Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 09:44 Jón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila. Málið snýr að ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar árið 2019 og í framhaldi á Facebook-síðu Aldísar 5. febrúar. Jón Baldvin krefst ómerkingar á fjórtán ummælum sem féllu í þættinum og hann telur að séu ærumeiðandi. Jón Baldvin krefst 2,5 milljóna króna í bætur frá Sigmari en gerir ekki kröfu um fjárhagslegar bætur frá dóttur sinni. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin, Aldís og Sigmar munu öll gefa skýrslu í dag. Sömuleiðis er reiknað með því að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, komi fyrir dóminn auk Kolfinnu Baldvinsdóttur dóttur þeirra hjóna. Deilur Jóns Baldvins og Bryndísar við dóttur þeirra Aldísi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Hafa hjónin lýst deilum sínum við Aldísi sem fjölskylduharmleik. Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg áður en aðalmeðferð í málinu hófst. Kolfinna Baldvinsdóttir kom við á Te & kaffi á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjartorg.Vísir/VilhelmJón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst.Vísir/VilhelmAldís Schram mætir og heilsar Gunnari Inga lögmanni sínum.Vísir/VilhelmVilhjálmur tekur af sér leðurhanskana við komuna í héraðsdóm.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson brosti áður en fólki var hleypt inn í dómsal.Vísir/VilhelmJón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmAldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmStefndu ásamt verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52 Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Málið snýr að ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar árið 2019 og í framhaldi á Facebook-síðu Aldísar 5. febrúar. Jón Baldvin krefst ómerkingar á fjórtán ummælum sem féllu í þættinum og hann telur að séu ærumeiðandi. Jón Baldvin krefst 2,5 milljóna króna í bætur frá Sigmari en gerir ekki kröfu um fjárhagslegar bætur frá dóttur sinni. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin, Aldís og Sigmar munu öll gefa skýrslu í dag. Sömuleiðis er reiknað með því að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, komi fyrir dóminn auk Kolfinnu Baldvinsdóttur dóttur þeirra hjóna. Deilur Jóns Baldvins og Bryndísar við dóttur þeirra Aldísi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Hafa hjónin lýst deilum sínum við Aldísi sem fjölskylduharmleik. Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg áður en aðalmeðferð í málinu hófst. Kolfinna Baldvinsdóttir kom við á Te & kaffi á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjartorg.Vísir/VilhelmJón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst.Vísir/VilhelmAldís Schram mætir og heilsar Gunnari Inga lögmanni sínum.Vísir/VilhelmVilhjálmur tekur af sér leðurhanskana við komuna í héraðsdóm.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson brosti áður en fólki var hleypt inn í dómsal.Vísir/VilhelmJón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmAldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmStefndu ásamt verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm
Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52 Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00
Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52
Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30