Lokaskotið: „Ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 23:05 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson fóru yfir málin í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni tóku fyrir þrjú umræðuefni í Lokaskotinu í gærkvöld. Þar veltu þeir fyrir sér fallbaráttunni, hvort Selfyssingar væru meistaraefni og hvort að dómararnir höndluðu leikjaálagið. Grótta hefur þegar náð fimm stigum í Olís-deild karla í handbolta og virðist á góðu róli á meðan að Þór Akureyri er með tvö stig og ÍR ekkert. Henry Birgir Gunnarsson spurði þá Einar Andra Einarsson og Bjarna Fritzson hvort ÍR og Þór hefðu burði til að gera fallbaráttuna spennandi: „Grótta er skrefi fyrir framan bæði þessi lið núna,“ sagði Bjarni, og bætti við: „Lið eins og Fram, sem maður hélt að gæti dottið ofan í þetta, virkar traust. Mér leist ágætlega á bæði Þór og ÍR, og við ættum alls ekki að afskrifa neina, en ef ég tala um ÍR þá finnst mér þeir þurfa að sækja meira til að vinna. Mér finnst þeir stundum stressaðir. Þeir hafa engu að tapa. Af hverju „gönna“ þeir ekki á þetta?“ „Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi tvö lið falli. Eins og staðan er núna mun Grótta halda áfram að taka stig, og Þórsararnir eru bara með menn í meiðslum og veseni,“ sagði Einar Andri. Hvaða byrjunarlið er betra? Selfoss er nú komið með Ragnar Jóhannsson heim úr atvinnumennsku í stöðu hægri skyttu. Getur liðið orðið Íslandsmeistari? „Engin spurning, ásamt nokkrum öðrum liðum. Auðvitað fór Haukur eftir síðasta tímabil og Árni Steinn hætti, en þeir eru búnir að taka frábæran markvörð inn, Guðmund Hólmar, Svein Aron og nú Ragga, inn í mjög sterkan og flottan hóp. Það er ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði. Þeir hafa hundrað prósent gæðin [til að landa titlinum] en það eru fleiri lið sem ætla sér titilinn,“ sagði Einar Andri, og spurði: „Hvaða byrjunarlið er betra en Selfoss?“ Bjarni tók undir að Selfyssingar litu vel út: „Þeir eru með frábært lið og líta vel út. Þeir eru líka í góðu standi. Það er góður bragur á þeim.“ Dómarar deildarinnar voru einnig til umræðu en hægt að er horfa á Lokaskotið úr Seinni bylgjunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Grótta hefur þegar náð fimm stigum í Olís-deild karla í handbolta og virðist á góðu róli á meðan að Þór Akureyri er með tvö stig og ÍR ekkert. Henry Birgir Gunnarsson spurði þá Einar Andra Einarsson og Bjarna Fritzson hvort ÍR og Þór hefðu burði til að gera fallbaráttuna spennandi: „Grótta er skrefi fyrir framan bæði þessi lið núna,“ sagði Bjarni, og bætti við: „Lið eins og Fram, sem maður hélt að gæti dottið ofan í þetta, virkar traust. Mér leist ágætlega á bæði Þór og ÍR, og við ættum alls ekki að afskrifa neina, en ef ég tala um ÍR þá finnst mér þeir þurfa að sækja meira til að vinna. Mér finnst þeir stundum stressaðir. Þeir hafa engu að tapa. Af hverju „gönna“ þeir ekki á þetta?“ „Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi tvö lið falli. Eins og staðan er núna mun Grótta halda áfram að taka stig, og Þórsararnir eru bara með menn í meiðslum og veseni,“ sagði Einar Andri. Hvaða byrjunarlið er betra? Selfoss er nú komið með Ragnar Jóhannsson heim úr atvinnumennsku í stöðu hægri skyttu. Getur liðið orðið Íslandsmeistari? „Engin spurning, ásamt nokkrum öðrum liðum. Auðvitað fór Haukur eftir síðasta tímabil og Árni Steinn hætti, en þeir eru búnir að taka frábæran markvörð inn, Guðmund Hólmar, Svein Aron og nú Ragga, inn í mjög sterkan og flottan hóp. Það er ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði. Þeir hafa hundrað prósent gæðin [til að landa titlinum] en það eru fleiri lið sem ætla sér titilinn,“ sagði Einar Andri, og spurði: „Hvaða byrjunarlið er betra en Selfoss?“ Bjarni tók undir að Selfyssingar litu vel út: „Þeir eru með frábært lið og líta vel út. Þeir eru líka í góðu standi. Það er góður bragur á þeim.“ Dómarar deildarinnar voru einnig til umræðu en hægt að er horfa á Lokaskotið úr Seinni bylgjunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira