Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2021 17:25 Brynjar Karl segir það algerlega ljóst að Viða Halldórsson prófessor hafi ekki unnið heimavinnu sína þegar hann setti sína gagnrýni fram. Hún sé fráleit. Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna. Brynjar Karl hefur heldur betur komist í kastljósið undanfarna daga einkum vegna heimildamyndarinnar Hækkum rána, sem nú er til sýninga. Þar segir af vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls. Aðferðir þjálfarans eru afar umdeildar, ýmist er hann lofaður eða gagnrýndur harðlega. Vísir hefur fjallað ítarlega um myndina og feril Brynjars. Brynjar Karl var í ítarlegu viðtali í morgun í útvarpsþættinum Harmageddon og þar svarar hann meðal annars Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði. Viðar birti pistil undir yfirskriftinni „Helgar tilgangurinn meðalið?“ Þar sakar hann Brynjar meðal annars um að afreksvæða íþróttastarf barna með aðferðum sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, nokkuð sem teljist úrelt og gangi gegn viðurkenndum fræðum. Þetta telur Viðar ekki vera réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum. Brynjar er spurður sérstaklega út í þessa meintu afreksvæðingu ungra barna. Að búið sé að sigta út alla aumingjana, eins og útvarpsmaðurinn orðar það, og bara þeir bestu fá að vera með. „Mér finnst ótrúlegt, af því að ég hef rosalega lítinn áhuga á því að mæta í fjölmiðla og gaspra um þessa hluti, að sjá mig knúinn til að mæta í útvarpsviðtal, vegna þess að einhver prófessor vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvað áttu við? „Það sem ég á við er að þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er með allskonar greiningar, allskonar hluti, það eru stelpur í þessu liði sem eru með skilgreiningar sem ég ætla ekkert að vera að tala um hérna. Ef hann myndi kynna sér það og tala við foreldrana, ég held að hann myndi bara skammast sín.“ Brynjar Karl segist einmitt vera á móti því að afreksskipta hópnum. Þetta snúist um elju. Þeir sem sýna minni áhuga fari í B-hóp. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju.“ Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Brynjar Karl hefur heldur betur komist í kastljósið undanfarna daga einkum vegna heimildamyndarinnar Hækkum rána, sem nú er til sýninga. Þar segir af vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls. Aðferðir þjálfarans eru afar umdeildar, ýmist er hann lofaður eða gagnrýndur harðlega. Vísir hefur fjallað ítarlega um myndina og feril Brynjars. Brynjar Karl var í ítarlegu viðtali í morgun í útvarpsþættinum Harmageddon og þar svarar hann meðal annars Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði. Viðar birti pistil undir yfirskriftinni „Helgar tilgangurinn meðalið?“ Þar sakar hann Brynjar meðal annars um að afreksvæða íþróttastarf barna með aðferðum sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, nokkuð sem teljist úrelt og gangi gegn viðurkenndum fræðum. Þetta telur Viðar ekki vera réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum. Brynjar er spurður sérstaklega út í þessa meintu afreksvæðingu ungra barna. Að búið sé að sigta út alla aumingjana, eins og útvarpsmaðurinn orðar það, og bara þeir bestu fá að vera með. „Mér finnst ótrúlegt, af því að ég hef rosalega lítinn áhuga á því að mæta í fjölmiðla og gaspra um þessa hluti, að sjá mig knúinn til að mæta í útvarpsviðtal, vegna þess að einhver prófessor vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvað áttu við? „Það sem ég á við er að þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er með allskonar greiningar, allskonar hluti, það eru stelpur í þessu liði sem eru með skilgreiningar sem ég ætla ekkert að vera að tala um hérna. Ef hann myndi kynna sér það og tala við foreldrana, ég held að hann myndi bara skammast sín.“ Brynjar Karl segist einmitt vera á móti því að afreksskipta hópnum. Þetta snúist um elju. Þeir sem sýna minni áhuga fari í B-hóp. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju.“
Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira