Hvetja til skimana vegna lungnakrabba: Sneiðmyndtaka greinir 70 prósent meina á frumstigum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:49 Lungnakrabbamein má oftast rekja til reykinga. Viðamikil rannsókn á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar hefur leitt í ljós að með því að skima fyrir lungnakrabbameinum með tölvusneiðmyndatöku má finna 70 prósent meina áður en þau verða ólæknandi. Sérfræðingar í Bretlandi hafa kallað eftir skimun eftir lungnakrabbameini meðal reykingarfólks og þeirra sem reyktu en hafa hætt. Segja þeir að þannig mætti fækka mjög þeim sem deyja af völdum meinsins. Árlega greinast 48 þúsund manns á Bretlandseyjum með krabbamein í lungum og 35.100 deyja af völdum þess. Það jafngildir 96 dauðsföllum á hverjum degi. Það er erfitt að greina lungnakrabbamein og því finnst það oft ekki fyrr en það er langt komið; á þriðja eða fjórða stigi. Svokölluð Summit-rannsókn, sem unnin var af sérfræðingum við University College London Hospital NHS Trust, bendir hins vegar til þess að hægt sé að greina meinin á fyrri stigum með því að bjóða þeim sem reykja eða reyktu áður að gangast undir tölvusneiðmyndatöku. Hvetja til skimana Guardian hefur eftir Sam Janes, einum vísindamannanna sem fóru fyrir rannsókninni, að af þeim sjúklingum sem hann er vanur að vinna með séu sjö af hverjum tíu með ólæknandi krabbamein en af þeim krabbameinum sem fundust í Summit-rannsókninni séu sjö af hverjum tíu mögulega læknanleg. Janes og teymið hans greindu 180 tilfelli lungnakrabbameins meðal 12.100 þátttakenda á aldrinum 55 til 78 ára. Af þessum 180 krabbameinstilfellum reyndust 70 prósent fyrsta eða annars stigs. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld ættu að grípa til skimana fyrir lungnakrabbameini meðal áhættuhópa, líkt og gert er með brjóstakrabbamein, leghálskrabbamein og ristilkrabbamein. Talið er að skimun gæti fækkað dauðsföllum af völdum lungnakrabbameins um 25 prósent meðal karla og 30 til 40 prósent meðal kvenna. Guardian fjallar ítarlega um málið. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sérfræðingar í Bretlandi hafa kallað eftir skimun eftir lungnakrabbameini meðal reykingarfólks og þeirra sem reyktu en hafa hætt. Segja þeir að þannig mætti fækka mjög þeim sem deyja af völdum meinsins. Árlega greinast 48 þúsund manns á Bretlandseyjum með krabbamein í lungum og 35.100 deyja af völdum þess. Það jafngildir 96 dauðsföllum á hverjum degi. Það er erfitt að greina lungnakrabbamein og því finnst það oft ekki fyrr en það er langt komið; á þriðja eða fjórða stigi. Svokölluð Summit-rannsókn, sem unnin var af sérfræðingum við University College London Hospital NHS Trust, bendir hins vegar til þess að hægt sé að greina meinin á fyrri stigum með því að bjóða þeim sem reykja eða reyktu áður að gangast undir tölvusneiðmyndatöku. Hvetja til skimana Guardian hefur eftir Sam Janes, einum vísindamannanna sem fóru fyrir rannsókninni, að af þeim sjúklingum sem hann er vanur að vinna með séu sjö af hverjum tíu með ólæknandi krabbamein en af þeim krabbameinum sem fundust í Summit-rannsókninni séu sjö af hverjum tíu mögulega læknanleg. Janes og teymið hans greindu 180 tilfelli lungnakrabbameins meðal 12.100 þátttakenda á aldrinum 55 til 78 ára. Af þessum 180 krabbameinstilfellum reyndust 70 prósent fyrsta eða annars stigs. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld ættu að grípa til skimana fyrir lungnakrabbameini meðal áhættuhópa, líkt og gert er með brjóstakrabbamein, leghálskrabbamein og ristilkrabbamein. Talið er að skimun gæti fækkað dauðsföllum af völdum lungnakrabbameins um 25 prósent meðal karla og 30 til 40 prósent meðal kvenna. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira