Sportið í dag: Valsmenn þurfa á hópefli að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 13:00 Það þarf meiri gleði og stemmningu inn í Valsliðið ef Hlíðarendapiltar ætla sér að gera eitthvað í vetur. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir víðan völl í síðasta hlaðvarpsþætti sínum Sportið í dag á Vísi en meðal annars ræddu þeir um vandræði Valsmanna í handboltanum. Valsmenn steinlágu á móti Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik í Olís deild karla í handbolta og meiðsli og önnur vandræði á Hlíðarenda þýða að liðið er eins og er ekki líklegt til stórræða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar af síðustu tveimur heimaleikjum á móti Selfossi og Stjörnunni með samtals fjórtán marka mun. „Eitt lið sem virðist ekki vera líklegt til að berjast um þetta í augnablikinu er Valur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Rikka G. „Ég sá þennan leik og ég held að Valsmenn þurfi alvarlega á góðu hópefli að halda. Góðu hópefli þar sem liðið hittist niðri í Origo höll og passi bara tuttugu manna reglu. Þeir eru hvort sem er alltaf saman. Í staðinn fyrir að taka svona hefðbundnar æfingar ættu þeir bara að fara í einhverja skemmtilega leiki,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Taki ‚pool' eða taki FIFA. Hristi hópinn saman og fái sér tvo til þrjá kalda því mórallinn hjá liðinu er bara ekki til staðar. Það vantar Þorgils, það vantar Agnar og það vantar Róbert. Öll lið myndu finna fyrir því en það afsakar það ekki að tapa með átta mörkum á heimavelli á móti Stjörnunni,“ sagði Ríkharð. „Það eru menn til staðar sem hafa verið meistarar með þessu liði og þeir eru með Magnús Óla og þeir eru með Anton Rúnarsson. Þeir eru með Alexander Örn Júlíusson. Þeir eru með Tuma Stein. Þeir eru með fullt af mönnum sem eru með gæði en þeir eru bara ekki að sýna það,“ sagði Ríkharð „Þeir eru líka með efnilega stráka en þeir fá á sig 35 mörk í gær og fengu á sig ellefu mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Við vorum að ræða það í morgun hvort að það sé ekki langt síðan Valur fékk svona mörg mörk á sig. Þetta lið er betra en þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hvað er þá að? „Það virkar eins og það séu einhver þyngsli yfir liðinu,“ sagði Henry Birgir en það má heyra meira um það og hlusta á allan þáttinn með því að smella hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Sportið í dag Valur Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Valsmenn steinlágu á móti Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik í Olís deild karla í handbolta og meiðsli og önnur vandræði á Hlíðarenda þýða að liðið er eins og er ekki líklegt til stórræða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar af síðustu tveimur heimaleikjum á móti Selfossi og Stjörnunni með samtals fjórtán marka mun. „Eitt lið sem virðist ekki vera líklegt til að berjast um þetta í augnablikinu er Valur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Rikka G. „Ég sá þennan leik og ég held að Valsmenn þurfi alvarlega á góðu hópefli að halda. Góðu hópefli þar sem liðið hittist niðri í Origo höll og passi bara tuttugu manna reglu. Þeir eru hvort sem er alltaf saman. Í staðinn fyrir að taka svona hefðbundnar æfingar ættu þeir bara að fara í einhverja skemmtilega leiki,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Taki ‚pool' eða taki FIFA. Hristi hópinn saman og fái sér tvo til þrjá kalda því mórallinn hjá liðinu er bara ekki til staðar. Það vantar Þorgils, það vantar Agnar og það vantar Róbert. Öll lið myndu finna fyrir því en það afsakar það ekki að tapa með átta mörkum á heimavelli á móti Stjörnunni,“ sagði Ríkharð. „Það eru menn til staðar sem hafa verið meistarar með þessu liði og þeir eru með Magnús Óla og þeir eru með Anton Rúnarsson. Þeir eru með Alexander Örn Júlíusson. Þeir eru með Tuma Stein. Þeir eru með fullt af mönnum sem eru með gæði en þeir eru bara ekki að sýna það,“ sagði Ríkharð „Þeir eru líka með efnilega stráka en þeir fá á sig 35 mörk í gær og fengu á sig ellefu mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Við vorum að ræða það í morgun hvort að það sé ekki langt síðan Valur fékk svona mörg mörk á sig. Þetta lið er betra en þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hvað er þá að? „Það virkar eins og það séu einhver þyngsli yfir liðinu,“ sagði Henry Birgir en það má heyra meira um það og hlusta á allan þáttinn með því að smella hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Sportið í dag Valur Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira