Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 14:50 Hagfræðingur segir að of mikil einhæfni í atvinnulífinu sé á meðal helstu ástæðna þess að atvinnuleysi mælist nú í hæstu hæðum á Íslandi. Ákjósanlegra sé að hafa fleiri stoðir undir atvinnulífinu svo hægt sé að standast skakkaföll sem óhjákvæmilega verða stundum í vissum atvinnugreinum. Vísir/Vilhelm Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum segir einhæfni í íslensku atvinnulífi aðallega um að kenna. Þörf sé á fleiri stoðum undir atvinnulífið svo hægt sé að verjast betur skakkaföllum sem óhjákvæmlega verða í einstökum greinum. Fram til ársins 2008 var atvinnuleysi að jafnaði minnst á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Ari segir að í gegnum nokkra áratugi hafi íslenska hagkerfið einkennst af litlu atvinnuleysi en mikilli verðbólgu. „Síðan fór verðbólgan að lækka árið 1990 en atvinnuleysið hækkaði ekki samhliða því þannig að við höfðum alltaf mjög mikla áherslu á atvinnumál. Andspænis samdrætti og kreppu þá var allt gert til að reyna að halda atvinnuástandinu góðu. Það var gert með gengisfellingu sem bitnaði síðan á fólki með öðrum hætti en atvinnumálaáherslan var alltaf sterk.“ Ari segir að fyrsta alvarlega áfallið í atvinnumálum hafi verið í kjölfar bankakreppunnar 2008 þar sem atvinnuleysi jókst. Mest mældist atvinnuleysi bankakreppunnar 9,3% í febrúar og mars 2009. Atvinnuleysið sveið mest innan greina á borð við byggingariðnað og fjármálageirans. Ari Skúlason hagfræðingur birti í morgun nýja samantekt um samanburð á atvinnuleysi á Norðurlöndunum. Ísland kemur ekki vel út í þeim samanburði.Vísir/Stöð 2 Ari segir ljóst að Íslendingar hafi verið búnir að koma sér upp fjármálakerfi sem hafi verið „allt of, allt of stórt“ fyrir íslenska hagkerfið. Þrátt fyrir að á þessum tímapunkti hafi farið að síga á ógæfuhliðina í atvinnumálum var staðan samt betri en í mörgum hinna Norðurlandaþjóðanna. Ari segir að með tilkomu ferðaþjónustuiðnaðarins síðustu ár hafi skapast fjöldi starfa. „Það er fyrst og fremst ferðaþjónustan sem tekur við því atvinnulausa fólki þannig að það skapast mjög mikið af störfum í ferðaþjónustu og þegar hún lendir í skakkaföllum þá fáum við þetta gífurlega atvinnuleysi sem við stöndum frammi fyrir núna.“ Þegar svo stór grein lendi í áföllum þá bitni það á hagkerfinu öllu líkt og raun bar vitni árið 2020. Tímabundið var aukning atvinnuleysis mest á Íslandi og í Noregi þar sem hlutabætur höfðu veigameira hlutverk en á hinum Norðurlöndunum. „Þetta er eiginlega allt steindautt núna“ „En þegar hlutabótakerfið verður minna, frá miðju ári 2020 þá heldur atvinnuleysið áfram að aukast hér á landi. Hjá hinum Norðurlöndunum þá annað hvort stendur það í stað eða lækkar jafnvel frá miðju ári. Við höfum töluvert mikla sérstöðu sem helgast náttúrulega fyrst og fremst af stöðunni í ferðaþjónustunni og tengdum greinum. Þetta er eiginlega allt steindautt núna.“ Ari bætir þó við að hann sé þess fullviss um að ferðaþjónustan taki við sér á ný og að ferðavilji aukist samfara betri árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Betri staða á hinum Norðurlöndunum skýrist af fjölbreyttara atvinnulífi Ari segir að síðustu áratugi hafi umræða um efnahagsmál einkennst af mikilli áherslu á fjölbreyttara atvinnulífi. Þrátt fyrir hávært ákall hafi Íslendingar ekki haft erindi sem erfiði. Mikil þörf sé á fleiri stoðum undir atvinnulífið, ekki síst til að verjast óvæntum skakkaföllum. „Við sjáum það mjög vel á þessum samanburði að hinum Norðurlöndunum tekst miklu betur að verja sig fyrir faraldrinum en okkur því við erum með svo mörg egg í sömu körfunni sem tengist faraldrinum beint.“ Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Margir eiga erfitt með að ná endum saman Um fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. 9. febrúar 2021 18:15 Atvinnuþátttaka aldrei verið minni en í fyrra Atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 16-74 ára hefur aldrei mælst minni en á árinu 2020. Þetta sýna mælingar í vinnumarkaðsrannsókn sem fjallað er um á vef Hagstofu Íslands í dag en mælingar á atvinnuþátttöku hófust árið 1991. 4. febrúar 2021 10:09 Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum segir einhæfni í íslensku atvinnulífi aðallega um að kenna. Þörf sé á fleiri stoðum undir atvinnulífið svo hægt sé að verjast betur skakkaföllum sem óhjákvæmlega verða í einstökum greinum. Fram til ársins 2008 var atvinnuleysi að jafnaði minnst á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Ari segir að í gegnum nokkra áratugi hafi íslenska hagkerfið einkennst af litlu atvinnuleysi en mikilli verðbólgu. „Síðan fór verðbólgan að lækka árið 1990 en atvinnuleysið hækkaði ekki samhliða því þannig að við höfðum alltaf mjög mikla áherslu á atvinnumál. Andspænis samdrætti og kreppu þá var allt gert til að reyna að halda atvinnuástandinu góðu. Það var gert með gengisfellingu sem bitnaði síðan á fólki með öðrum hætti en atvinnumálaáherslan var alltaf sterk.“ Ari segir að fyrsta alvarlega áfallið í atvinnumálum hafi verið í kjölfar bankakreppunnar 2008 þar sem atvinnuleysi jókst. Mest mældist atvinnuleysi bankakreppunnar 9,3% í febrúar og mars 2009. Atvinnuleysið sveið mest innan greina á borð við byggingariðnað og fjármálageirans. Ari Skúlason hagfræðingur birti í morgun nýja samantekt um samanburð á atvinnuleysi á Norðurlöndunum. Ísland kemur ekki vel út í þeim samanburði.Vísir/Stöð 2 Ari segir ljóst að Íslendingar hafi verið búnir að koma sér upp fjármálakerfi sem hafi verið „allt of, allt of stórt“ fyrir íslenska hagkerfið. Þrátt fyrir að á þessum tímapunkti hafi farið að síga á ógæfuhliðina í atvinnumálum var staðan samt betri en í mörgum hinna Norðurlandaþjóðanna. Ari segir að með tilkomu ferðaþjónustuiðnaðarins síðustu ár hafi skapast fjöldi starfa. „Það er fyrst og fremst ferðaþjónustan sem tekur við því atvinnulausa fólki þannig að það skapast mjög mikið af störfum í ferðaþjónustu og þegar hún lendir í skakkaföllum þá fáum við þetta gífurlega atvinnuleysi sem við stöndum frammi fyrir núna.“ Þegar svo stór grein lendi í áföllum þá bitni það á hagkerfinu öllu líkt og raun bar vitni árið 2020. Tímabundið var aukning atvinnuleysis mest á Íslandi og í Noregi þar sem hlutabætur höfðu veigameira hlutverk en á hinum Norðurlöndunum. „Þetta er eiginlega allt steindautt núna“ „En þegar hlutabótakerfið verður minna, frá miðju ári 2020 þá heldur atvinnuleysið áfram að aukast hér á landi. Hjá hinum Norðurlöndunum þá annað hvort stendur það í stað eða lækkar jafnvel frá miðju ári. Við höfum töluvert mikla sérstöðu sem helgast náttúrulega fyrst og fremst af stöðunni í ferðaþjónustunni og tengdum greinum. Þetta er eiginlega allt steindautt núna.“ Ari bætir þó við að hann sé þess fullviss um að ferðaþjónustan taki við sér á ný og að ferðavilji aukist samfara betri árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Betri staða á hinum Norðurlöndunum skýrist af fjölbreyttara atvinnulífi Ari segir að síðustu áratugi hafi umræða um efnahagsmál einkennst af mikilli áherslu á fjölbreyttara atvinnulífi. Þrátt fyrir hávært ákall hafi Íslendingar ekki haft erindi sem erfiði. Mikil þörf sé á fleiri stoðum undir atvinnulífið, ekki síst til að verjast óvæntum skakkaföllum. „Við sjáum það mjög vel á þessum samanburði að hinum Norðurlöndunum tekst miklu betur að verja sig fyrir faraldrinum en okkur því við erum með svo mörg egg í sömu körfunni sem tengist faraldrinum beint.“
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Margir eiga erfitt með að ná endum saman Um fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. 9. febrúar 2021 18:15 Atvinnuþátttaka aldrei verið minni en í fyrra Atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 16-74 ára hefur aldrei mælst minni en á árinu 2020. Þetta sýna mælingar í vinnumarkaðsrannsókn sem fjallað er um á vef Hagstofu Íslands í dag en mælingar á atvinnuþátttöku hófust árið 1991. 4. febrúar 2021 10:09 Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Margir eiga erfitt með að ná endum saman Um fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. 9. febrúar 2021 18:15
Atvinnuþátttaka aldrei verið minni en í fyrra Atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 16-74 ára hefur aldrei mælst minni en á árinu 2020. Þetta sýna mælingar í vinnumarkaðsrannsókn sem fjallað er um á vef Hagstofu Íslands í dag en mælingar á atvinnuþátttöku hófust árið 1991. 4. febrúar 2021 10:09
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30