Tuð á twitter Egill Þór Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 07:30 Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull. Þessi yfirlýsing átti að setja tóninn um betri loftgæði í Reykjavíkurborg til frambúðar. Samþykktinni yrði svo fylgt eftir með markvissum aðgerðum, til þess að bæta loftgæði í borginni. Yfirlýsing var samþykkt af öllum stjórnmálaflokkum í borginni. Í kjölfarið á samþykktri yfirlýsingu lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Fjölþættar aðgerðir. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, orkuskiptum hraðað, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar sem myndi draga úr salt- og sandnotkun. að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Engin áhugi á lausnum Frá því að tillögurnar voru lagðar fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk tuttugu og fimm sinnum eftir að borgarstjórn samþykkti í byrjun kjörtímabils yfirlýsingu þess efnis að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það. Það er ekki nóg að tuða um svifryksmál á samfélagsmiðlinum twitter og vonast eftir því að ástandið breytist. Því miður minnir þetta óneitanlega á stór loforð um bætta þjónustu strætó sem öll borgarstjórn samþykkti í upphafi kjörtímabils. Hún hljóðaði svo að tíðni strætó á helstu stofnleiðum borgarinnar yrði aukin í 7,5 mínútur. En ekkert gerðist. Engin ein lausn við vandanum Það er ekki til nein ein lausn við svifryksvandanum. Orsakir svifryks eru fjölmargar, þess vegna höfum við Sjálfstæðismenn ávallt talað fyrir fjölþættum aðgerðum til að draga úr svifryksvandanum og auka loftgæðin í borginni. Umræðan snýst oft á tíðum um að banna nagladekk, banna akstur bifreiða með tiltekið skráningarnúmer, banna hitt og þetta. Undir þær hugmyndir er ekki hægt að taka, sérstaklega í ljósi þess að gengið er fram hjá einföldum lausnum. Lausnum sem hægt er að fara í strax. Á borgarstjórnarfundi 2. febrúar lögðum við Sjálfstæðismenn aftur fram tillögu sem á að stuðla að betri loftgæðum í borginni. Fyrir fólkið í borginni, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þrátt fyrir aðgerðarleysi síðustu ára, og áhugaleysi meirihlutans á loftgæðum í borginni verðum við að halda málinu á lofti og tala fyrir því. Talið er að rekja megi 60-80 dauðsföll á ári hverju til svifryksmengunar. Tillagan sem lögð var fram 2. febrúar var einföld, lausnarmiðuð og getur verið komin skjótlega til framkvæmda sé vilji til að bregðast við loftgæðavandanum. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: Auka þrif á götum borgarinnar, Bæta vetrarþjónustu í borginni, sérstaklega í efri byggðum, Breyta gjaldskrám á stöðumælagjöldum á þann veg að þeir sem notast við nagladekk greiði hærra verð fyrir bílastæði en þeir sem ekki nota þau. Ásamt þeim 8 tillögum sem við lögðum fram fyrr á kjörtímabilinu bætast núna við nýjar lausnir um að bæta loftgæði í borginni í baráttunni við svifrykið. Þessar hugmyndir eru á þann veg að það er á forræði borgarinnar að ráðast strax í þær. Við þurfum ekki að benda á ríkið, við þurfum ekki að snúa meira út úr umræðunni, við getum ráðist í þær strax. Höfundur er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Egill Þór Jónsson Nagladekk Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull. Þessi yfirlýsing átti að setja tóninn um betri loftgæði í Reykjavíkurborg til frambúðar. Samþykktinni yrði svo fylgt eftir með markvissum aðgerðum, til þess að bæta loftgæði í borginni. Yfirlýsing var samþykkt af öllum stjórnmálaflokkum í borginni. Í kjölfarið á samþykktri yfirlýsingu lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Fjölþættar aðgerðir. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, orkuskiptum hraðað, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar sem myndi draga úr salt- og sandnotkun. að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Engin áhugi á lausnum Frá því að tillögurnar voru lagðar fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk tuttugu og fimm sinnum eftir að borgarstjórn samþykkti í byrjun kjörtímabils yfirlýsingu þess efnis að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það. Það er ekki nóg að tuða um svifryksmál á samfélagsmiðlinum twitter og vonast eftir því að ástandið breytist. Því miður minnir þetta óneitanlega á stór loforð um bætta þjónustu strætó sem öll borgarstjórn samþykkti í upphafi kjörtímabils. Hún hljóðaði svo að tíðni strætó á helstu stofnleiðum borgarinnar yrði aukin í 7,5 mínútur. En ekkert gerðist. Engin ein lausn við vandanum Það er ekki til nein ein lausn við svifryksvandanum. Orsakir svifryks eru fjölmargar, þess vegna höfum við Sjálfstæðismenn ávallt talað fyrir fjölþættum aðgerðum til að draga úr svifryksvandanum og auka loftgæðin í borginni. Umræðan snýst oft á tíðum um að banna nagladekk, banna akstur bifreiða með tiltekið skráningarnúmer, banna hitt og þetta. Undir þær hugmyndir er ekki hægt að taka, sérstaklega í ljósi þess að gengið er fram hjá einföldum lausnum. Lausnum sem hægt er að fara í strax. Á borgarstjórnarfundi 2. febrúar lögðum við Sjálfstæðismenn aftur fram tillögu sem á að stuðla að betri loftgæðum í borginni. Fyrir fólkið í borginni, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þrátt fyrir aðgerðarleysi síðustu ára, og áhugaleysi meirihlutans á loftgæðum í borginni verðum við að halda málinu á lofti og tala fyrir því. Talið er að rekja megi 60-80 dauðsföll á ári hverju til svifryksmengunar. Tillagan sem lögð var fram 2. febrúar var einföld, lausnarmiðuð og getur verið komin skjótlega til framkvæmda sé vilji til að bregðast við loftgæðavandanum. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: Auka þrif á götum borgarinnar, Bæta vetrarþjónustu í borginni, sérstaklega í efri byggðum, Breyta gjaldskrám á stöðumælagjöldum á þann veg að þeir sem notast við nagladekk greiði hærra verð fyrir bílastæði en þeir sem ekki nota þau. Ásamt þeim 8 tillögum sem við lögðum fram fyrr á kjörtímabilinu bætast núna við nýjar lausnir um að bæta loftgæði í borginni í baráttunni við svifrykið. Þessar hugmyndir eru á þann veg að það er á forræði borgarinnar að ráðast strax í þær. Við þurfum ekki að benda á ríkið, við þurfum ekki að snúa meira út úr umræðunni, við getum ráðist í þær strax. Höfundur er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun