Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 13:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði sýknu Trumps í öldungadeild Bandaríkjanna áminningu um að lýðræðið sé brothætt. Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til dáða í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta er annað skiptið sem Trump er ákærður fyrir embættisbrot, en forseti Bandaríkjanna hefur aðeins fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir slíkt. Réttarhöldunum yfir Trump í öldungadeild þingsins lauk í gær og var Trump sýknaður af ákærunni. 57 þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella hann en 43 gegn því. 67 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því að sakfella hann til þess að það yrði gert. Trump var ákærður fyrir að hafa með orðum sínum fyrir árásina á þinghúsið hvatt til og valdið árásinni, þar sem fimm létust. Málflutningsmenn Demókrata í réttarhöldunum færðu rök fyrir því að Trump hafi egnt múginn til ofbeldisverka með röngum fullyrðingum um að Demókratar hafi „stolið“ forsetakosningunum, það er beitt kosningasvindli og þannig sigrað forsetakosningarnar. „Mestu nornaveiðar í sögu landsins“ „Þó svo að atkvæðagreiðslan hafi ekki leitt til sakfellingar er alvarleiki málsins ekki deiluefni,“ sagði Biden í dag. „Þessi sorglegi kafli í sögu okkar minnir okkur á að lýðræðið er brothætt. Að við verðum alltaf að vernda það. Að við veðrum alltaf að vera vakandi. Að ofbeldi og öfgar eru ekki velkomin í Bandaríkjunum. Og það að hvert og eitt einasta okkar hefur skyldum að gegna, sem Bandaríkjamenn, og sérstaklega sem leiðtogar, að standa alltaf vörð um sannleikann og sigrast á lygum,“ sagði forsetinn. Biden hefur haldið töluverðri fjarlægð frá réttarhöldunum og er sagður ekki hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu. Aðstoðarmenn hans höfðu áhyggjur af því að réttarhöldin myndu trufla forsetann á fyrstu dögum hans í embætti. Trump brást sjálfur við niðurstöðu réttarhaldanna og sagði hann þau „enn eitt tímabilið í mestu nornaveiðum í sögu okkar lands.“ Hefði Trump verið sakfelldur hefði hann ekki getað boðið sig fram til foreta að nýju en Trump ýjaði að því í yfirlýsingu sinni að hans tíma í stjórnmálum sé ekki lokið. „Þessi sögulega, þjóðrækna og fallega hreyfing sem vill gera Bandaríkin frábær aftur (Make America Great Again) er rétt hafin,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til dáða í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta er annað skiptið sem Trump er ákærður fyrir embættisbrot, en forseti Bandaríkjanna hefur aðeins fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir slíkt. Réttarhöldunum yfir Trump í öldungadeild þingsins lauk í gær og var Trump sýknaður af ákærunni. 57 þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella hann en 43 gegn því. 67 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því að sakfella hann til þess að það yrði gert. Trump var ákærður fyrir að hafa með orðum sínum fyrir árásina á þinghúsið hvatt til og valdið árásinni, þar sem fimm létust. Málflutningsmenn Demókrata í réttarhöldunum færðu rök fyrir því að Trump hafi egnt múginn til ofbeldisverka með röngum fullyrðingum um að Demókratar hafi „stolið“ forsetakosningunum, það er beitt kosningasvindli og þannig sigrað forsetakosningarnar. „Mestu nornaveiðar í sögu landsins“ „Þó svo að atkvæðagreiðslan hafi ekki leitt til sakfellingar er alvarleiki málsins ekki deiluefni,“ sagði Biden í dag. „Þessi sorglegi kafli í sögu okkar minnir okkur á að lýðræðið er brothætt. Að við verðum alltaf að vernda það. Að við veðrum alltaf að vera vakandi. Að ofbeldi og öfgar eru ekki velkomin í Bandaríkjunum. Og það að hvert og eitt einasta okkar hefur skyldum að gegna, sem Bandaríkjamenn, og sérstaklega sem leiðtogar, að standa alltaf vörð um sannleikann og sigrast á lygum,“ sagði forsetinn. Biden hefur haldið töluverðri fjarlægð frá réttarhöldunum og er sagður ekki hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu. Aðstoðarmenn hans höfðu áhyggjur af því að réttarhöldin myndu trufla forsetann á fyrstu dögum hans í embætti. Trump brást sjálfur við niðurstöðu réttarhaldanna og sagði hann þau „enn eitt tímabilið í mestu nornaveiðum í sögu okkar lands.“ Hefði Trump verið sakfelldur hefði hann ekki getað boðið sig fram til foreta að nýju en Trump ýjaði að því í yfirlýsingu sinni að hans tíma í stjórnmálum sé ekki lokið. „Þessi sögulega, þjóðrækna og fallega hreyfing sem vill gera Bandaríkin frábær aftur (Make America Great Again) er rétt hafin,“ sagði forsetinn fyrrverandi.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33