Tuð á twitter Egill Þór Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 07:30 Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull. Þessi yfirlýsing átti að setja tóninn um betri loftgæði í Reykjavíkurborg til frambúðar. Samþykktinni yrði svo fylgt eftir með markvissum aðgerðum, til þess að bæta loftgæði í borginni. Yfirlýsing var samþykkt af öllum stjórnmálaflokkum í borginni. Í kjölfarið á samþykktri yfirlýsingu lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Fjölþættar aðgerðir. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, orkuskiptum hraðað, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar sem myndi draga úr salt- og sandnotkun. að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Engin áhugi á lausnum Frá því að tillögurnar voru lagðar fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk tuttugu og fimm sinnum eftir að borgarstjórn samþykkti í byrjun kjörtímabils yfirlýsingu þess efnis að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það. Það er ekki nóg að tuða um svifryksmál á samfélagsmiðlinum twitter og vonast eftir því að ástandið breytist. Því miður minnir þetta óneitanlega á stór loforð um bætta þjónustu strætó sem öll borgarstjórn samþykkti í upphafi kjörtímabils. Hún hljóðaði svo að tíðni strætó á helstu stofnleiðum borgarinnar yrði aukin í 7,5 mínútur. En ekkert gerðist. Engin ein lausn við vandanum Það er ekki til nein ein lausn við svifryksvandanum. Orsakir svifryks eru fjölmargar, þess vegna höfum við Sjálfstæðismenn ávallt talað fyrir fjölþættum aðgerðum til að draga úr svifryksvandanum og auka loftgæðin í borginni. Umræðan snýst oft á tíðum um að banna nagladekk, banna akstur bifreiða með tiltekið skráningarnúmer, banna hitt og þetta. Undir þær hugmyndir er ekki hægt að taka, sérstaklega í ljósi þess að gengið er fram hjá einföldum lausnum. Lausnum sem hægt er að fara í strax. Á borgarstjórnarfundi 2. febrúar lögðum við Sjálfstæðismenn aftur fram tillögu sem á að stuðla að betri loftgæðum í borginni. Fyrir fólkið í borginni, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þrátt fyrir aðgerðarleysi síðustu ára, og áhugaleysi meirihlutans á loftgæðum í borginni verðum við að halda málinu á lofti og tala fyrir því. Talið er að rekja megi 60-80 dauðsföll á ári hverju til svifryksmengunar. Tillagan sem lögð var fram 2. febrúar var einföld, lausnarmiðuð og getur verið komin skjótlega til framkvæmda sé vilji til að bregðast við loftgæðavandanum. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: Auka þrif á götum borgarinnar, Bæta vetrarþjónustu í borginni, sérstaklega í efri byggðum, Breyta gjaldskrám á stöðumælagjöldum á þann veg að þeir sem notast við nagladekk greiði hærra verð fyrir bílastæði en þeir sem ekki nota þau. Ásamt þeim 8 tillögum sem við lögðum fram fyrr á kjörtímabilinu bætast núna við nýjar lausnir um að bæta loftgæði í borginni í baráttunni við svifrykið. Þessar hugmyndir eru á þann veg að það er á forræði borgarinnar að ráðast strax í þær. Við þurfum ekki að benda á ríkið, við þurfum ekki að snúa meira út úr umræðunni, við getum ráðist í þær strax. Höfundur er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Egill Þór Jónsson Nagladekk Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull. Þessi yfirlýsing átti að setja tóninn um betri loftgæði í Reykjavíkurborg til frambúðar. Samþykktinni yrði svo fylgt eftir með markvissum aðgerðum, til þess að bæta loftgæði í borginni. Yfirlýsing var samþykkt af öllum stjórnmálaflokkum í borginni. Í kjölfarið á samþykktri yfirlýsingu lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Fjölþættar aðgerðir. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, orkuskiptum hraðað, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar sem myndi draga úr salt- og sandnotkun. að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Engin áhugi á lausnum Frá því að tillögurnar voru lagðar fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk tuttugu og fimm sinnum eftir að borgarstjórn samþykkti í byrjun kjörtímabils yfirlýsingu þess efnis að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það. Það er ekki nóg að tuða um svifryksmál á samfélagsmiðlinum twitter og vonast eftir því að ástandið breytist. Því miður minnir þetta óneitanlega á stór loforð um bætta þjónustu strætó sem öll borgarstjórn samþykkti í upphafi kjörtímabils. Hún hljóðaði svo að tíðni strætó á helstu stofnleiðum borgarinnar yrði aukin í 7,5 mínútur. En ekkert gerðist. Engin ein lausn við vandanum Það er ekki til nein ein lausn við svifryksvandanum. Orsakir svifryks eru fjölmargar, þess vegna höfum við Sjálfstæðismenn ávallt talað fyrir fjölþættum aðgerðum til að draga úr svifryksvandanum og auka loftgæðin í borginni. Umræðan snýst oft á tíðum um að banna nagladekk, banna akstur bifreiða með tiltekið skráningarnúmer, banna hitt og þetta. Undir þær hugmyndir er ekki hægt að taka, sérstaklega í ljósi þess að gengið er fram hjá einföldum lausnum. Lausnum sem hægt er að fara í strax. Á borgarstjórnarfundi 2. febrúar lögðum við Sjálfstæðismenn aftur fram tillögu sem á að stuðla að betri loftgæðum í borginni. Fyrir fólkið í borginni, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þrátt fyrir aðgerðarleysi síðustu ára, og áhugaleysi meirihlutans á loftgæðum í borginni verðum við að halda málinu á lofti og tala fyrir því. Talið er að rekja megi 60-80 dauðsföll á ári hverju til svifryksmengunar. Tillagan sem lögð var fram 2. febrúar var einföld, lausnarmiðuð og getur verið komin skjótlega til framkvæmda sé vilji til að bregðast við loftgæðavandanum. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: Auka þrif á götum borgarinnar, Bæta vetrarþjónustu í borginni, sérstaklega í efri byggðum, Breyta gjaldskrám á stöðumælagjöldum á þann veg að þeir sem notast við nagladekk greiði hærra verð fyrir bílastæði en þeir sem ekki nota þau. Ásamt þeim 8 tillögum sem við lögðum fram fyrr á kjörtímabilinu bætast núna við nýjar lausnir um að bæta loftgæði í borginni í baráttunni við svifrykið. Þessar hugmyndir eru á þann veg að það er á forræði borgarinnar að ráðast strax í þær. Við þurfum ekki að benda á ríkið, við þurfum ekki að snúa meira út úr umræðunni, við getum ráðist í þær strax. Höfundur er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun