Kisan Bella rúntaði um 150 kílómetra í vélarhúddi bíls Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2021 20:59 Katrín og Bella eru miklar vinkonur enda Katrín ánægð með að vera búin að fá hana heim eftir 150 kílómetra rúntinn víða um Suðurlandi með Atla Fannari, járningamanni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kötturinn Bella fór óvænt í hundrað og fimmtíu kílómetra ökuferð um Suðurland eftir að hún fór inn í vélarhúdd á bíl og var þar í sólarhring. Hún fannst þegar eigandi bílsins fór að setja rúðuvökva á bílinn. Bella er komin heim eftir ævintýri helgarinnar en hún býr í hesthúsinu á bænum Skeiðvöllum í Landsveit í Rangárþingi ytra, ásamt Brandi bróður sínum. En hvað kom til að hún brá sér í þetta ferðalag í vélarhúddinu? „Það var járningamaður hjá okkur, sem var að járna og henni tókst að klifra upp í bílinn hjá honum og fór í húddið og settist þar greinilega ofan á geymirinn og ferðaðist svo víða um Suðurland með honum en það uppgötvaðist ekki fyrr en daginn eftir,“ segir Katrín Sigurðardóttir, eigandi Bellu. Járningamaðurinn heitir Atli Fannar Guðjónsson, sem ók með Bellu þessa 150 kílómetra í vinnunni sinni. „Þetta var eiginlega bara ótrúlegt, hún hefur greinilega verið mjög smeyk og hvergi þorað að hoppa af því að Atli Fannar var oft stopp í millitíðinni og svo stóð bílinn líka heila nótt fyrir utan hjá honum í Álalæknum á Selfossi. Bella lág á rafgeymi bílsins í vélarhúddinu í um sólarhring um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín segir Bellu ekki hafa orðið meint af ferðalaginu. En hvernig kisa er Bella? „Hún er mikil veiðikló, það eru engar mýs hér í hesthúsinu hjá okkur. Hún er líka svolítið sérstakur karakter því henni finnst voðalega gaman að láta klappa sér, stundum þegar henni hentar og algjörlega á hennar forsendum. Við erum mjög ánægð með að vera búin að fá Bellu heim og vonum að hún fari aldrei aftur í svona ferðalag," segir Katrín. Læðan Bella frá Skeiðvöllum, sem fór í óvænta ökuferð í vélarhúddi bíls um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
Bella er komin heim eftir ævintýri helgarinnar en hún býr í hesthúsinu á bænum Skeiðvöllum í Landsveit í Rangárþingi ytra, ásamt Brandi bróður sínum. En hvað kom til að hún brá sér í þetta ferðalag í vélarhúddinu? „Það var járningamaður hjá okkur, sem var að járna og henni tókst að klifra upp í bílinn hjá honum og fór í húddið og settist þar greinilega ofan á geymirinn og ferðaðist svo víða um Suðurland með honum en það uppgötvaðist ekki fyrr en daginn eftir,“ segir Katrín Sigurðardóttir, eigandi Bellu. Járningamaðurinn heitir Atli Fannar Guðjónsson, sem ók með Bellu þessa 150 kílómetra í vinnunni sinni. „Þetta var eiginlega bara ótrúlegt, hún hefur greinilega verið mjög smeyk og hvergi þorað að hoppa af því að Atli Fannar var oft stopp í millitíðinni og svo stóð bílinn líka heila nótt fyrir utan hjá honum í Álalæknum á Selfossi. Bella lág á rafgeymi bílsins í vélarhúddinu í um sólarhring um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín segir Bellu ekki hafa orðið meint af ferðalaginu. En hvernig kisa er Bella? „Hún er mikil veiðikló, það eru engar mýs hér í hesthúsinu hjá okkur. Hún er líka svolítið sérstakur karakter því henni finnst voðalega gaman að láta klappa sér, stundum þegar henni hentar og algjörlega á hennar forsendum. Við erum mjög ánægð með að vera búin að fá Bellu heim og vonum að hún fari aldrei aftur í svona ferðalag," segir Katrín. Læðan Bella frá Skeiðvöllum, sem fór í óvænta ökuferð í vélarhúddi bíls um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira