Þetta er í annað sinn í dag sem flóð fellur á vegi á Austfjörðum í dag að því er fram kemur í tilkynningunni en Vegagerðin vinnur nú að því að ryðja veginn svo unnt sé að opna hann.
Þjóðvegur 1 í Fáskrúðsfirði er lokaður tímabundið vegna krapaflóðs. Unnið er að hreinsun. #lokað
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 14, 2021
Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag í dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu frá því í gær og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega upp á fjallatoppa. Til stóð að funda aftur nú í kvöld og er óvissuástand enn í gildi.