Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 14:32 Bólusetningin gekk vel í dag, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Hér má sjá röðina sem myndaðist fyrir utan húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut í dag. Vísir/vilhelm Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Bólusetningunni er rétt að ljúka núna. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og þetta nýja efni farið vel í landann,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hún segir að bóluefni AstraZeneca sé svipað í meðhöndlun og bóluefni Pfizer og Moderna sem þegar er byrjað að bólusetja með hér á landi. Helsti munurinn liggi í tímanum sem líði milli sprauta. „Það sem er öðruvísi er að næsta sprauta hjá AstraZeneca er eftir þrjá mánuði, besta vörnin kemur þá. Þannig að þessi hópur í dag verður orðinn fullbólusettur rétt fyrir sumarið,“ segir Ragnheiður. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er Moderna-bóluefnið gefið með 28 daga millibili og Pfizer-efnið minnst 21 dags millibili. Fyllt á sprauturnar.Vísir/vilhelm Þeir sem bólusettir voru í dag eru starfsmenn hjúkrunarheimila. Ragnheiður segir að fleiri skammtar frá AstraZeneca séu væntanlegir næstu vikurnar, sem áfram verði notaðir á starfsmenn hjúkrunarheimila og starfsmenn í heimahjúkrun. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins 5. febrúar. Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og alls 74 þúsund skömmtum fyrir mánaðamót mars/apríl. Bóluefnið er gefið fólki yngra en 65 ára. Þrír mánuðir verða látnir líða á milli fyrri og seinni skammts en þannig nær bóluefnið hámarksvirkni. Bóluefni AstraZeneca er gefið fólki yngra en 65 ára.Vísir/vilhelm Starfsmenn hjúkrunarheimila stilla sér upp í bólusetningarröðina.Vísir/vilhelm Þrír mánuðir líða milli sprauta af bóluefni AstraZeneca.Vísir/vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. 10. febrúar 2021 14:02 „Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. 10. febrúar 2021 11:59 AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Bólusetningunni er rétt að ljúka núna. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og þetta nýja efni farið vel í landann,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hún segir að bóluefni AstraZeneca sé svipað í meðhöndlun og bóluefni Pfizer og Moderna sem þegar er byrjað að bólusetja með hér á landi. Helsti munurinn liggi í tímanum sem líði milli sprauta. „Það sem er öðruvísi er að næsta sprauta hjá AstraZeneca er eftir þrjá mánuði, besta vörnin kemur þá. Þannig að þessi hópur í dag verður orðinn fullbólusettur rétt fyrir sumarið,“ segir Ragnheiður. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er Moderna-bóluefnið gefið með 28 daga millibili og Pfizer-efnið minnst 21 dags millibili. Fyllt á sprauturnar.Vísir/vilhelm Þeir sem bólusettir voru í dag eru starfsmenn hjúkrunarheimila. Ragnheiður segir að fleiri skammtar frá AstraZeneca séu væntanlegir næstu vikurnar, sem áfram verði notaðir á starfsmenn hjúkrunarheimila og starfsmenn í heimahjúkrun. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins 5. febrúar. Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og alls 74 þúsund skömmtum fyrir mánaðamót mars/apríl. Bóluefnið er gefið fólki yngra en 65 ára. Þrír mánuðir verða látnir líða á milli fyrri og seinni skammts en þannig nær bóluefnið hámarksvirkni. Bóluefni AstraZeneca er gefið fólki yngra en 65 ára.Vísir/vilhelm Starfsmenn hjúkrunarheimila stilla sér upp í bólusetningarröðina.Vísir/vilhelm Þrír mánuðir líða milli sprauta af bóluefni AstraZeneca.Vísir/vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. 10. febrúar 2021 14:02 „Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. 10. febrúar 2021 11:59 AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. 10. febrúar 2021 14:02
„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. 10. febrúar 2021 11:59
AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31