Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2021 23:09 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. Þetta kom fram í skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var Öryggisráðinu í dag. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar kemur fram í skýrslunni að Kóreumenn hafi haldið áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopna og haldið áfram að sækjast eftir birgðum og tækni erlendis frá, vegna þessarar þróunar. Bloomberg segir að fram komi í skýrslunni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi átt í samstarfi við Írani um þróun eldflauga. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði nýverið eftir frekari þróun þessara vopna og sagði að fundir hans með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafðu verið tilgangslausir. Þar að auki kallaði hann Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, óþokka. Samband Norður-Kóreu við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin hefur beðið hnekki að undanförnu. Kim fundaði þrisvar sinnum með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en síðasta fundi þeirra var slitið snemma vegna ágreinings. Þá sprengdu hermenn Norður-Kóreu samvinnustofnun Norður- og Suður-Kóreu í loft upp í fyrra. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Í Bandaríkjunum segjast ráðamenn ætla að taka stöðuna á samskiptum þeirra við Norður-Kóreu og ræða við bandamenn um að beita einræðisríkið frekari þrýstingi. Sameinuðu þjóðirnar beittu Norður-Kóreu fyrst þvingunum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins árið 2006. Í gegnum árin hafa þær aðgerðir verið hertar ítrekað með því markmiði að gera ráðamönnum Norður-Kóreu erfiðara að koma höndum yfir gjaldeyri sem þeir nota í vopnaþróun. Samhliða því hefur efnahagsástand ríkisins versnað til muna. Íbúar þar þurfa reglulega að glíma við skort á ýmsum nauðsynjum eins og mat, lyfjum og rafmagni, svo eitthvað sé nefnt. Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var Öryggisráðinu í dag. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar kemur fram í skýrslunni að Kóreumenn hafi haldið áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopna og haldið áfram að sækjast eftir birgðum og tækni erlendis frá, vegna þessarar þróunar. Bloomberg segir að fram komi í skýrslunni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi átt í samstarfi við Írani um þróun eldflauga. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði nýverið eftir frekari þróun þessara vopna og sagði að fundir hans með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafðu verið tilgangslausir. Þar að auki kallaði hann Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, óþokka. Samband Norður-Kóreu við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin hefur beðið hnekki að undanförnu. Kim fundaði þrisvar sinnum með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en síðasta fundi þeirra var slitið snemma vegna ágreinings. Þá sprengdu hermenn Norður-Kóreu samvinnustofnun Norður- og Suður-Kóreu í loft upp í fyrra. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Í Bandaríkjunum segjast ráðamenn ætla að taka stöðuna á samskiptum þeirra við Norður-Kóreu og ræða við bandamenn um að beita einræðisríkið frekari þrýstingi. Sameinuðu þjóðirnar beittu Norður-Kóreu fyrst þvingunum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins árið 2006. Í gegnum árin hafa þær aðgerðir verið hertar ítrekað með því markmiði að gera ráðamönnum Norður-Kóreu erfiðara að koma höndum yfir gjaldeyri sem þeir nota í vopnaþróun. Samhliða því hefur efnahagsástand ríkisins versnað til muna. Íbúar þar þurfa reglulega að glíma við skort á ýmsum nauðsynjum eins og mat, lyfjum og rafmagni, svo eitthvað sé nefnt.
Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41
Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51
Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37
Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53