Pútín hefur áhuga á stafrænu fundarboði Musks Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2021 15:51 Vladimír Pútín og Elon Musk. Vísir/EPA Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áhuga á því að ræða við auðjöfurinn Elon Musk, eftir að sá síðarnefndi bauð forsetanum í netspjall. Þetta sagði talsmaður Pútíns í dag en sagði að forsetinn þyrfti frekari upplýsingar. Málið má rekja til þess að um helgina tísti Musk, sem er ríkasti maður heims, spurningu til Twitterreiknings forsetaembættis Rússlands og spurði hvort forsetinn væri til í spjall í gegnum forritið Clubhouse. Hann bætti svo við á rússnesku að það væri mikill heiður að fá að tala við Pútín. — Elon Musk (@elonmusk) February 13, 2021 Clubhouse er tiltölulega nýr samfélagsmiðill þar sem fólk getur rætt saman á stafrænum sviðum þar sem notendur geta hlustað á samræðurnar. Umræðurnar fara eingöngu fram með hljóði. Miðillinn er enn sem komið er eingöngu aðgengilegur í tæki Appe en hefur verið að njóta mikillar athygli. Notendur þurfa þó að fá boð frá öðrum aðila sem hefur þegar gerst notandi. Dimitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði blaðamönnum í dag að boð Musk væri „mjög áhugavert“. Hann sagðist þó þurfa frekari upplýsingar um hvað Musk væri að leggja til, áður en hægt verður að samþykkja eða hafna boðinu. Peskov sagði einnig að Pútín, sem starfaði á árum áður hjá KBG, leyniþjónustu Sovétríkjanna, og hefur sagt Internetið á vegum CIA, notaðist ekki sjálfur við samfélagsmiðla. Musk lýsti því nýverið yfir að hann og rapparinn Kanye West hefðu mælt sér mót á Clubhouse en ekki liggur fyrir hvenær fundur þeirra mun fara fram. Rússland Tesla Bandaríkin Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Málið má rekja til þess að um helgina tísti Musk, sem er ríkasti maður heims, spurningu til Twitterreiknings forsetaembættis Rússlands og spurði hvort forsetinn væri til í spjall í gegnum forritið Clubhouse. Hann bætti svo við á rússnesku að það væri mikill heiður að fá að tala við Pútín. — Elon Musk (@elonmusk) February 13, 2021 Clubhouse er tiltölulega nýr samfélagsmiðill þar sem fólk getur rætt saman á stafrænum sviðum þar sem notendur geta hlustað á samræðurnar. Umræðurnar fara eingöngu fram með hljóði. Miðillinn er enn sem komið er eingöngu aðgengilegur í tæki Appe en hefur verið að njóta mikillar athygli. Notendur þurfa þó að fá boð frá öðrum aðila sem hefur þegar gerst notandi. Dimitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði blaðamönnum í dag að boð Musk væri „mjög áhugavert“. Hann sagðist þó þurfa frekari upplýsingar um hvað Musk væri að leggja til, áður en hægt verður að samþykkja eða hafna boðinu. Peskov sagði einnig að Pútín, sem starfaði á árum áður hjá KBG, leyniþjónustu Sovétríkjanna, og hefur sagt Internetið á vegum CIA, notaðist ekki sjálfur við samfélagsmiðla. Musk lýsti því nýverið yfir að hann og rapparinn Kanye West hefðu mælt sér mót á Clubhouse en ekki liggur fyrir hvenær fundur þeirra mun fara fram.
Rússland Tesla Bandaríkin Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira