Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 11:42 Ívar Pétur Kjartansson vinur Uhunoma afhendir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur undirskriftalistann fyrir utan ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glímir auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi. Efnt var til undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að stjórnvöld veittu Uhunoma alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Alls söfnuðust 45.744 undirskriftir. „Það sýnir að íslenska þjóðin taki mjög skýra afstöðu og sendi skýr skilaboð til stjórnvalda og það eru margir sem vilja að Uhonoma fái að vera hérna,“ sagði Tómas Manoury, vinur Uhunoma, í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Ívar Pétur Kjartansson og Tómas Manoury, vinir Uhunoma.Vísir/vilhelm Ívar Pétur Kjartansson, annar vinur Uhunoma, sagði að fyrirhuguð brottvísun Uhunoma væri sér mjög þungbær. „Á persónulegu „leveli“ finnst mér hún [ákvörðun stjórnvalda] hræðileg og sorgleg. Uhunoma er vinur minn og ég vil ekki missa hann úr mínu lífi.“ Þá sagði Tómas að Uhunoma væri miður sín vegna málsins. „Þessi staða eins og hann er í núna fer mjög illa í hann. Hann er bara hræddur og finnur fyrir miklu óréttlæti þannig að við erum að reyna að styðja í gegnum þetta. Og gerum allt sem við getum til að hann fái að vera hérna.“ Hér fyrir neðan má sjá þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tók við undirskriftunum 45 þúsund fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glímir auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi. Efnt var til undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að stjórnvöld veittu Uhunoma alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Alls söfnuðust 45.744 undirskriftir. „Það sýnir að íslenska þjóðin taki mjög skýra afstöðu og sendi skýr skilaboð til stjórnvalda og það eru margir sem vilja að Uhonoma fái að vera hérna,“ sagði Tómas Manoury, vinur Uhunoma, í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Ívar Pétur Kjartansson og Tómas Manoury, vinir Uhunoma.Vísir/vilhelm Ívar Pétur Kjartansson, annar vinur Uhunoma, sagði að fyrirhuguð brottvísun Uhunoma væri sér mjög þungbær. „Á persónulegu „leveli“ finnst mér hún [ákvörðun stjórnvalda] hræðileg og sorgleg. Uhunoma er vinur minn og ég vil ekki missa hann úr mínu lífi.“ Þá sagði Tómas að Uhunoma væri miður sín vegna málsins. „Þessi staða eins og hann er í núna fer mjög illa í hann. Hann er bara hræddur og finnur fyrir miklu óréttlæti þannig að við erum að reyna að styðja í gegnum þetta. Og gerum allt sem við getum til að hann fái að vera hérna.“ Hér fyrir neðan má sjá þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tók við undirskriftunum 45 þúsund fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01
Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05