kvittað fyrir þeim. Veitingasala er heimil. Gestir í rými mega ekki vera fleiri en 20. Heimilt er að selja veitingar úr húsi/farartæki til gesta sem mynda röð undir beru lofti. Gæta þarf að 2ja metra nándarmökum í röð gesta. Við kortasölu eru reglur um nándarmörk skýr og merkt þannig að allir geti fylgt þeim. Sóttvarnalæknir hvetur til þess að kortasala fari fram á netinu. 2. Skíðaleiga er opin Grímuskylda starfsmanna og skíðamanna. Nándarmörk á milli viðskiptavina eru 2 metrar. Snertifletir þrifnir á milli viðskiptavina og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja leigu. 3. Lyftur og samskipti við lyftuvörð 2ja metra regla um nándarmörk í lyfturöðum. Starfsmenn við lyftur og skíðamenn beri grímur ef ekki er hægt að tryggja 2ja metra nándarmörk. Snertifletir þrifnir eftir daginn. 4. Gönguskíðabrautin og samskipti í braut Einstefna er merkt í fjölförnum brautum. Reglur sýnilegar um að fólk sé ekki að stoppa í braut að óþörfu og forðist hópamyndun. 5. Smuraðstaða gönguskíðamanna er opin ef hægt er að tryggja 2ja metra nándarmörk og sótthreinsun á búnaði á milli þeirra sem nota aðstöðuna. Grímuskylda innandyra. 6. Starfsfólk, þjálfarar og foreldrar Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk. Grunnfræðsla um sóttvarnir og hvernig þeim er háttað í hópi. 7. Æfingar/námskeið Ákvæði 3. og 4. gr. reglugerðar um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímunotkun taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar og eru æfingar barna heimilar, sem og starfsemi skíðaskóla fyrir börn. Ekki mega vera fleiri en 50 saman í hópi. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns saman í útivistarhópi og á það við í skíðagöngu og í brekkum. 8. Keppnishald (keppendur og áhorfendur), svig og ganga, fullorðnir og börn og aðrir stórir viðburðir Samkvæmt reglum HRN og ÍSÍ á hverjum tíma um keppnishald. 9. Sóttvarnir þegar slys eða meiðsli verða Starfsfólk meðvitað um hreinlæti fyrir og eftir snertingu ef hennar er þörf í slysi. Fyllsta hreinlætis gætt í slysum og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja notkun. Fylgja leiðbeiningum um fyrstu hjálp og leiðbeiningum um sóttvarnir. 10. Upplýsingamiðlun Samstillt upplýsingamiðlun fyrir skíðasvæðin er á www.covid.is og upplýsingar er varða einstök skíðasvæði eru birt á miðlum hvers skíðasvæðis. Gætt er að samráði hlutaðeigandi við miðlun upplýsinga frá skíðasvæðum, s.s. við HRN, SVL og ÍSÍ
Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira