Beint: Reynir við heimsmet í réttstöðulyftu Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2021 12:08 Undirbúningur Einars hefur staðið yfir í langan tíma. Skjáskot Einar Hansberg Árnason ætlar að reyna að bæta heimsmetið fyrir samanlagða þyngd í réttstöðulyftu á einum sólarhring. Stefnir hann að því að taka 60 kíló í réttstöðu í 8.690 lyftum sem samsvara samtals 521 tonni. Sýnt verður frá þolraun Einars í beinu netstreymi sem hefst klukkan 12 en hann vill tileinka heimsmetið baráttunni fyrir velferð barna. Núverandi Guinness-heimsmetshafi er Kengee Ehrlich sem lyfti samtals 500,5 tonnum í Bandaríkjunum árið 2019. „Draumur minn er að öll börn alist upp við ást og umhyggju. Að þau búi við öryggi og eigi sömu tækifæri óháð stöðu. Ég ætla að setja heimsmet og tileinka það baráttunni fyrir velferð barnanna okkar og ég vil fá þig með mér í lið. Saman getum við stutt við það góða starf sem unnið er nú þegar. Það þarf ekki að kosta neitt eða taka tíma. Bros og viðurkenning gerir kraftaverk. Heimsmetið er samanlögð þyngd í réttstöðulyftu í einn sólarhring. Horfum inn á við og dreifum kærleikanum,“ segir Einar í tilkynningu. Einar hefur áður tekið að sér að vekja athygli á góðum málefnum. Hann hefur meðal annars ferðast um landið þar sem hann réri, skíðaði og hjólaði 13.000 metra (500 km) eða einn metra fyrir hvert barn sem verður fyrir ofbeldi á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu. Sama ár gekk hann 100 kílómetra fyrir Krabbameinssamtök Hvammstanga og árið 2018 réri hann 500 kílómetra til styrktar Kristínar Sif útvarpskonu á K100 eftir að hún missti manninn sinn skyndilega á besta aldri. Lyftingar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Sýnt verður frá þolraun Einars í beinu netstreymi sem hefst klukkan 12 en hann vill tileinka heimsmetið baráttunni fyrir velferð barna. Núverandi Guinness-heimsmetshafi er Kengee Ehrlich sem lyfti samtals 500,5 tonnum í Bandaríkjunum árið 2019. „Draumur minn er að öll börn alist upp við ást og umhyggju. Að þau búi við öryggi og eigi sömu tækifæri óháð stöðu. Ég ætla að setja heimsmet og tileinka það baráttunni fyrir velferð barnanna okkar og ég vil fá þig með mér í lið. Saman getum við stutt við það góða starf sem unnið er nú þegar. Það þarf ekki að kosta neitt eða taka tíma. Bros og viðurkenning gerir kraftaverk. Heimsmetið er samanlögð þyngd í réttstöðulyftu í einn sólarhring. Horfum inn á við og dreifum kærleikanum,“ segir Einar í tilkynningu. Einar hefur áður tekið að sér að vekja athygli á góðum málefnum. Hann hefur meðal annars ferðast um landið þar sem hann réri, skíðaði og hjólaði 13.000 metra (500 km) eða einn metra fyrir hvert barn sem verður fyrir ofbeldi á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu. Sama ár gekk hann 100 kílómetra fyrir Krabbameinssamtök Hvammstanga og árið 2018 réri hann 500 kílómetra til styrktar Kristínar Sif útvarpskonu á K100 eftir að hún missti manninn sinn skyndilega á besta aldri.
Lyftingar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira