Getum við leitt jafnréttisbaráttu heimsins með alvöru loftslagsaðgerðum? Esther Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 08:00 Fyrir nokkrum árum fékk ég tækifæri til þess að fara uppá Sólheimajökul í gönguferð. Landslagið á jöklinum var einstakt. Hvítir og bláir litir, djúpar og hrikalegar sprungur sem urðu skarpari í svartri öskunni sem barst um jökulinn og minnti á eldinn og hitann frá hinni kraftmiklu Kötlu sem hvílir undir ísnum. Ég varð dolfallin yfir þessu landslagi og langaði þar helst að vera. Ég fékk mér því vinnu sem leiðsögumaður og varði sumrum og fríum frá skóla gangandi um skriðjökla með ferðamönnum, fjölskyldu og vinum sem urðu jafn agndofa og ég yfir þessu vetrarríkidæmi. Eins dásamlegt og það hefur verið að fá að verja tímanum á skriðjöklum landsins er þó stutt í hryggð. Hitinn eykst og það er ekki Katla sem ógnar. Breytingarnar eru hraðar og bráðnunin ógnvekjandi. Það sem er hvað mest ógnvekjandi er það að mannfólkið geti haft þessi áhrif. Meiri áhrif en eldfjöllin. Að rannsóknir hafi komist að því að mannfólkið sé búið að breyta loftslaginu á jörðinni allri. Að mannfólkið sé búið að bræða niður jökla og halda fyrir þá jarðarfarir. Ég veit að ég er búin að teikna upp hörmungarmynd hér en það er þó ljós í myrkrinu. Fyrst við mannfólkið höfum kraft til þess að valda slíkum skaða getum við líka snúið við blaðinu og breytt til hins betra. Við verðum að gera það. Það er ekki einungis fyrir jöklana og fólk eins og mig sem vill spóka sig um þá sem við verðum að breyta um stefnu. Það er miklu meira í húfi. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á mörg önnur gildi sem við mörg hver höldum á lofti í dag. Fyrir þremur árum vann ég að verkefni með Amnesty International í Vancouver, Kanada. Verkefnið fjallaði um kynjajafnrétti sem hljómar kannski ekki endilega tengt loftslagsbreytingum við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð eru þessir málaflokkar nátengdir. Verkefnið leiddi mig að skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem útskýrði það að meiri ógn stafar af loftslagsbreytingum fyrir konur en karla. Það er því gífurlega mikilvægt að sporna við loftslagsbreytingum ef að kynjajafnrétti á að nást í heiminum. Konur verða fyrir barðinu á loftslagsbreytingum á margan og ólíkan hátt en margar hverjar sem verða einna verst úti búa á suðurhveli jarðar. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að í Afríku og Asíu starfi stór hluti kvenna til að mynda við landbúnað. Þurrkar og óútreiknanleg veðurmynstur hafa því mikil áhrif á fæðu- og efnahagslegt öryggi þeirra en yfirleitt eru þessar konur nú þegar í viðkvæmari stöðu en karlar í sambærilegum aðstæðum. Konur sjá einnig iðulega um að sækja drykkjarvatn fyrir fjölskyldur sínar og þurfa oft að ferðast langar vegalengdir til þess að verða sér úti um vatnið. Loftslagsbreytingar gera þetta verkefni mun erfiðara og hættulegra þar sem aðgangur að vatni fer versnandi og hefur það áhrif á fjölskyldurnar og landbúnaðinn sem þær treysta á. Nýleg rannsókn eftir Carrico og félaga (2020) sem fram fór í Bangladesh hefur einnig sýnt fram á það að í kjölfar þurrka og hitabylgna aukast líkur á því að ungar konur og stúlkur séu neyddar í hjónabönd sem ógnar heilsu þeirra og öryggi. Í grein eftir Gaard (2018) kemur hið sama fram en þar er einnig fjallað um að konur séu líklegri til þess að láta lífið í náttúruhamförum eins og flóðum þar sem þær hafa til dæmis síður lært að synda og þurfa einnig að bera ábyrgð á því að bjarga fjölskyldum sínum. Í slíkum hörmungum enda börn því oft móðurlaus sem kemur sérstaklega niður á menntun stúlkna, eykur ungbarnadauða og eykur líkur á því að börn séu seld í kynlífsþrælkun. Á norðurhveli má líka sjá kynjaójafnrétti sem stafar af loftslagsbreytingum. Í rannsókn Whyte (2017) er til að mynda fjallað um þá auknu hættu á mansali sem konur af frumbyggjaættum á norðurslóðum geta orðið fyrir nú þegar hafísinn bráðnar og nýjar sjóleiðir opnast. Þá hefur rannsókn í Bandaríkjunum einnig sýnt fram á mismunum sem hinsegin fólk verður fyrir í kjölfar náttúruhamfara eins og fellibylja en hætta er á því að sá hópur verði útilokaður frá því að hljóta neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara af völdum loftslagsbreytinga. Þegar litið er yfir dæmi sem þessi má að vissu leyti þakka fyrir það að búa á Íslandi í dag. Við erum leiðandi þjóð hvað kynjajafnrétti varðar og loftslagsbreytingar hafa hingað til ekki haft eins alvarlegar afleiðingar fyrir flest okkar og margar aðrar þjóðir heimsins. Við höfum tækifæri til þess að halda áfram að vera leiðandi þjóð og getum stuðlað að kynjajafnrétti í heiminum með því að snúa við þeirri hættulegu vegferð sem við erum á í loftslagsmálum. Líkt og Katla búum við yfir mætti eyðingarinnar en einnig yfir mætti til þess að móta nýtt land, nýjan og betri heim. Fyrst okkur er það annt um fallegu jöklana okkar að við höldum fyrir þá jarðarfarir þegar þeir deyja þá ætti okkur að vera nógu annt um fólkið okkar og velferð þess. Við getum sýnt það í verki með alvöru aðgerðum. Við þurfum ekki að halda fleiri jarðarfarir fyrir fólk og jökla útaf manngerðri loftslagsvá. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og MSc nemi í Global Environmental Governance, Sustainability and Climate Change við Vrije Universiteit Amsterdam. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum fékk ég tækifæri til þess að fara uppá Sólheimajökul í gönguferð. Landslagið á jöklinum var einstakt. Hvítir og bláir litir, djúpar og hrikalegar sprungur sem urðu skarpari í svartri öskunni sem barst um jökulinn og minnti á eldinn og hitann frá hinni kraftmiklu Kötlu sem hvílir undir ísnum. Ég varð dolfallin yfir þessu landslagi og langaði þar helst að vera. Ég fékk mér því vinnu sem leiðsögumaður og varði sumrum og fríum frá skóla gangandi um skriðjökla með ferðamönnum, fjölskyldu og vinum sem urðu jafn agndofa og ég yfir þessu vetrarríkidæmi. Eins dásamlegt og það hefur verið að fá að verja tímanum á skriðjöklum landsins er þó stutt í hryggð. Hitinn eykst og það er ekki Katla sem ógnar. Breytingarnar eru hraðar og bráðnunin ógnvekjandi. Það sem er hvað mest ógnvekjandi er það að mannfólkið geti haft þessi áhrif. Meiri áhrif en eldfjöllin. Að rannsóknir hafi komist að því að mannfólkið sé búið að breyta loftslaginu á jörðinni allri. Að mannfólkið sé búið að bræða niður jökla og halda fyrir þá jarðarfarir. Ég veit að ég er búin að teikna upp hörmungarmynd hér en það er þó ljós í myrkrinu. Fyrst við mannfólkið höfum kraft til þess að valda slíkum skaða getum við líka snúið við blaðinu og breytt til hins betra. Við verðum að gera það. Það er ekki einungis fyrir jöklana og fólk eins og mig sem vill spóka sig um þá sem við verðum að breyta um stefnu. Það er miklu meira í húfi. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á mörg önnur gildi sem við mörg hver höldum á lofti í dag. Fyrir þremur árum vann ég að verkefni með Amnesty International í Vancouver, Kanada. Verkefnið fjallaði um kynjajafnrétti sem hljómar kannski ekki endilega tengt loftslagsbreytingum við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð eru þessir málaflokkar nátengdir. Verkefnið leiddi mig að skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem útskýrði það að meiri ógn stafar af loftslagsbreytingum fyrir konur en karla. Það er því gífurlega mikilvægt að sporna við loftslagsbreytingum ef að kynjajafnrétti á að nást í heiminum. Konur verða fyrir barðinu á loftslagsbreytingum á margan og ólíkan hátt en margar hverjar sem verða einna verst úti búa á suðurhveli jarðar. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að í Afríku og Asíu starfi stór hluti kvenna til að mynda við landbúnað. Þurrkar og óútreiknanleg veðurmynstur hafa því mikil áhrif á fæðu- og efnahagslegt öryggi þeirra en yfirleitt eru þessar konur nú þegar í viðkvæmari stöðu en karlar í sambærilegum aðstæðum. Konur sjá einnig iðulega um að sækja drykkjarvatn fyrir fjölskyldur sínar og þurfa oft að ferðast langar vegalengdir til þess að verða sér úti um vatnið. Loftslagsbreytingar gera þetta verkefni mun erfiðara og hættulegra þar sem aðgangur að vatni fer versnandi og hefur það áhrif á fjölskyldurnar og landbúnaðinn sem þær treysta á. Nýleg rannsókn eftir Carrico og félaga (2020) sem fram fór í Bangladesh hefur einnig sýnt fram á það að í kjölfar þurrka og hitabylgna aukast líkur á því að ungar konur og stúlkur séu neyddar í hjónabönd sem ógnar heilsu þeirra og öryggi. Í grein eftir Gaard (2018) kemur hið sama fram en þar er einnig fjallað um að konur séu líklegri til þess að láta lífið í náttúruhamförum eins og flóðum þar sem þær hafa til dæmis síður lært að synda og þurfa einnig að bera ábyrgð á því að bjarga fjölskyldum sínum. Í slíkum hörmungum enda börn því oft móðurlaus sem kemur sérstaklega niður á menntun stúlkna, eykur ungbarnadauða og eykur líkur á því að börn séu seld í kynlífsþrælkun. Á norðurhveli má líka sjá kynjaójafnrétti sem stafar af loftslagsbreytingum. Í rannsókn Whyte (2017) er til að mynda fjallað um þá auknu hættu á mansali sem konur af frumbyggjaættum á norðurslóðum geta orðið fyrir nú þegar hafísinn bráðnar og nýjar sjóleiðir opnast. Þá hefur rannsókn í Bandaríkjunum einnig sýnt fram á mismunum sem hinsegin fólk verður fyrir í kjölfar náttúruhamfara eins og fellibylja en hætta er á því að sá hópur verði útilokaður frá því að hljóta neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara af völdum loftslagsbreytinga. Þegar litið er yfir dæmi sem þessi má að vissu leyti þakka fyrir það að búa á Íslandi í dag. Við erum leiðandi þjóð hvað kynjajafnrétti varðar og loftslagsbreytingar hafa hingað til ekki haft eins alvarlegar afleiðingar fyrir flest okkar og margar aðrar þjóðir heimsins. Við höfum tækifæri til þess að halda áfram að vera leiðandi þjóð og getum stuðlað að kynjajafnrétti í heiminum með því að snúa við þeirri hættulegu vegferð sem við erum á í loftslagsmálum. Líkt og Katla búum við yfir mætti eyðingarinnar en einnig yfir mætti til þess að móta nýtt land, nýjan og betri heim. Fyrst okkur er það annt um fallegu jöklana okkar að við höldum fyrir þá jarðarfarir þegar þeir deyja þá ætti okkur að vera nógu annt um fólkið okkar og velferð þess. Við getum sýnt það í verki með alvöru aðgerðum. Við þurfum ekki að halda fleiri jarðarfarir fyrir fólk og jökla útaf manngerðri loftslagsvá. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og MSc nemi í Global Environmental Governance, Sustainability and Climate Change við Vrije Universiteit Amsterdam. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar