Hjálpið okkur frekar en að smána Phoenix Ramos Proppé skrifar 6. febrúar 2021 13:30 Kæra Marta. Til hamingju með að kunna tungumál sem þú lærðir í skóla frá því þú varst barn og er einnig náskylt móðurmáli þínu. Svo tókst þér að læra þriðja tungumálið sem er nátengt þínu öðru máli. Þetta tókst þér í löndum þar sem stuðningur við innflytjendur er ríkulegur, meðal annars í formi tungumálanámskeiða. Svo skrifar þú þessa gagnslausu og fordómafullu grein þar sem þú hneykslast á útlendingum sem tala ekki íslensku. Hvernig á það að gagnast einhverjum? Greinin þín hjálpar engum að læra íslensku en hún hjálpar hins vegar við að auka þá andúð sem sumir Íslendingar hafa á innflytjendum. Í afstöðu þinni notar þú jafnframt tungumálið til að útiloka innflytjendur enn frekar frá íslensku samfélagi. Íslenska er með erfiðari tungumálum sem ég hef kynnst og þó lærði ég mandarín. Við útlendingarnir höfum einfaldlega verið of upptekin við að ala upp börnin ykkar, sjá um gamalmennin ykkar, þrífa undan ykkur skítinn og halda uppi hagvexti til að hafa náð að temja okkur tungumál sem er með 16 orðmyndir af orðinu köttur. Flest myndum við gjarnan vilja læra íslensku en okkur vantar stuðning. Kerfið sem í boði er mætir ekki þörfum þeirra sem þarfnast þess í dag. Þú ert íslenskukennari og ættir að vita betur en flestir hversu mikið flóknari íslenska er en önnur, jafnvel náskyld tungumál. Mér blöskrar að kennari skrifi svona grein. Væri ekki betra, í stað þess að skamma innflytjendur fyrir að læra ekki íslensku, að tala fyrir því að fleiri úrræði séu búin til sem geta hjálpað innflytjendum á vinnumarkaði að læra íslensku? Mér virðist sem þú hafir bæði tímann til þess og einnig menntun og vettvang. Höfundur er bandarískur innflytjandi á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Ég tala dönsku í Danmörku Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. 3. febrúar 2021 11:00 Talar þú íslensku á Íslandi? Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. 5. febrúar 2021 07:30 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Kæra Marta. Til hamingju með að kunna tungumál sem þú lærðir í skóla frá því þú varst barn og er einnig náskylt móðurmáli þínu. Svo tókst þér að læra þriðja tungumálið sem er nátengt þínu öðru máli. Þetta tókst þér í löndum þar sem stuðningur við innflytjendur er ríkulegur, meðal annars í formi tungumálanámskeiða. Svo skrifar þú þessa gagnslausu og fordómafullu grein þar sem þú hneykslast á útlendingum sem tala ekki íslensku. Hvernig á það að gagnast einhverjum? Greinin þín hjálpar engum að læra íslensku en hún hjálpar hins vegar við að auka þá andúð sem sumir Íslendingar hafa á innflytjendum. Í afstöðu þinni notar þú jafnframt tungumálið til að útiloka innflytjendur enn frekar frá íslensku samfélagi. Íslenska er með erfiðari tungumálum sem ég hef kynnst og þó lærði ég mandarín. Við útlendingarnir höfum einfaldlega verið of upptekin við að ala upp börnin ykkar, sjá um gamalmennin ykkar, þrífa undan ykkur skítinn og halda uppi hagvexti til að hafa náð að temja okkur tungumál sem er með 16 orðmyndir af orðinu köttur. Flest myndum við gjarnan vilja læra íslensku en okkur vantar stuðning. Kerfið sem í boði er mætir ekki þörfum þeirra sem þarfnast þess í dag. Þú ert íslenskukennari og ættir að vita betur en flestir hversu mikið flóknari íslenska er en önnur, jafnvel náskyld tungumál. Mér blöskrar að kennari skrifi svona grein. Væri ekki betra, í stað þess að skamma innflytjendur fyrir að læra ekki íslensku, að tala fyrir því að fleiri úrræði séu búin til sem geta hjálpað innflytjendum á vinnumarkaði að læra íslensku? Mér virðist sem þú hafir bæði tímann til þess og einnig menntun og vettvang. Höfundur er bandarískur innflytjandi á Íslandi
Ég tala dönsku í Danmörku Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. 3. febrúar 2021 11:00
Talar þú íslensku á Íslandi? Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. 5. febrúar 2021 07:30
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar