Hvetja til skimana vegna lungnakrabba: Sneiðmyndtaka greinir 70 prósent meina á frumstigum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:49 Lungnakrabbamein má oftast rekja til reykinga. Viðamikil rannsókn á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar hefur leitt í ljós að með því að skima fyrir lungnakrabbameinum með tölvusneiðmyndatöku má finna 70 prósent meina áður en þau verða ólæknandi. Sérfræðingar í Bretlandi hafa kallað eftir skimun eftir lungnakrabbameini meðal reykingarfólks og þeirra sem reyktu en hafa hætt. Segja þeir að þannig mætti fækka mjög þeim sem deyja af völdum meinsins. Árlega greinast 48 þúsund manns á Bretlandseyjum með krabbamein í lungum og 35.100 deyja af völdum þess. Það jafngildir 96 dauðsföllum á hverjum degi. Það er erfitt að greina lungnakrabbamein og því finnst það oft ekki fyrr en það er langt komið; á þriðja eða fjórða stigi. Svokölluð Summit-rannsókn, sem unnin var af sérfræðingum við University College London Hospital NHS Trust, bendir hins vegar til þess að hægt sé að greina meinin á fyrri stigum með því að bjóða þeim sem reykja eða reyktu áður að gangast undir tölvusneiðmyndatöku. Hvetja til skimana Guardian hefur eftir Sam Janes, einum vísindamannanna sem fóru fyrir rannsókninni, að af þeim sjúklingum sem hann er vanur að vinna með séu sjö af hverjum tíu með ólæknandi krabbamein en af þeim krabbameinum sem fundust í Summit-rannsókninni séu sjö af hverjum tíu mögulega læknanleg. Janes og teymið hans greindu 180 tilfelli lungnakrabbameins meðal 12.100 þátttakenda á aldrinum 55 til 78 ára. Af þessum 180 krabbameinstilfellum reyndust 70 prósent fyrsta eða annars stigs. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld ættu að grípa til skimana fyrir lungnakrabbameini meðal áhættuhópa, líkt og gert er með brjóstakrabbamein, leghálskrabbamein og ristilkrabbamein. Talið er að skimun gæti fækkað dauðsföllum af völdum lungnakrabbameins um 25 prósent meðal karla og 30 til 40 prósent meðal kvenna. Guardian fjallar ítarlega um málið. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Sérfræðingar í Bretlandi hafa kallað eftir skimun eftir lungnakrabbameini meðal reykingarfólks og þeirra sem reyktu en hafa hætt. Segja þeir að þannig mætti fækka mjög þeim sem deyja af völdum meinsins. Árlega greinast 48 þúsund manns á Bretlandseyjum með krabbamein í lungum og 35.100 deyja af völdum þess. Það jafngildir 96 dauðsföllum á hverjum degi. Það er erfitt að greina lungnakrabbamein og því finnst það oft ekki fyrr en það er langt komið; á þriðja eða fjórða stigi. Svokölluð Summit-rannsókn, sem unnin var af sérfræðingum við University College London Hospital NHS Trust, bendir hins vegar til þess að hægt sé að greina meinin á fyrri stigum með því að bjóða þeim sem reykja eða reyktu áður að gangast undir tölvusneiðmyndatöku. Hvetja til skimana Guardian hefur eftir Sam Janes, einum vísindamannanna sem fóru fyrir rannsókninni, að af þeim sjúklingum sem hann er vanur að vinna með séu sjö af hverjum tíu með ólæknandi krabbamein en af þeim krabbameinum sem fundust í Summit-rannsókninni séu sjö af hverjum tíu mögulega læknanleg. Janes og teymið hans greindu 180 tilfelli lungnakrabbameins meðal 12.100 þátttakenda á aldrinum 55 til 78 ára. Af þessum 180 krabbameinstilfellum reyndust 70 prósent fyrsta eða annars stigs. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld ættu að grípa til skimana fyrir lungnakrabbameini meðal áhættuhópa, líkt og gert er með brjóstakrabbamein, leghálskrabbamein og ristilkrabbamein. Talið er að skimun gæti fækkað dauðsföllum af völdum lungnakrabbameins um 25 prósent meðal karla og 30 til 40 prósent meðal kvenna. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira