„Við þurftum á góðum úrslitum að halda eftir Everton leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2021 22:35 Ole var sáttur með sigurinn en fannst að sínir menn hefðu átt að klára leikinn fyrr í kvöld. Matthew Peters/Getty Images Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir leikinn gegn Everton á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir að hafa misst leikinn gegn Everton niður í jafntefli á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. „Mér fannst við stjórna leiknum. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik varð þetta meiri leikur. Þegar staðan er markalaus og við erum ekki að nýta færin okkar getur allt gerst. Við vissum það eftir leikinn gegn Everton. Þetta snýst um að klára leiki en við erum komnir áfram. Við erum í drættinum og það er allt sem við vildum,“ sagði Ole við BBC eftir leik. „Ég held að við höfum átt rúmlega fimmtán skot á endanum en við þurfum að nýta færin betur. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr og helst í venjulegum leiktíma en stundum gengur það ekki eftir.“ „Við þurftum á góðum úrslitum að halda og þessari góðu tilfinningu vegna þess að við vorum langt niðri eftir Everton leikinn. Það var erfitt að taka því en strákarnir voru einbeittir í kvöld og náðu að vinna leikinn.“ „Auðvitað viltu vinna alla leiki. Við viljum berjast um titla og við viljum fara í úrslitaleiki, það er það sem hlutirnir snúast um hjá Manchester United. Stundum ertu heppinn með drátt í bikar – við höfum ekki verið það heppnir – en augljóslega erum við skrefi nær því að komast í úrslit.“ „Scott McTominay var framherji hér áður fyrr og kann að klára færi. Þú sérð að það er ekkert nýtt fyrir honum að vera í þessum stöðum á vellinum, hann neglir boltanum bara í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum eftir 1-0 sigur Man United á West Ham þökk sé marki McTominay í framlengingu. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir að hafa misst leikinn gegn Everton niður í jafntefli á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. „Mér fannst við stjórna leiknum. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik varð þetta meiri leikur. Þegar staðan er markalaus og við erum ekki að nýta færin okkar getur allt gerst. Við vissum það eftir leikinn gegn Everton. Þetta snýst um að klára leiki en við erum komnir áfram. Við erum í drættinum og það er allt sem við vildum,“ sagði Ole við BBC eftir leik. „Ég held að við höfum átt rúmlega fimmtán skot á endanum en við þurfum að nýta færin betur. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr og helst í venjulegum leiktíma en stundum gengur það ekki eftir.“ „Við þurftum á góðum úrslitum að halda og þessari góðu tilfinningu vegna þess að við vorum langt niðri eftir Everton leikinn. Það var erfitt að taka því en strákarnir voru einbeittir í kvöld og náðu að vinna leikinn.“ „Auðvitað viltu vinna alla leiki. Við viljum berjast um titla og við viljum fara í úrslitaleiki, það er það sem hlutirnir snúast um hjá Manchester United. Stundum ertu heppinn með drátt í bikar – við höfum ekki verið það heppnir – en augljóslega erum við skrefi nær því að komast í úrslit.“ „Scott McTominay var framherji hér áður fyrr og kann að klára færi. Þú sérð að það er ekkert nýtt fyrir honum að vera í þessum stöðum á vellinum, hann neglir boltanum bara í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum eftir 1-0 sigur Man United á West Ham þökk sé marki McTominay í framlengingu. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira