Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 15:35 Helga Vala kemur til með að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Vilhelm Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. Alls tóku 280 þátt í atkvæðagreiðslu um listana. Þar af greiddu 79 prósent atkvæði með staðfestingu þeirra, 17,5 prósent greiddu atkvæði á móti og 3,5 prósent skiluðu auðu. Uppstillingarnefnd flokksins lagði til að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður og formaður velferðarnefndar, leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þá lagði nefndin til að Kristrún Frostadóttir hagfræðingur leiddi listann í Reykjavík suður. Þá lagði nefndin til að Rósa Björk Brynjólfsdóttir tæki annað sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Jóhann Páll Jóhannsson í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hugur í hópnum Í tilkynningu frá fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík er haft eftir Kristrúnu að spennandi tímar séu fram undan fyrir flokkinn. Hún sé þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. „Við stöndum á tímamótum í efnahagssögunni og ljóst að stefna stjórnvalda á næsta kjörtímabili mun hafa gífurleg áhrif á þróun efnahags-, velferðar- og loftslagsmála um áraraðir. Nú skiptir máli að Samfylkingin sé tilbúin að stíga fast til jarðar, leggi fram trúverðuga efnahagsáætlun sem byggir á fjárfestingu í mannauði jafnt sem efnislegum gæðum, og veiti skýran valkost fyrir almenning í kosningunum í haust. Ég stíg auðmjúk en ákveðin inn á hið pólitíska svið fyrir hönd Samfylkingarinnar og hlakka mikið til að vinna með flokknum,“ er haft eftir Kristrúnu. „Það er ótrúlegur hugur í þessum hópi sem skipar framboðslistann í Reykjavík, það er mikill lúxus að hafa svona fjölbreyttan hóp fólks sem er tilbúinn til þess að vinna að sigri Samfylkingarinnar í haust. Ég er þakklát flokksfólki í Reykjavík fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að hefja kosningabaráttuna strax á mánudag,“ er þá haft eftir Helgu Völu. Kristrún og Helga Vala leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir Fregnir hafa borist af því að nokkur ólga sé innan flokksins vegna tillagna nefndarinnar um uppstillingu. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, nú fyrrverandi varaþingmaður flokksins, sagði sig til að mynda úr flokknum á dögunum. Sagði hún vonbrigði að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af efsti fjórum sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Hér að neðan má sjá listann sem nefndin lagði til, og var samþykktur af fulltrúaráði: Reykjavík norður 1. Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður 2. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður 3. Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur 4. Magnús Árni Skjöld, dósent 5. Ragna Sigurðardóttir, forseti UJ og læknanemi 6. Finnur Birgisson, arkitekt 7. Ásta Guðrún Helgadóttir, ráðgjafi 8. Ásgeir Beinteinsson, fyrrverandi skólastjóri 9. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur 10. Sigfrús Ómar Höskuldsson, rekstrarfræðingur 11. Sonja Björg Jóhannsdóttir, deildarstjóri í leikskóla 12. Hallgrímur Helgason, rithöfundur 13. Alexanda Ýr, ritari Samfylkingarinnar 14. Hlal Jarrah, veitingamaður 15. Ing Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og kaospilot 16. Rúnar Geirmundsson, framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi 18. Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður 19. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og formaður 60+ 20. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður 21. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar 22. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Reykjarvíkurkjördæmi suður 1. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur 2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður 3. Viðar Eggertsson, leikstjóri 4. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi 5. Birgir Þórarinsson, tónlistarmaður 6. Aldís Mjöll Geirsdóttir, lögfræðingur 7. Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur 8. Ellen Calmon, borgarfulltrúi 9. Viktor Stefánsson, stjórnmálahagfræðingur 10. Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur 11. Hlynur Már Vilhjálmsson starfsmaður á frístundaheimili 12. Margret Adamsdóttir, leikskólakennari 13. Axel Jón Ellenarson, grafískur hönnuður 14. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur 15. Jakob Magnússon, veitingamaður. 16. Ingibjörg Grímsdóttir, þjónustufulltrúi 17. Jónas Hreinsson, rafiðnaðarmaður 18. Sólveig Jónasdóttir, kynningarfulltrúi Sameykis 19. Hildur Kjartansdóttir, myndlistarmaður 20. Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður 22. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Alls tóku 280 þátt í atkvæðagreiðslu um listana. Þar af greiddu 79 prósent atkvæði með staðfestingu þeirra, 17,5 prósent greiddu atkvæði á móti og 3,5 prósent skiluðu auðu. Uppstillingarnefnd flokksins lagði til að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður og formaður velferðarnefndar, leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þá lagði nefndin til að Kristrún Frostadóttir hagfræðingur leiddi listann í Reykjavík suður. Þá lagði nefndin til að Rósa Björk Brynjólfsdóttir tæki annað sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Jóhann Páll Jóhannsson í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hugur í hópnum Í tilkynningu frá fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík er haft eftir Kristrúnu að spennandi tímar séu fram undan fyrir flokkinn. Hún sé þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. „Við stöndum á tímamótum í efnahagssögunni og ljóst að stefna stjórnvalda á næsta kjörtímabili mun hafa gífurleg áhrif á þróun efnahags-, velferðar- og loftslagsmála um áraraðir. Nú skiptir máli að Samfylkingin sé tilbúin að stíga fast til jarðar, leggi fram trúverðuga efnahagsáætlun sem byggir á fjárfestingu í mannauði jafnt sem efnislegum gæðum, og veiti skýran valkost fyrir almenning í kosningunum í haust. Ég stíg auðmjúk en ákveðin inn á hið pólitíska svið fyrir hönd Samfylkingarinnar og hlakka mikið til að vinna með flokknum,“ er haft eftir Kristrúnu. „Það er ótrúlegur hugur í þessum hópi sem skipar framboðslistann í Reykjavík, það er mikill lúxus að hafa svona fjölbreyttan hóp fólks sem er tilbúinn til þess að vinna að sigri Samfylkingarinnar í haust. Ég er þakklát flokksfólki í Reykjavík fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að hefja kosningabaráttuna strax á mánudag,“ er þá haft eftir Helgu Völu. Kristrún og Helga Vala leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir Fregnir hafa borist af því að nokkur ólga sé innan flokksins vegna tillagna nefndarinnar um uppstillingu. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, nú fyrrverandi varaþingmaður flokksins, sagði sig til að mynda úr flokknum á dögunum. Sagði hún vonbrigði að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af efsti fjórum sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Hér að neðan má sjá listann sem nefndin lagði til, og var samþykktur af fulltrúaráði: Reykjavík norður 1. Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður 2. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður 3. Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur 4. Magnús Árni Skjöld, dósent 5. Ragna Sigurðardóttir, forseti UJ og læknanemi 6. Finnur Birgisson, arkitekt 7. Ásta Guðrún Helgadóttir, ráðgjafi 8. Ásgeir Beinteinsson, fyrrverandi skólastjóri 9. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur 10. Sigfrús Ómar Höskuldsson, rekstrarfræðingur 11. Sonja Björg Jóhannsdóttir, deildarstjóri í leikskóla 12. Hallgrímur Helgason, rithöfundur 13. Alexanda Ýr, ritari Samfylkingarinnar 14. Hlal Jarrah, veitingamaður 15. Ing Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og kaospilot 16. Rúnar Geirmundsson, framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi 18. Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður 19. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og formaður 60+ 20. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður 21. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar 22. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Reykjarvíkurkjördæmi suður 1. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur 2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður 3. Viðar Eggertsson, leikstjóri 4. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi 5. Birgir Þórarinsson, tónlistarmaður 6. Aldís Mjöll Geirsdóttir, lögfræðingur 7. Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur 8. Ellen Calmon, borgarfulltrúi 9. Viktor Stefánsson, stjórnmálahagfræðingur 10. Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur 11. Hlynur Már Vilhjálmsson starfsmaður á frístundaheimili 12. Margret Adamsdóttir, leikskólakennari 13. Axel Jón Ellenarson, grafískur hönnuður 14. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur 15. Jakob Magnússon, veitingamaður. 16. Ingibjörg Grímsdóttir, þjónustufulltrúi 17. Jónas Hreinsson, rafiðnaðarmaður 18. Sólveig Jónasdóttir, kynningarfulltrúi Sameykis 19. Hildur Kjartansdóttir, myndlistarmaður 20. Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður 22. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira