Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 14:32 Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúa Seyðisfjarðar hafa brugðist við ástandinu í bænum af fádæma æðruleysi. Hann á ekki von á að öryggistilfinning bæjarbúa komi fyrr en nýtt hættumat liggi fyrir. Vísir/Egill Aðalsteinsson/ Vilhelm Gunnarsson Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Í morgun bárust þær fréttir að Veðurstofa Íslands hefði aflétt hættustigi vegna snjóflóðahættu. Fólk, til heimilis á reitum 4 og 6 skv. rýmingakorti, fékk því að snúa aftur til síns heima. Í dag er útlit fyrir að verði úrkomulítið á Austurlandi en áfram verður þó hlýtt í veðri með áframhaldandi leysingu. Af þeim sökum verður óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi enn um sinn. Klukkan fimm síðdegis er á dagskrá íbúafundur sem verður streymt á Facebooksíðu Múlaþings þar sem fólk verður upplýst um stöðu mála. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúafundina mikilvægir til að halda öllum upplýstum og á sömu blaðsíðu. „Ég held margir séu orðnir langþreyttir á ástandinu en hins vegar eru Seyðfirðingar hörkutól. Þetta er náttúrulega ástand – yfirvofandi snjóflóðahætta – sem margir íbúanna hafa búið við árum saman og það kannski auðveldar þeim að takast á við þetta. Nú leggjast allir á eitt að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eftir það sem á undan er gengið.“ Verkefnið fram undan sé að nýta hvert tækifæri sem gefst til áframhaldandi hreinsunar-og uppbyggingarstarfs. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er að við komum aftur undir okkur fótunum í atvinnulífinu; að við komum aftur af stað þessu öfluga og fjölbreytta atvinnulífi sem var og er á Seyðisfirði. Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Gauti segir að margir hafi glatað sinni öryggistilfinningu þegar aurskriðurnar féllu með mikilli eyðileggingu í desember. Viðbragðsaðilar og stofnanir sem að málum koma hafi staðið sig vel. „Þessi viðbótarvöktun sem er í gangi hérna verður til þess að auka öryggi íbúanna. En fullkomið öryggi og fullkomin ró næst ekki fyrr en búið verður að komast til botns í þessu nýja hættumati. Og við bara bíðum eftir niðurstöðum þess.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Í morgun bárust þær fréttir að Veðurstofa Íslands hefði aflétt hættustigi vegna snjóflóðahættu. Fólk, til heimilis á reitum 4 og 6 skv. rýmingakorti, fékk því að snúa aftur til síns heima. Í dag er útlit fyrir að verði úrkomulítið á Austurlandi en áfram verður þó hlýtt í veðri með áframhaldandi leysingu. Af þeim sökum verður óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi enn um sinn. Klukkan fimm síðdegis er á dagskrá íbúafundur sem verður streymt á Facebooksíðu Múlaþings þar sem fólk verður upplýst um stöðu mála. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúafundina mikilvægir til að halda öllum upplýstum og á sömu blaðsíðu. „Ég held margir séu orðnir langþreyttir á ástandinu en hins vegar eru Seyðfirðingar hörkutól. Þetta er náttúrulega ástand – yfirvofandi snjóflóðahætta – sem margir íbúanna hafa búið við árum saman og það kannski auðveldar þeim að takast á við þetta. Nú leggjast allir á eitt að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eftir það sem á undan er gengið.“ Verkefnið fram undan sé að nýta hvert tækifæri sem gefst til áframhaldandi hreinsunar-og uppbyggingarstarfs. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er að við komum aftur undir okkur fótunum í atvinnulífinu; að við komum aftur af stað þessu öfluga og fjölbreytta atvinnulífi sem var og er á Seyðisfirði. Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Gauti segir að margir hafi glatað sinni öryggistilfinningu þegar aurskriðurnar féllu með mikilli eyðileggingu í desember. Viðbragðsaðilar og stofnanir sem að málum koma hafi staðið sig vel. „Þessi viðbótarvöktun sem er í gangi hérna verður til þess að auka öryggi íbúanna. En fullkomið öryggi og fullkomin ró næst ekki fyrr en búið verður að komast til botns í þessu nýja hættumati. Og við bara bíðum eftir niðurstöðum þess.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52
215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20
Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23