Tveir hjúkrunarfræðingar og sálfræðingur í hóp sakborninga í máli Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 09:01 Diego Maradona var maðurinn á bak við heimsmeistaratitul Argentínu árið 1986 þar sem hann var með fimm mörk og fimm stoðendingar í úrslitakeppninni. Getty/ Jean-Yves Ruszniewski Rannsókn á láti argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona er enn í fullum gangi og nú hafa fleiri bæst í hóp þeirra sem eru grunaðir að bera ábyrgð á því hversu illa fór fyrir hinum sextuga Maradona. Diego Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tveimur vikum eftir að hafa verið útskrifaður af spítala eftir vel heppnaða heilaaðgerð. Saksóknari í Argentínu er að rannsaka það hvort um vanrækslu eða gáleysi hafi verið að ræða í meðferð Maradona eftir að hann yfirgaf sjúkrahúsið. La Justicia argentina agregó este #8Feb a la investigación por las causas de la muerte de Maradona al psicólogo Carlos Díaz, que trató al jugador en los meses previos a su muerte, y a dos enfermeros, Dahiana Gisela Madrid y Ricardo Almirón, según confirmaron a Efe fuentes. pic.twitter.com/k7c0ITrVNs— Diario Panorama (@diariopanorama) February 9, 2021 Leopoldo Luque, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina, og sjúkraþjálfarinn Agustina Cosachov, sem var hjá Maradona þegar hann lést, hafa báðir sætt rannsókn en meðal annars var leitað inn á heimili þeirra og skrifstofu. Sálfræðingurinn Carlos Diaz, sem meðhöndlaði Maradona síðustu mánuðina fyrir andlátið og hjúkrunarfræðingarnir Dahiana Gisela Madrid og Ricardo Almiron eru núna líka komin í hóp þeirra sem eru grunuð um að bera ábyrgð á dauða Maradona. Morte #Maradona, spuntano tre nuovi imputati per omicidio colposoSi tratta di Carlos Diaz, lo psicologo che aveva in cura Diego a settembre e di Ricardo Almiron e Dahiana Gisela Madrid, i due infermieri che si alternavano nell abitazione di Diego https://t.co/GUWhHLGSDY pic.twitter.com/DtM8SBdDvM— il Napolista (@napolista) February 9, 2021 Lögfræðingur Maradona, Matias Morla, krafist þess stuttu eftir andlátið að það færi fram full rannsókn á láti Maradona. Elstu dætur Maradona, Dalma og Giannina, segja að Morla og Leopoldo Luque læknir beri ábyrgðina en Morla réð Luque til starfa. Argentínskir fjölmiðlar hafa fjallað um það að Maradona hafi ekki fengið þá meðferð sem hann þurfti á að halda eftir aðgerðina. Þess í stað hafi fólkið sem átti að sjá um hann fært honum áfengi og marijúana. Maradona var þó hvorki með áfengi eða eiturlyf í líkamanum þegar hann lést. Andlát Diegos Maradona Fótbolti Argentína Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Diego Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tveimur vikum eftir að hafa verið útskrifaður af spítala eftir vel heppnaða heilaaðgerð. Saksóknari í Argentínu er að rannsaka það hvort um vanrækslu eða gáleysi hafi verið að ræða í meðferð Maradona eftir að hann yfirgaf sjúkrahúsið. La Justicia argentina agregó este #8Feb a la investigación por las causas de la muerte de Maradona al psicólogo Carlos Díaz, que trató al jugador en los meses previos a su muerte, y a dos enfermeros, Dahiana Gisela Madrid y Ricardo Almirón, según confirmaron a Efe fuentes. pic.twitter.com/k7c0ITrVNs— Diario Panorama (@diariopanorama) February 9, 2021 Leopoldo Luque, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina, og sjúkraþjálfarinn Agustina Cosachov, sem var hjá Maradona þegar hann lést, hafa báðir sætt rannsókn en meðal annars var leitað inn á heimili þeirra og skrifstofu. Sálfræðingurinn Carlos Diaz, sem meðhöndlaði Maradona síðustu mánuðina fyrir andlátið og hjúkrunarfræðingarnir Dahiana Gisela Madrid og Ricardo Almiron eru núna líka komin í hóp þeirra sem eru grunuð um að bera ábyrgð á dauða Maradona. Morte #Maradona, spuntano tre nuovi imputati per omicidio colposoSi tratta di Carlos Diaz, lo psicologo che aveva in cura Diego a settembre e di Ricardo Almiron e Dahiana Gisela Madrid, i due infermieri che si alternavano nell abitazione di Diego https://t.co/GUWhHLGSDY pic.twitter.com/DtM8SBdDvM— il Napolista (@napolista) February 9, 2021 Lögfræðingur Maradona, Matias Morla, krafist þess stuttu eftir andlátið að það færi fram full rannsókn á láti Maradona. Elstu dætur Maradona, Dalma og Giannina, segja að Morla og Leopoldo Luque læknir beri ábyrgðina en Morla réð Luque til starfa. Argentínskir fjölmiðlar hafa fjallað um það að Maradona hafi ekki fengið þá meðferð sem hann þurfti á að halda eftir aðgerðina. Þess í stað hafi fólkið sem átti að sjá um hann fært honum áfengi og marijúana. Maradona var þó hvorki með áfengi eða eiturlyf í líkamanum þegar hann lést.
Andlát Diegos Maradona Fótbolti Argentína Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira