Sextán teknir fyrir brot á sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 19:14 Á einungis nokkrum vikum, eða frá 1. janúar til 5. febrúar, voru sextán einstaklingar sektaðir vegna brota á sóttkví eftir komuna til landsins. Þessir sextán einstaklingar tengjast ellefu málum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fleiri mál hafa ratað á borð lögreglu frá 5. febrúar en þau hafa ekki enn verið tekin saman í gagnagrunni lögreglu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði þar sem lagðar eru til hertar aðgerðir á landamærunum. Minnisblaðið er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og ráðherra mun væntanlega kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Minnisblaðið hefur ekki verið birt en Þórólfur hefur sagt að til skoðunar sé að krefja fólk um neikvætt covid-vottorð við komuna til landsins. Einnig að skerpa eftirlit við landamærin. „Það eru ákveðnar breytingar á skráningarformum, það eru ákveðnar breytingar við eftirlit, það er stífara eftirlit með hverjum einasta einstakling sem kemur til landsins þannig að gefinn sé meiri tími til að fara yfir málin og tryggja það að menn séu vel upplýstir og skilji þær reglur sem eru í gildi,“ segir Víðir Reynisson. „Allt kallar þetta á mannskap sem við þurfum að hafa.“ Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að á dögunum hafi erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví ferðast austur um Suðurland á puttanum. Honum var gert að greiða sekt vegna brots síns. Víðir segir þessi mál allt of mörg. „Þetta er mjög mikið og líka miðað við það að fjöldi þeirra sem er að koma til landsins er nú ekki gríðarlegur. Það er komið niður í 130 að meðaltali á dag.“ Einn sem braut reglur um sóttkví reyndist smitaður af kórónuveirunni en engin önnur smit hafa þó verið rakin til hans að sögn Víðis. „Það eru nokkur tilvik þar sem fólk hefur þvælst mjög víða og farið um landið. En sem betur fer erum við held ég ekki með nein tilvik þar sem aðilar hafa smitast út frá þessum brotum.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að herða tökin á landamærunum. „Ég minni á það að þessi þriðja bylgja byrjaði þannig að það leið mánuður frá því að viðkomandi greindist á landamærunum og þangað til að við fengum allt í einu þessa bylgju. Þetta getur gerst hratt og það getur tekið ákveðinn tíma að koma í ljós,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þessir sextán einstaklingar tengjast ellefu málum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fleiri mál hafa ratað á borð lögreglu frá 5. febrúar en þau hafa ekki enn verið tekin saman í gagnagrunni lögreglu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði þar sem lagðar eru til hertar aðgerðir á landamærunum. Minnisblaðið er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og ráðherra mun væntanlega kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Minnisblaðið hefur ekki verið birt en Þórólfur hefur sagt að til skoðunar sé að krefja fólk um neikvætt covid-vottorð við komuna til landsins. Einnig að skerpa eftirlit við landamærin. „Það eru ákveðnar breytingar á skráningarformum, það eru ákveðnar breytingar við eftirlit, það er stífara eftirlit með hverjum einasta einstakling sem kemur til landsins þannig að gefinn sé meiri tími til að fara yfir málin og tryggja það að menn séu vel upplýstir og skilji þær reglur sem eru í gildi,“ segir Víðir Reynisson. „Allt kallar þetta á mannskap sem við þurfum að hafa.“ Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að á dögunum hafi erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví ferðast austur um Suðurland á puttanum. Honum var gert að greiða sekt vegna brots síns. Víðir segir þessi mál allt of mörg. „Þetta er mjög mikið og líka miðað við það að fjöldi þeirra sem er að koma til landsins er nú ekki gríðarlegur. Það er komið niður í 130 að meðaltali á dag.“ Einn sem braut reglur um sóttkví reyndist smitaður af kórónuveirunni en engin önnur smit hafa þó verið rakin til hans að sögn Víðis. „Það eru nokkur tilvik þar sem fólk hefur þvælst mjög víða og farið um landið. En sem betur fer erum við held ég ekki með nein tilvik þar sem aðilar hafa smitast út frá þessum brotum.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að herða tökin á landamærunum. „Ég minni á það að þessi þriðja bylgja byrjaði þannig að það leið mánuður frá því að viðkomandi greindist á landamærunum og þangað til að við fengum allt í einu þessa bylgju. Þetta getur gerst hratt og það getur tekið ákveðinn tíma að koma í ljós,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira