Hverju munar um 100.000 krónur? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. febrúar 2021 08:00 Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Það er því ekki stóri vinningurinn sem mestu munar um en tiltölulega lítil fjárhæð getur þó haft afgerandi áhrif á fjárhag okkar, ef við beitum henni með skynsamlegum hætti. Neysluskuldir eru lúmskar Neysluskuldir köllum við þessi litlu hversdagslegu lán. Það getur sem dæmi verið yfirdráttur, greiðsludreifing í verslun, raðgreiðslur eða dreifing greiðslukortareiknings. Hvað svo sem við kjósum að kalla slíkt hafa kaup í dag sem greidd eru síðar þau áhrif að við borgum meira fyrir vörur og þjónustu en verðmiðinn segir til um. Hlutirnir fara að kosta meira en þeir eiga og þurfa að kosta. Þegar við venjum okkur á slíkt geta vaxtagreiðslur og ýmiss kostnaður með tímanum vegið ansi þungt á okkur, auk þess sem greiða þarf lánin upp fyrr eða síðar. Í slíkum aðstæðum má ekkert út af bregða í heimilisfjármálunum og komi eitthvað upp á er ef til vill ekkert í stöðunni annað en að bæta enn við skuldirnar. Þessu fylgir óöryggi og óþægilegur hnútur í maganum en ekki síst bágari fjárhagur sem versnar bara með árunum. Bara ef það væri nú hægt að draga úr þörfinni fyrir slíka skuldsetningu með einhverjum hætti. Bólusetning við neyslulánasöfnun Það segir sig sjálft að svigrúm fólks til að spara er mjög misjafnt. Margir eiga í fullu fangi með að hafa í sig og á, ekki síst í dag þegar atvinnuleysi er í met hæðum. En sé eitthvað svigrúm til staðar má freista þess að laga stöðuna með skipulögðum hætti. Fyrsta skrefið er að reyna að greiða upp þau neyslulán sem þegar hafa verið tekin, eins fljótt og kostur er. Það getur krafist fórna um skeið en kemur til með að borga sig. Því næst söfnum við í varasjóð sem haldið er aðskildum öðrum sparnaði. Þá fjármuni grípum við í ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta geta sem dæmi verið 100.000 krónur eða önnur fjárhæð sem ykkur þykir líklegt að geti komið sér vel svo sem ef eitthvað bilar, skemmtileg tækifæri bjóðast eða í dýrum mánuðum á borð við desember. Þegar gengið er á varasjóðinn hefjumst við handa við að fylla hann að nýju. Þegar við temjum okkur að viðhalda slíkum varasjóði ætti tilefnum til að taka dýr neyslulán og dreifa greiðslum að geta fækkað umtalsvert, með tilheyrandi sparnaði. Þessi 100.000 króna varasparnaður getur því reynst okkur geysilega verðmætur eftir því sem árin líða. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Það er því ekki stóri vinningurinn sem mestu munar um en tiltölulega lítil fjárhæð getur þó haft afgerandi áhrif á fjárhag okkar, ef við beitum henni með skynsamlegum hætti. Neysluskuldir eru lúmskar Neysluskuldir köllum við þessi litlu hversdagslegu lán. Það getur sem dæmi verið yfirdráttur, greiðsludreifing í verslun, raðgreiðslur eða dreifing greiðslukortareiknings. Hvað svo sem við kjósum að kalla slíkt hafa kaup í dag sem greidd eru síðar þau áhrif að við borgum meira fyrir vörur og þjónustu en verðmiðinn segir til um. Hlutirnir fara að kosta meira en þeir eiga og þurfa að kosta. Þegar við venjum okkur á slíkt geta vaxtagreiðslur og ýmiss kostnaður með tímanum vegið ansi þungt á okkur, auk þess sem greiða þarf lánin upp fyrr eða síðar. Í slíkum aðstæðum má ekkert út af bregða í heimilisfjármálunum og komi eitthvað upp á er ef til vill ekkert í stöðunni annað en að bæta enn við skuldirnar. Þessu fylgir óöryggi og óþægilegur hnútur í maganum en ekki síst bágari fjárhagur sem versnar bara með árunum. Bara ef það væri nú hægt að draga úr þörfinni fyrir slíka skuldsetningu með einhverjum hætti. Bólusetning við neyslulánasöfnun Það segir sig sjálft að svigrúm fólks til að spara er mjög misjafnt. Margir eiga í fullu fangi með að hafa í sig og á, ekki síst í dag þegar atvinnuleysi er í met hæðum. En sé eitthvað svigrúm til staðar má freista þess að laga stöðuna með skipulögðum hætti. Fyrsta skrefið er að reyna að greiða upp þau neyslulán sem þegar hafa verið tekin, eins fljótt og kostur er. Það getur krafist fórna um skeið en kemur til með að borga sig. Því næst söfnum við í varasjóð sem haldið er aðskildum öðrum sparnaði. Þá fjármuni grípum við í ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta geta sem dæmi verið 100.000 krónur eða önnur fjárhæð sem ykkur þykir líklegt að geti komið sér vel svo sem ef eitthvað bilar, skemmtileg tækifæri bjóðast eða í dýrum mánuðum á borð við desember. Þegar gengið er á varasjóðinn hefjumst við handa við að fylla hann að nýju. Þegar við temjum okkur að viðhalda slíkum varasjóði ætti tilefnum til að taka dýr neyslulán og dreifa greiðslum að geta fækkað umtalsvert, með tilheyrandi sparnaði. Þessi 100.000 króna varasparnaður getur því reynst okkur geysilega verðmætur eftir því sem árin líða. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun