Katrín vongóð um framgang stjórnarskrárfrumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur fyrstu umræðu um stjórnarskrárfrumvarp hennar á Alþingi hafa verið góða. Frumvarpið fór til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gærkvöldi. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra er vongóð um að frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni fái vandaða meðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið nái fram að ganga á Alþingi. Mestur ágreiningur er um auðlindaákvæði frumvarpsins sem Katrín segir ekki bara snúast um fisk. Katrín Jakobsdóttir lagði frumvarpið fram í eigin nafni þegar ekki tókst samstaða milli forystufólks stjórnmálahreyfinga á Alþingi um að standa sameiginlega að málinu. Fyrsta umræða fór fram á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í gær og frumvarpið afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um klukkan átta í gærkvöldi. Katrín tók síðust til máls og þakkaði fyrir umræðuna sem hún sagði hafa verið góða. „Mér finnst áhugaverð sjónarmið hafa komið fram. Vissulega mismunandi. En þó líka töluverður stuðningur við ákveðnar breytingar á kaflanum um forseta- og framkvæmdavald,“ sagði forsætisráðherra Einhverjir sæju ekki þörf á þeim breytingum og aðrir bendi á að þær þurfi að skýra frekar. Verulegur stuðningur væri við umhverfis- og náttúruverndarákvæðið sem og ákvæðið um stöðu íslenskunnar og íslensks táknmáls. Það verði verkefni nefndarinnar að fara yfir mismunandi sjónarmið til einstakra ákvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa fylgst vel með umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið og vænta vandaðrar meðferðar á því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar verði tekið á þeim ágreiningsefnum sem komið hafi fram í umræðunni.Stöð 2/Sigurjón „Auðlindaákvæðið. Augljóslega er það ákvæðið sem mestur ágreiningur er um. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en ég ætla samt að segja að mér hefur fundist þetta góð umræða,“ sagði Katrín. Þótt margir þingmenn væru ekki sérlega bjartsýnir á þróun umræðunnar um fiskveiðistjórnarkerfið teldi hún tækifæri til að þroska hana með umræðum um auðlindaákvæðið. Það snérist ekki eingöngu um fisk heldur einnig önnur umdeild mál í því samhengi eins og orkumálin. „Við meigum ekki gleyma því að þótt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé umdeilt hafa orkumál og orkuframkvæmdir líka klofið þennan sal og þjóðina alla í herðar niður. Þannig að ég er búin að hlusta vel og er mjög þakklát því hvað þingmenn hafa verið reiðubúnir að koma hér upp og ræða þetta mál efnislega. Það vekur mér væntingar um það að vinna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar geti skilað góðu verki inn í aðra umræðu um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Nefndin mun að öllum líkindum vinna í málinu fram að síðustu vikum þings fyrir kosningar í lok september. Stjórnarskrárbreytingar eru alltaf síðustu málin sem afgreidd eru fyrir kosningar enda þarf nýtt þing að þeim loknum að samþiggja sama mál óbreytt til að stjórnarskrárbreytingar verði endanlegar. Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir lagði frumvarpið fram í eigin nafni þegar ekki tókst samstaða milli forystufólks stjórnmálahreyfinga á Alþingi um að standa sameiginlega að málinu. Fyrsta umræða fór fram á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í gær og frumvarpið afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um klukkan átta í gærkvöldi. Katrín tók síðust til máls og þakkaði fyrir umræðuna sem hún sagði hafa verið góða. „Mér finnst áhugaverð sjónarmið hafa komið fram. Vissulega mismunandi. En þó líka töluverður stuðningur við ákveðnar breytingar á kaflanum um forseta- og framkvæmdavald,“ sagði forsætisráðherra Einhverjir sæju ekki þörf á þeim breytingum og aðrir bendi á að þær þurfi að skýra frekar. Verulegur stuðningur væri við umhverfis- og náttúruverndarákvæðið sem og ákvæðið um stöðu íslenskunnar og íslensks táknmáls. Það verði verkefni nefndarinnar að fara yfir mismunandi sjónarmið til einstakra ákvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa fylgst vel með umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið og vænta vandaðrar meðferðar á því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar verði tekið á þeim ágreiningsefnum sem komið hafi fram í umræðunni.Stöð 2/Sigurjón „Auðlindaákvæðið. Augljóslega er það ákvæðið sem mestur ágreiningur er um. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en ég ætla samt að segja að mér hefur fundist þetta góð umræða,“ sagði Katrín. Þótt margir þingmenn væru ekki sérlega bjartsýnir á þróun umræðunnar um fiskveiðistjórnarkerfið teldi hún tækifæri til að þroska hana með umræðum um auðlindaákvæðið. Það snérist ekki eingöngu um fisk heldur einnig önnur umdeild mál í því samhengi eins og orkumálin. „Við meigum ekki gleyma því að þótt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé umdeilt hafa orkumál og orkuframkvæmdir líka klofið þennan sal og þjóðina alla í herðar niður. Þannig að ég er búin að hlusta vel og er mjög þakklát því hvað þingmenn hafa verið reiðubúnir að koma hér upp og ræða þetta mál efnislega. Það vekur mér væntingar um það að vinna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar geti skilað góðu verki inn í aðra umræðu um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Nefndin mun að öllum líkindum vinna í málinu fram að síðustu vikum þings fyrir kosningar í lok september. Stjórnarskrárbreytingar eru alltaf síðustu málin sem afgreidd eru fyrir kosningar enda þarf nýtt þing að þeim loknum að samþiggja sama mál óbreytt til að stjórnarskrárbreytingar verði endanlegar.
Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21
Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent