Varalitur er staðalbúnaður í hesthúsinu og á hestbaki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. febrúar 2021 20:11 Katrín Stefánsdóttir, 75 ára hestakona í Þorlákshöfn, sem lifir fyrri hestana sína og að vera vel varalituð þegar hún fer til þeirra í hesthúsið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Varalitur og helst mikið af honum er staðalbúnaður hjá Katrínu Stefánsdóttur, 75 ára hestakonu í Þorlákshöfn en hún segist aldrei fara út í hesthús eða á hestbak nema með varalit. Katrín er með nokkra hesta í hesthúsahverfinu í Þorlákshöfn en hún fer í hesthúsið á hverjum degi, oft tvisvar á dag, auk þess sem hún er dugleg að ríða út. Hún fer þó aldrei í hesthúsið eða á bak án þess að vera búin að varalita sig en hún er með spegil og varalit í hesthúsinu hafi hún gleymt að varalita sig áður en hún mætti þangað eða sé hún ekki nægilega vel varalituð. „Ég fer alltaf varalituð í hesthúsið og á hestbak og svo verður maður náttúrulega að hafa spegil í fullri stærð til að geta skoðað sig, hvort þetta sé boðlegt. Þetta er skemmtilegt, ég skemmti mér eiginlega hvergi betur en hérna út í hesthúsi,“ segir Katrín og hlær. Háfeti og Katrín hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín hefur unnið til fjölmargra verðlauna í hestamennsku á allskonar mótum í gegnum árin hennar enda er kaffistofan hennar í hesthúsinu meira og minna full af verðlaunagripum. Flest verðlaunin hefur hún unnið á gæðingnum sínum Háfeta, sem er 16 vetra og mjög faxprúður. „Við erum náttúrlega ekkert í fínu flokkunum, það er ekki svoleiðis, enda er ég orðinn svo gömul, hvað heldur þú að ég geti verið að keppa við þessa gæja, ég gerði það einu sinni. Nei, nei, ég er ekkert gömul, ég segi allavega að það sé engin eldri en hann vill verða, svoleiðis er nú á það. Á meðan ég hef gaman af þessu og get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Katrín enn fremur. árin. Hluti af verðlaunasafni Katrínar í hesthúsinu hennar í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Katrín er með nokkra hesta í hesthúsahverfinu í Þorlákshöfn en hún fer í hesthúsið á hverjum degi, oft tvisvar á dag, auk þess sem hún er dugleg að ríða út. Hún fer þó aldrei í hesthúsið eða á bak án þess að vera búin að varalita sig en hún er með spegil og varalit í hesthúsinu hafi hún gleymt að varalita sig áður en hún mætti þangað eða sé hún ekki nægilega vel varalituð. „Ég fer alltaf varalituð í hesthúsið og á hestbak og svo verður maður náttúrulega að hafa spegil í fullri stærð til að geta skoðað sig, hvort þetta sé boðlegt. Þetta er skemmtilegt, ég skemmti mér eiginlega hvergi betur en hérna út í hesthúsi,“ segir Katrín og hlær. Háfeti og Katrín hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín hefur unnið til fjölmargra verðlauna í hestamennsku á allskonar mótum í gegnum árin hennar enda er kaffistofan hennar í hesthúsinu meira og minna full af verðlaunagripum. Flest verðlaunin hefur hún unnið á gæðingnum sínum Háfeta, sem er 16 vetra og mjög faxprúður. „Við erum náttúrlega ekkert í fínu flokkunum, það er ekki svoleiðis, enda er ég orðinn svo gömul, hvað heldur þú að ég geti verið að keppa við þessa gæja, ég gerði það einu sinni. Nei, nei, ég er ekkert gömul, ég segi allavega að það sé engin eldri en hann vill verða, svoleiðis er nú á það. Á meðan ég hef gaman af þessu og get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Katrín enn fremur. árin. Hluti af verðlaunasafni Katrínar í hesthúsinu hennar í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira