Vænta þess að tæplega 190 þúsund verði bólusettir fyrir lok júní Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 17:15 Lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir mættu í bólusetningu í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund einstaklinga við Covid-19 á Íslandi fyrir lok júní með þeim bóluefnum sem eru komin í notkun hér á landi. Að sögn stjórnvalda munar mestu um aukna framleiðslugetu AstraZeneca og nýjan samning Evrópusambandsins við Pfizer sem tryggir Íslandi bóluefni fyrir 25 til 30 þúsund manns strax á öðrum ársfjórðungi til viðbótar við fyrri samninga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að gert sé ráð fyrir að Ísland undirriti samning um aukið magn bóluefna frá Pfizer á grundvelli nýs samnings Evrópusambandsins fyrir lok þessarar viku. Greint var frá því um helgina að Evrópusambandið hafi gert viðbótarsamning við Pfizer um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni. Auk þess hefur AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent í apríl, maí og júní. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn Covid-19 fyrir lok sumars. 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning Alls verður rúmlega 280.000 einstaklingum boðin bólusetning hér á landi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri. Vænta má bóluefna frá fleiri lyfjaframleiðendum á öðrum ársfjórðungi að því gefnu að þeim verði veitt markaðsleyfi á næstunni eins og að er stefnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann vonaðist til að stærstur hluti þjóðarinnar verði búinn að fá bólusetningu í sumar. Hann lagði þó áherslu á að dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna liggi ekki fyrir nema út marsmánuð að svo stöddu. „Samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars. Þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum.“ Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa sagt að útlit sé fyrir að búið verði að bólusetja meirihluta landsmanna um mitt ár og að afhending bóluefna muni aukast eftir mars. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Vinna að bólusetningadagatali Fram kemur í tilkynningu Stjórnarráðsins að sóttvarnalæknir vinni nú að gerð bólusetningadagatals á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um afhendingu bóluefna. „Þar verða birtar upplýsingar um forgangshópa og hvenær einstaklingar í hverjum hópi geta vænst þess að fá boð um bólusetningu. Þessum upplýsingum er fyrst og fremst ætlað að veita fólki grófar upplýsingar um framvindu bólusetninga gegn COVID-19 hér á landi.“ Sambærileg dagatöl hafa verið útbúin af heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku og Noregi. Beðið eftir að fleiri framleiðendur fái markaðsleyfi Heilbrigðisyfirvöld reikna með því að Evrópska lyfjastofnunin leggi mat á bóluefni Janssen og Curevac innan skamms en mat hennar er forsenda markaðsleyfis. Áætlað er að afhending þessara bóluefna geti hafist á öðrum fjórðungi ársins en ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar frá framleiðendunum um magn. Þar að auki er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sögð vera að leggja lokahönd á samning um kaup á bóluefni frá Novavax sem Ísland getur fengið hlutdeild í á sömu forsendum og gilt hafa um aðra samninga Evrópusamstarfsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Samantekt heilbrigðisráðuneytisins á stöðu samninga um kaup á bóluefni við Covid-19 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefnið frá Pfizer fækkar einkennavaldandi smitum um 94 prósent Ef marka má rannsóknir ísrelskra heilbrigðisyfirvalda fækkar bóluefnið frá Pfizer einkennavaldandi smitum af völdum Covid-19 um 94 prósent. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum um 1,2 milljónir einstaklinga en helmingurinn var bólusettur. 15. febrúar 2021 12:34 Hefja rannsókn á áhrifum bóluefnisins frá AstraZeneca á börn Til stendur að prófa áhrif bóluefnins frá AstraZeneca á börnum í nýrri rannsókn. Þátttakendur verða 300 talsins, á aldrinum sex til sautján ára. Bólusetningar hefjast í þessum mánuði. 13. febrúar 2021 10:39 Bólusetja sjötíu prósent fyrir sumarlok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn kórónuveirunni fyrir lok sumars. 12. febrúar 2021 20:01 Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. 12. febrúar 2021 16:44 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Að sögn stjórnvalda munar mestu um aukna framleiðslugetu AstraZeneca og nýjan samning Evrópusambandsins við Pfizer sem tryggir Íslandi bóluefni fyrir 25 til 30 þúsund manns strax á öðrum ársfjórðungi til viðbótar við fyrri samninga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að gert sé ráð fyrir að Ísland undirriti samning um aukið magn bóluefna frá Pfizer á grundvelli nýs samnings Evrópusambandsins fyrir lok þessarar viku. Greint var frá því um helgina að Evrópusambandið hafi gert viðbótarsamning við Pfizer um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni. Auk þess hefur AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent í apríl, maí og júní. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn Covid-19 fyrir lok sumars. 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning Alls verður rúmlega 280.000 einstaklingum boðin bólusetning hér á landi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri. Vænta má bóluefna frá fleiri lyfjaframleiðendum á öðrum ársfjórðungi að því gefnu að þeim verði veitt markaðsleyfi á næstunni eins og að er stefnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann vonaðist til að stærstur hluti þjóðarinnar verði búinn að fá bólusetningu í sumar. Hann lagði þó áherslu á að dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna liggi ekki fyrir nema út marsmánuð að svo stöddu. „Samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars. Þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum.“ Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa sagt að útlit sé fyrir að búið verði að bólusetja meirihluta landsmanna um mitt ár og að afhending bóluefna muni aukast eftir mars. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Vinna að bólusetningadagatali Fram kemur í tilkynningu Stjórnarráðsins að sóttvarnalæknir vinni nú að gerð bólusetningadagatals á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um afhendingu bóluefna. „Þar verða birtar upplýsingar um forgangshópa og hvenær einstaklingar í hverjum hópi geta vænst þess að fá boð um bólusetningu. Þessum upplýsingum er fyrst og fremst ætlað að veita fólki grófar upplýsingar um framvindu bólusetninga gegn COVID-19 hér á landi.“ Sambærileg dagatöl hafa verið útbúin af heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku og Noregi. Beðið eftir að fleiri framleiðendur fái markaðsleyfi Heilbrigðisyfirvöld reikna með því að Evrópska lyfjastofnunin leggi mat á bóluefni Janssen og Curevac innan skamms en mat hennar er forsenda markaðsleyfis. Áætlað er að afhending þessara bóluefna geti hafist á öðrum fjórðungi ársins en ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar frá framleiðendunum um magn. Þar að auki er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sögð vera að leggja lokahönd á samning um kaup á bóluefni frá Novavax sem Ísland getur fengið hlutdeild í á sömu forsendum og gilt hafa um aðra samninga Evrópusamstarfsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Samantekt heilbrigðisráðuneytisins á stöðu samninga um kaup á bóluefni við Covid-19
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefnið frá Pfizer fækkar einkennavaldandi smitum um 94 prósent Ef marka má rannsóknir ísrelskra heilbrigðisyfirvalda fækkar bóluefnið frá Pfizer einkennavaldandi smitum af völdum Covid-19 um 94 prósent. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum um 1,2 milljónir einstaklinga en helmingurinn var bólusettur. 15. febrúar 2021 12:34 Hefja rannsókn á áhrifum bóluefnisins frá AstraZeneca á börn Til stendur að prófa áhrif bóluefnins frá AstraZeneca á börnum í nýrri rannsókn. Þátttakendur verða 300 talsins, á aldrinum sex til sautján ára. Bólusetningar hefjast í þessum mánuði. 13. febrúar 2021 10:39 Bólusetja sjötíu prósent fyrir sumarlok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn kórónuveirunni fyrir lok sumars. 12. febrúar 2021 20:01 Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. 12. febrúar 2021 16:44 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Bóluefnið frá Pfizer fækkar einkennavaldandi smitum um 94 prósent Ef marka má rannsóknir ísrelskra heilbrigðisyfirvalda fækkar bóluefnið frá Pfizer einkennavaldandi smitum af völdum Covid-19 um 94 prósent. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum um 1,2 milljónir einstaklinga en helmingurinn var bólusettur. 15. febrúar 2021 12:34
Hefja rannsókn á áhrifum bóluefnisins frá AstraZeneca á börn Til stendur að prófa áhrif bóluefnins frá AstraZeneca á börnum í nýrri rannsókn. Þátttakendur verða 300 talsins, á aldrinum sex til sautján ára. Bólusetningar hefjast í þessum mánuði. 13. febrúar 2021 10:39
Bólusetja sjötíu prósent fyrir sumarlok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn kórónuveirunni fyrir lok sumars. 12. febrúar 2021 20:01
Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. 12. febrúar 2021 16:44