Hvetja til skimana vegna lungnakrabba: Sneiðmyndtaka greinir 70 prósent meina á frumstigum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:49 Lungnakrabbamein má oftast rekja til reykinga. Viðamikil rannsókn á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar hefur leitt í ljós að með því að skima fyrir lungnakrabbameinum með tölvusneiðmyndatöku má finna 70 prósent meina áður en þau verða ólæknandi. Sérfræðingar í Bretlandi hafa kallað eftir skimun eftir lungnakrabbameini meðal reykingarfólks og þeirra sem reyktu en hafa hætt. Segja þeir að þannig mætti fækka mjög þeim sem deyja af völdum meinsins. Árlega greinast 48 þúsund manns á Bretlandseyjum með krabbamein í lungum og 35.100 deyja af völdum þess. Það jafngildir 96 dauðsföllum á hverjum degi. Það er erfitt að greina lungnakrabbamein og því finnst það oft ekki fyrr en það er langt komið; á þriðja eða fjórða stigi. Svokölluð Summit-rannsókn, sem unnin var af sérfræðingum við University College London Hospital NHS Trust, bendir hins vegar til þess að hægt sé að greina meinin á fyrri stigum með því að bjóða þeim sem reykja eða reyktu áður að gangast undir tölvusneiðmyndatöku. Hvetja til skimana Guardian hefur eftir Sam Janes, einum vísindamannanna sem fóru fyrir rannsókninni, að af þeim sjúklingum sem hann er vanur að vinna með séu sjö af hverjum tíu með ólæknandi krabbamein en af þeim krabbameinum sem fundust í Summit-rannsókninni séu sjö af hverjum tíu mögulega læknanleg. Janes og teymið hans greindu 180 tilfelli lungnakrabbameins meðal 12.100 þátttakenda á aldrinum 55 til 78 ára. Af þessum 180 krabbameinstilfellum reyndust 70 prósent fyrsta eða annars stigs. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld ættu að grípa til skimana fyrir lungnakrabbameini meðal áhættuhópa, líkt og gert er með brjóstakrabbamein, leghálskrabbamein og ristilkrabbamein. Talið er að skimun gæti fækkað dauðsföllum af völdum lungnakrabbameins um 25 prósent meðal karla og 30 til 40 prósent meðal kvenna. Guardian fjallar ítarlega um málið. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Sérfræðingar í Bretlandi hafa kallað eftir skimun eftir lungnakrabbameini meðal reykingarfólks og þeirra sem reyktu en hafa hætt. Segja þeir að þannig mætti fækka mjög þeim sem deyja af völdum meinsins. Árlega greinast 48 þúsund manns á Bretlandseyjum með krabbamein í lungum og 35.100 deyja af völdum þess. Það jafngildir 96 dauðsföllum á hverjum degi. Það er erfitt að greina lungnakrabbamein og því finnst það oft ekki fyrr en það er langt komið; á þriðja eða fjórða stigi. Svokölluð Summit-rannsókn, sem unnin var af sérfræðingum við University College London Hospital NHS Trust, bendir hins vegar til þess að hægt sé að greina meinin á fyrri stigum með því að bjóða þeim sem reykja eða reyktu áður að gangast undir tölvusneiðmyndatöku. Hvetja til skimana Guardian hefur eftir Sam Janes, einum vísindamannanna sem fóru fyrir rannsókninni, að af þeim sjúklingum sem hann er vanur að vinna með séu sjö af hverjum tíu með ólæknandi krabbamein en af þeim krabbameinum sem fundust í Summit-rannsókninni séu sjö af hverjum tíu mögulega læknanleg. Janes og teymið hans greindu 180 tilfelli lungnakrabbameins meðal 12.100 þátttakenda á aldrinum 55 til 78 ára. Af þessum 180 krabbameinstilfellum reyndust 70 prósent fyrsta eða annars stigs. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld ættu að grípa til skimana fyrir lungnakrabbameini meðal áhættuhópa, líkt og gert er með brjóstakrabbamein, leghálskrabbamein og ristilkrabbamein. Talið er að skimun gæti fækkað dauðsföllum af völdum lungnakrabbameins um 25 prósent meðal karla og 30 til 40 prósent meðal kvenna. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira