Kisan Bella rúntaði um 150 kílómetra í vélarhúddi bíls Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2021 20:59 Katrín og Bella eru miklar vinkonur enda Katrín ánægð með að vera búin að fá hana heim eftir 150 kílómetra rúntinn víða um Suðurlandi með Atla Fannari, járningamanni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kötturinn Bella fór óvænt í hundrað og fimmtíu kílómetra ökuferð um Suðurland eftir að hún fór inn í vélarhúdd á bíl og var þar í sólarhring. Hún fannst þegar eigandi bílsins fór að setja rúðuvökva á bílinn. Bella er komin heim eftir ævintýri helgarinnar en hún býr í hesthúsinu á bænum Skeiðvöllum í Landsveit í Rangárþingi ytra, ásamt Brandi bróður sínum. En hvað kom til að hún brá sér í þetta ferðalag í vélarhúddinu? „Það var járningamaður hjá okkur, sem var að járna og henni tókst að klifra upp í bílinn hjá honum og fór í húddið og settist þar greinilega ofan á geymirinn og ferðaðist svo víða um Suðurland með honum en það uppgötvaðist ekki fyrr en daginn eftir,“ segir Katrín Sigurðardóttir, eigandi Bellu. Járningamaðurinn heitir Atli Fannar Guðjónsson, sem ók með Bellu þessa 150 kílómetra í vinnunni sinni. „Þetta var eiginlega bara ótrúlegt, hún hefur greinilega verið mjög smeyk og hvergi þorað að hoppa af því að Atli Fannar var oft stopp í millitíðinni og svo stóð bílinn líka heila nótt fyrir utan hjá honum í Álalæknum á Selfossi. Bella lág á rafgeymi bílsins í vélarhúddinu í um sólarhring um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín segir Bellu ekki hafa orðið meint af ferðalaginu. En hvernig kisa er Bella? „Hún er mikil veiðikló, það eru engar mýs hér í hesthúsinu hjá okkur. Hún er líka svolítið sérstakur karakter því henni finnst voðalega gaman að láta klappa sér, stundum þegar henni hentar og algjörlega á hennar forsendum. Við erum mjög ánægð með að vera búin að fá Bellu heim og vonum að hún fari aldrei aftur í svona ferðalag," segir Katrín. Læðan Bella frá Skeiðvöllum, sem fór í óvænta ökuferð í vélarhúddi bíls um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Bella er komin heim eftir ævintýri helgarinnar en hún býr í hesthúsinu á bænum Skeiðvöllum í Landsveit í Rangárþingi ytra, ásamt Brandi bróður sínum. En hvað kom til að hún brá sér í þetta ferðalag í vélarhúddinu? „Það var járningamaður hjá okkur, sem var að járna og henni tókst að klifra upp í bílinn hjá honum og fór í húddið og settist þar greinilega ofan á geymirinn og ferðaðist svo víða um Suðurland með honum en það uppgötvaðist ekki fyrr en daginn eftir,“ segir Katrín Sigurðardóttir, eigandi Bellu. Járningamaðurinn heitir Atli Fannar Guðjónsson, sem ók með Bellu þessa 150 kílómetra í vinnunni sinni. „Þetta var eiginlega bara ótrúlegt, hún hefur greinilega verið mjög smeyk og hvergi þorað að hoppa af því að Atli Fannar var oft stopp í millitíðinni og svo stóð bílinn líka heila nótt fyrir utan hjá honum í Álalæknum á Selfossi. Bella lág á rafgeymi bílsins í vélarhúddinu í um sólarhring um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín segir Bellu ekki hafa orðið meint af ferðalaginu. En hvernig kisa er Bella? „Hún er mikil veiðikló, það eru engar mýs hér í hesthúsinu hjá okkur. Hún er líka svolítið sérstakur karakter því henni finnst voðalega gaman að láta klappa sér, stundum þegar henni hentar og algjörlega á hennar forsendum. Við erum mjög ánægð með að vera búin að fá Bellu heim og vonum að hún fari aldrei aftur í svona ferðalag," segir Katrín. Læðan Bella frá Skeiðvöllum, sem fór í óvænta ökuferð í vélarhúddi bíls um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira