Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 19:01 Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. Ísland var þar til í dag eitt örfárra Evrópuríkja sem átti etir að skila uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Í dag birtist plaggið, sem stjórnvöld kynntu þó í desember, á vef loftslagssamningsins. Sama dag og sérstök umræða um málið fór fram á Alþingi, sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á. „Hefði ég vitað að það þyrfti bara sérstaka umræðu til að fá ríkisstjórnina til að taka við sér þá hefði ég bara verið löngu búinn að biðja um hana,“ sagði Andrés Ingi á Alþingi í dag. Í landsmarkmiðum er eldra markmið stjórnvalda um fjörtíu prósenta samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda fyrir árið 2030 hækkað í 55 prósent. Þetta er sameiginlegt markmið Evrópuríkja en í því fyrra var hlutur Íslands 29 prósent. Andrés Ingi spurði hvort stjórnvöld ætluðu að setja sér sjálfstætt markmið, líkt og Noregur. „Fjörutíu prósentin í síðasta landsmarkmiði voru prúttuð niður í 29 prósent gagnvart ESB,“ sagði Andrés. „Stendur til núna að semja Ísland niður frá þeim 55 prósentum sem Evrópusambandið er búið að einsetja sér að ná í samdrætti? Og höfum í huga að þau 55 prósent eru málamiðlun við mestu kolafíklanna í Evrópu.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, svaraði af hörku. „Skuldbindingar Íslands prúttaðar niður. Það heldur þessu engu fram nemar örfáir þingmenn í pólitískum tilgangi. Þetta er útreiknað sanngirnisviðmið þar sem eitt gengur yfir alla. Og við skulum hafa þær staðreyndir á hreinu, líka hér í þingsal Alþingis,“ sagði Guðmundur. Ríkisstjórnin hafi snúið við blaðinu hér á landi í loftslagsmálum. „Við höfum aukið fjármagn bara í umhverfisráðuneytinu um sjö hundruð prósent og það dreifist á fjölbreyttar aðgerðir,“ sagði Guðmundur. „Við erum ljósár frá kyrrstöðunni sem ríkti í loftslagsmálum í upphafi kjörtímabilsins.“ Alþingi Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Ísland var þar til í dag eitt örfárra Evrópuríkja sem átti etir að skila uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Í dag birtist plaggið, sem stjórnvöld kynntu þó í desember, á vef loftslagssamningsins. Sama dag og sérstök umræða um málið fór fram á Alþingi, sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á. „Hefði ég vitað að það þyrfti bara sérstaka umræðu til að fá ríkisstjórnina til að taka við sér þá hefði ég bara verið löngu búinn að biðja um hana,“ sagði Andrés Ingi á Alþingi í dag. Í landsmarkmiðum er eldra markmið stjórnvalda um fjörtíu prósenta samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda fyrir árið 2030 hækkað í 55 prósent. Þetta er sameiginlegt markmið Evrópuríkja en í því fyrra var hlutur Íslands 29 prósent. Andrés Ingi spurði hvort stjórnvöld ætluðu að setja sér sjálfstætt markmið, líkt og Noregur. „Fjörutíu prósentin í síðasta landsmarkmiði voru prúttuð niður í 29 prósent gagnvart ESB,“ sagði Andrés. „Stendur til núna að semja Ísland niður frá þeim 55 prósentum sem Evrópusambandið er búið að einsetja sér að ná í samdrætti? Og höfum í huga að þau 55 prósent eru málamiðlun við mestu kolafíklanna í Evrópu.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, svaraði af hörku. „Skuldbindingar Íslands prúttaðar niður. Það heldur þessu engu fram nemar örfáir þingmenn í pólitískum tilgangi. Þetta er útreiknað sanngirnisviðmið þar sem eitt gengur yfir alla. Og við skulum hafa þær staðreyndir á hreinu, líka hér í þingsal Alþingis,“ sagði Guðmundur. Ríkisstjórnin hafi snúið við blaðinu hér á landi í loftslagsmálum. „Við höfum aukið fjármagn bara í umhverfisráðuneytinu um sjö hundruð prósent og það dreifist á fjölbreyttar aðgerðir,“ sagði Guðmundur. „Við erum ljósár frá kyrrstöðunni sem ríkti í loftslagsmálum í upphafi kjörtímabilsins.“
Alþingi Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira