Skólastjórinn í Áslandsskóla í ótímabundið leyfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2021 10:00 Leifur Garðarsson hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla frá því í nóvember 2002. Hér flytur hann ræðu árið 2015 þegar Áslandsskóli hýsti undirritun læsissáttmála á vegum mennta- og menningarmálaráðherra, og Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra. Áslandsskóli.is Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga. Greint var frá því á dögunum að Leifur S. Garðarsson, skólastjóri við Áslandsskóla og einn reynslumesti körfuboltadómari landsins, hefði dæmt sinn síðasta leik í íþróttinni. Körfuknattleikssamband Íslands tók þá ákvörðun í febrúar í fyrra og segir formaður sambandsins ástæðuna „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Leifur hefur um árabil verið einn besti körfuboltadómari landsins. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Um stór tíðindi er að ræða í körfuboltaheiminum enda Leifur gríðarlega reynslumikill dómari og hefur oftar en einu sinni verið verðlaunaður fyrir störf sín. Hann hefur ekki aðeins verið áberandi í körfuboltaheiminum því hann hefur þjálfað þrjú lið í efstu deild karla í knattspyrnu auk þess að vera í hlutverki sérfræðingsins í íþróttaumfjöllun í sjónvarpi. Leituðu til bæjarins vegna óeðlilegra samskipta Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir fimm árum síðan hafi nokkrar konur fundað með Hafnarfjarðarbæ vegna óeðlilegra samskipta á kynferðislegum nótum sem ein þeirra hafði orðið fyrir af hendi skólastjórans. Ekki hafi verið brugðist beint við þeim ásökunum kvennanna. Þá hefur fréttastofa rætt við tvær íþróttakonur sem segjast hafa fengið óvænt og kynferðisleg skilaboð frá skólastjóranum fyrir að verða áratug. Hvorug kvennanna vildi koma fram undir nafni en sögðu skilaboðin hafa truflað sig og ekki vitað hvernig ætti að bregðast við. Önnur kvennanna var leikmaður í efstu deild kvenna í körfubolta þar sem Leifur dæmdi um árabil. Þá hefur fréttastofa rætt við aðra körfuboltakonu í efstu deild sem hefur endurtekið fengið óumbeðin skilaboð frá Leifi, þó ekki kynferðisleg, þrátt fyrir að hún hafi ekki svarað einum einustu. Allar konurnar tjá fréttastofu að þær þekki fleiri sem hafi fengið skilaboð frá skólastjóranum, ýmist nýlega eða síðastliðin ár. Leyfi en ekki lokaniðurstaða Fanney Dóróthe Halldórsdóttir er fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar. Hún segir Leif, sem verið hefur skólastjóri við Áslandsskóla frá árinu 2002, kominn í ótímabundið veikindaleyfi frá Áslandsskóla og aðstoðarskólastjóri sinni skyldum hans. Fanney Dóróthe hefur verið fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar frá árinu 2016. Aðspurð vill hún ekki segja hvort leyfið hafi verið að frumkvæði Hafnarfjarðarbæjar eða skólastjórans. Sömuleiðis ekki hvort um eiginleg veikindi sé að ræða. Unnur Elfa Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri stendur vaktina í ótiltekinn tíma í fjarveru Leifs. Hún staðfestir þó að ákvörðunin tengist máli skólastjórans og bregðast þurfi við aðstæðum eins og þær séu í skólanum. Erfitt sé fyrir hana að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. „Við erum ekki komin að neinni lokaniðurstöðu. Málið er í skoðun,“ segir Fanney. Eru að skoða heildarmyndina Fanney var fræðslustjóri þegar fyrrnefndar konur leituðu til bæjarins með kvörtun vegna skólastjórans. Aðspurð hvort þetta mál sé nú komið aftur til skoðunar segir Fanney að verið sé að skoða heildarmyndina. Hafnarfjarðarbær hafi fengið viðbrögð bæði frá starfsfólki og foreldrum varðandi fréttir af málinu í síðustu viku. Áslandsskóli fékk verðlaun fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar árið 2016. Rósa Guðbjartsdóttir (önnur frá vinstri), núverandi bæjarstjóri, var þá formaður fræðsluráðs.Áslandsskóli.is Áslandsskóli er grunnskóli fyrir börn í 1. til 10. bekk í Áslandinu í Hafnarfirði. Nemendur við skólann eru á fimmta hundrað. Kristín Ólöf Grétarsdóttir, formaður foreldrafélags Áslandsskóla, staðfesti að stjórnin hefði rætt saman og í framhaldinu fundað vegna málsins. Kristín vísaði annars fyrirspurnum til Hafnarfjarðarbæjar. Ekki náðist í Leif Garðarsson skólastjóra við vinnslu fréttarinnar. Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Körfubolti Tengdar fréttir Birtir nafnlausar frásagnir íþróttakvenna til að fá sögurnar upp á yfirborðið „Það var grillveisla og liðið fer saman út á lífið ásamt þjálfara. Þjálfarinn króar okkur af út í horni og við förum að spjalla bara, allir hressir. Við spyrjum hann hvers vegna ein stúlka gefi ekki kost á sér í þetta skipti sem var mikilvægur hlekkur liðsins. Þjálfarinn lætur þetta út úr sér: „Ég skal segja ykkur það ef þið komið í sleik við mig.“ og „ég skal segja ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“ 2. febrúar 2021 19:49 „Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. 27. janúar 2021 23:37 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Leifur S. Garðarsson, skólastjóri við Áslandsskóla og einn reynslumesti körfuboltadómari landsins, hefði dæmt sinn síðasta leik í íþróttinni. Körfuknattleikssamband Íslands tók þá ákvörðun í febrúar í fyrra og segir formaður sambandsins ástæðuna „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Leifur hefur um árabil verið einn besti körfuboltadómari landsins. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Um stór tíðindi er að ræða í körfuboltaheiminum enda Leifur gríðarlega reynslumikill dómari og hefur oftar en einu sinni verið verðlaunaður fyrir störf sín. Hann hefur ekki aðeins verið áberandi í körfuboltaheiminum því hann hefur þjálfað þrjú lið í efstu deild karla í knattspyrnu auk þess að vera í hlutverki sérfræðingsins í íþróttaumfjöllun í sjónvarpi. Leituðu til bæjarins vegna óeðlilegra samskipta Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir fimm árum síðan hafi nokkrar konur fundað með Hafnarfjarðarbæ vegna óeðlilegra samskipta á kynferðislegum nótum sem ein þeirra hafði orðið fyrir af hendi skólastjórans. Ekki hafi verið brugðist beint við þeim ásökunum kvennanna. Þá hefur fréttastofa rætt við tvær íþróttakonur sem segjast hafa fengið óvænt og kynferðisleg skilaboð frá skólastjóranum fyrir að verða áratug. Hvorug kvennanna vildi koma fram undir nafni en sögðu skilaboðin hafa truflað sig og ekki vitað hvernig ætti að bregðast við. Önnur kvennanna var leikmaður í efstu deild kvenna í körfubolta þar sem Leifur dæmdi um árabil. Þá hefur fréttastofa rætt við aðra körfuboltakonu í efstu deild sem hefur endurtekið fengið óumbeðin skilaboð frá Leifi, þó ekki kynferðisleg, þrátt fyrir að hún hafi ekki svarað einum einustu. Allar konurnar tjá fréttastofu að þær þekki fleiri sem hafi fengið skilaboð frá skólastjóranum, ýmist nýlega eða síðastliðin ár. Leyfi en ekki lokaniðurstaða Fanney Dóróthe Halldórsdóttir er fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar. Hún segir Leif, sem verið hefur skólastjóri við Áslandsskóla frá árinu 2002, kominn í ótímabundið veikindaleyfi frá Áslandsskóla og aðstoðarskólastjóri sinni skyldum hans. Fanney Dóróthe hefur verið fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar frá árinu 2016. Aðspurð vill hún ekki segja hvort leyfið hafi verið að frumkvæði Hafnarfjarðarbæjar eða skólastjórans. Sömuleiðis ekki hvort um eiginleg veikindi sé að ræða. Unnur Elfa Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri stendur vaktina í ótiltekinn tíma í fjarveru Leifs. Hún staðfestir þó að ákvörðunin tengist máli skólastjórans og bregðast þurfi við aðstæðum eins og þær séu í skólanum. Erfitt sé fyrir hana að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. „Við erum ekki komin að neinni lokaniðurstöðu. Málið er í skoðun,“ segir Fanney. Eru að skoða heildarmyndina Fanney var fræðslustjóri þegar fyrrnefndar konur leituðu til bæjarins með kvörtun vegna skólastjórans. Aðspurð hvort þetta mál sé nú komið aftur til skoðunar segir Fanney að verið sé að skoða heildarmyndina. Hafnarfjarðarbær hafi fengið viðbrögð bæði frá starfsfólki og foreldrum varðandi fréttir af málinu í síðustu viku. Áslandsskóli fékk verðlaun fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar árið 2016. Rósa Guðbjartsdóttir (önnur frá vinstri), núverandi bæjarstjóri, var þá formaður fræðsluráðs.Áslandsskóli.is Áslandsskóli er grunnskóli fyrir börn í 1. til 10. bekk í Áslandinu í Hafnarfirði. Nemendur við skólann eru á fimmta hundrað. Kristín Ólöf Grétarsdóttir, formaður foreldrafélags Áslandsskóla, staðfesti að stjórnin hefði rætt saman og í framhaldinu fundað vegna málsins. Kristín vísaði annars fyrirspurnum til Hafnarfjarðarbæjar. Ekki náðist í Leif Garðarsson skólastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Körfubolti Tengdar fréttir Birtir nafnlausar frásagnir íþróttakvenna til að fá sögurnar upp á yfirborðið „Það var grillveisla og liðið fer saman út á lífið ásamt þjálfara. Þjálfarinn króar okkur af út í horni og við förum að spjalla bara, allir hressir. Við spyrjum hann hvers vegna ein stúlka gefi ekki kost á sér í þetta skipti sem var mikilvægur hlekkur liðsins. Þjálfarinn lætur þetta út úr sér: „Ég skal segja ykkur það ef þið komið í sleik við mig.“ og „ég skal segja ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“ 2. febrúar 2021 19:49 „Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. 27. janúar 2021 23:37 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Birtir nafnlausar frásagnir íþróttakvenna til að fá sögurnar upp á yfirborðið „Það var grillveisla og liðið fer saman út á lífið ásamt þjálfara. Þjálfarinn króar okkur af út í horni og við förum að spjalla bara, allir hressir. Við spyrjum hann hvers vegna ein stúlka gefi ekki kost á sér í þetta skipti sem var mikilvægur hlekkur liðsins. Þjálfarinn lætur þetta út úr sér: „Ég skal segja ykkur það ef þið komið í sleik við mig.“ og „ég skal segja ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“ 2. febrúar 2021 19:49
„Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. 27. janúar 2021 23:37
Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26