Hann var færður í fangageymslu en einstaklingurinn sem hann er grunaður um að hafa ráðist á var með minniháttar áverka að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þar á meðal var ökumaður sem stöðvaður var í Árbænum.
Með honum var farþegi í bílnum sem kærður var fyrir brot á vopnalögum. Bæði ökumaður og farþeginn eru ólögráða og var reynt að ná sambandi við foreldra en það tókst ekki. Þeim var ekið til síns heima og málið tilkynnt til barnaverndar.