Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 09:44 Jón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila. Málið snýr að ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar árið 2019 og í framhaldi á Facebook-síðu Aldísar 5. febrúar. Jón Baldvin krefst ómerkingar á fjórtán ummælum sem féllu í þættinum og hann telur að séu ærumeiðandi. Jón Baldvin krefst 2,5 milljóna króna í bætur frá Sigmari en gerir ekki kröfu um fjárhagslegar bætur frá dóttur sinni. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin, Aldís og Sigmar munu öll gefa skýrslu í dag. Sömuleiðis er reiknað með því að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, komi fyrir dóminn auk Kolfinnu Baldvinsdóttur dóttur þeirra hjóna. Deilur Jóns Baldvins og Bryndísar við dóttur þeirra Aldísi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Hafa hjónin lýst deilum sínum við Aldísi sem fjölskylduharmleik. Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg áður en aðalmeðferð í málinu hófst. Kolfinna Baldvinsdóttir kom við á Te & kaffi á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjartorg.Vísir/VilhelmJón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst.Vísir/VilhelmAldís Schram mætir og heilsar Gunnari Inga lögmanni sínum.Vísir/VilhelmVilhjálmur tekur af sér leðurhanskana við komuna í héraðsdóm.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson brosti áður en fólki var hleypt inn í dómsal.Vísir/VilhelmJón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmAldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmStefndu ásamt verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52 Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Málið snýr að ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar árið 2019 og í framhaldi á Facebook-síðu Aldísar 5. febrúar. Jón Baldvin krefst ómerkingar á fjórtán ummælum sem féllu í þættinum og hann telur að séu ærumeiðandi. Jón Baldvin krefst 2,5 milljóna króna í bætur frá Sigmari en gerir ekki kröfu um fjárhagslegar bætur frá dóttur sinni. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin, Aldís og Sigmar munu öll gefa skýrslu í dag. Sömuleiðis er reiknað með því að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, komi fyrir dóminn auk Kolfinnu Baldvinsdóttur dóttur þeirra hjóna. Deilur Jóns Baldvins og Bryndísar við dóttur þeirra Aldísi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Hafa hjónin lýst deilum sínum við Aldísi sem fjölskylduharmleik. Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg áður en aðalmeðferð í málinu hófst. Kolfinna Baldvinsdóttir kom við á Te & kaffi á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjartorg.Vísir/VilhelmJón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst.Vísir/VilhelmAldís Schram mætir og heilsar Gunnari Inga lögmanni sínum.Vísir/VilhelmVilhjálmur tekur af sér leðurhanskana við komuna í héraðsdóm.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson brosti áður en fólki var hleypt inn í dómsal.Vísir/VilhelmJón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmAldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmStefndu ásamt verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm
Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52 Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00
Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52
Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30