Þorvaldur telur að Benedikt eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2021 14:03 Þorvaldur Gylfason telur að Benedikt Bogason eigi að segja af sér eftir að hann tapaði máli sínu gegn Jóni Steinari fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður telur hins vegar að Benedikt geti borið höfuð hátt. Þorvaldur Gylfason prófessor telur einsýnt að Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar eigi að segja af sér eftir að hann tapaði meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Þorvaldur heldur þessu fram á Facebooksíðu sinni: „Hæstaréttardómari sem höfðar mál gegn samborgara sínum og tapar því í Hæstarétti er bersýnilega ekki nógu vel að sér í lögfræði og ætti því að sýna samborgurum sínum þá kurteisi að segja af sér.“ Afstaða Þorvaldar er athyglisverð ekki síst í ljósi þess að Jón Steinar höfðaði meiðyrðamál á hendur honum, en þar var Þorvaldur sýknaður. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á sjálfur í málaferlunum. Sveinn Andri lýsir yfir fullum stuðningi við Benedikt Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. Vísir hefur heyrt í lögmönnum sem eru ósáttir við málareksturinn en vilja telja það hins vegar ekki henta sínum hagsmunum að tjá sig ef það kynni að leiða til þess að komast í ónáð hjá dómurum. Einn lögmaður sem hefur stigið fram og lýst yfir eindregnum stuðningi við Benedikt, en það er Sveinn Andri Sveinsson. En Sveinn hefur verið afar gagnrýninn á Jón Steinar. Sveinn telur, öfugt við lögmenn sem Vísir hefur rætt við að Benedikt geti borið höfuðið hátt, en Sveinn tengir við viðtal sem Fréttablaðið birti við Benedikt Bogason: Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti. Eini maðurinn sem...Posted by Sveinn A Sveinsson on Laugardagur, 6. febrúar 2021 „Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti,“ segir Sveinn Andri. En athyglisvert má telja að lögmenn, sem oft eru skoðanaglaðir, gefa ekki upp neina afstöðu, hvorki á Facebooksíðu Þorvaldar né Sveins í þessum álitaefnum. Benedikt vandar Jóni Steinari ekki kveðjurnar Benedikt er ómyrkur í máli og fer háðulegum orðum um Jón Steinar. Segir hann alltaf hafa „gefið til kynna að taka eigi hann alvarlega og að hann meini það sem hann segir. Hann vann hins vegar málið með því að hlaupa í það auma skjól að hann hefði ekki meint það sem hann sagði.“ Þá heldur Benedikt því fram að Jón Steinar hafi lengi reynt að grafa undan dómstólum landsins og því vildi Benedikt draga hann til ábyrgðar. „Ég kalla einnig eftir opinni umræðu um stöðu dómsvaldsins og hvernig megi betur verja það gegn niðurrifi af þessu tagi sem á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni. Jón Steinar er angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undanförnum árum hefur einkennt samfélagið bæði hér og víða annars staðar og fer langt út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Benedikt í samtali við Fréttablaðið. Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Þorvaldur heldur þessu fram á Facebooksíðu sinni: „Hæstaréttardómari sem höfðar mál gegn samborgara sínum og tapar því í Hæstarétti er bersýnilega ekki nógu vel að sér í lögfræði og ætti því að sýna samborgurum sínum þá kurteisi að segja af sér.“ Afstaða Þorvaldar er athyglisverð ekki síst í ljósi þess að Jón Steinar höfðaði meiðyrðamál á hendur honum, en þar var Þorvaldur sýknaður. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á sjálfur í málaferlunum. Sveinn Andri lýsir yfir fullum stuðningi við Benedikt Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. Vísir hefur heyrt í lögmönnum sem eru ósáttir við málareksturinn en vilja telja það hins vegar ekki henta sínum hagsmunum að tjá sig ef það kynni að leiða til þess að komast í ónáð hjá dómurum. Einn lögmaður sem hefur stigið fram og lýst yfir eindregnum stuðningi við Benedikt, en það er Sveinn Andri Sveinsson. En Sveinn hefur verið afar gagnrýninn á Jón Steinar. Sveinn telur, öfugt við lögmenn sem Vísir hefur rætt við að Benedikt geti borið höfuðið hátt, en Sveinn tengir við viðtal sem Fréttablaðið birti við Benedikt Bogason: Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti. Eini maðurinn sem...Posted by Sveinn A Sveinsson on Laugardagur, 6. febrúar 2021 „Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti,“ segir Sveinn Andri. En athyglisvert má telja að lögmenn, sem oft eru skoðanaglaðir, gefa ekki upp neina afstöðu, hvorki á Facebooksíðu Þorvaldar né Sveins í þessum álitaefnum. Benedikt vandar Jóni Steinari ekki kveðjurnar Benedikt er ómyrkur í máli og fer háðulegum orðum um Jón Steinar. Segir hann alltaf hafa „gefið til kynna að taka eigi hann alvarlega og að hann meini það sem hann segir. Hann vann hins vegar málið með því að hlaupa í það auma skjól að hann hefði ekki meint það sem hann sagði.“ Þá heldur Benedikt því fram að Jón Steinar hafi lengi reynt að grafa undan dómstólum landsins og því vildi Benedikt draga hann til ábyrgðar. „Ég kalla einnig eftir opinni umræðu um stöðu dómsvaldsins og hvernig megi betur verja það gegn niðurrifi af þessu tagi sem á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni. Jón Steinar er angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undanförnum árum hefur einkennt samfélagið bæði hér og víða annars staðar og fer langt út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Benedikt í samtali við Fréttablaðið.
Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43