Skipulagsleysi og langar og leiðinlegar ræður Sunna Sæmundsdóttir og skrifa 2. febrúar 2021 18:05 Í tilraunaskyni verða breytingar gerðar á skipulagi þingfunda fram að páskum, er miða að því að innleiða styttingu vinnuvikunnar. vísir/Vilhelm Skipulagsleysið á Alþingi er á ótrúlegu stigi og þingmenn þurfa að gefa stóran hluta fjölskyldu- og einkalífs upp á bátinn til þess að sinna þingstörfum með góðum hætti. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um breytingar á þingskaparlögum á Alþingi í dag. Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á þingsköpum sem Helgi sagði fyrst og fremst tæknilegar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytingunum sé ætlað að bæta verklag, auka skýrleika og renna stoðum undir framkvæmd sem venja hefur skapast um. Helgi sagði að næsta skref ætti að felast í breytingum á vinnubrögðum. Þingstörfin séu í dag óskipulögð og ófjölskylduvæn. Þetta skipti máli og geti fælt frambærilegt fólk frá þingstörfum. „Þegar kemur að því hvernig við þingmenn störfum, hvaða mál við setjum á dagskrá, hvernig við ræðum, hvernig við vílum og dílum um hvað fari á dagskrá, hvað fari í nefnd, hvernig mál fari út úr nefnd og svo framvegis, að þá er skipulagsleysið á ótrúlegu stigi. Ég held að allir nýir þingmenn verði hissa þegar koma inn,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í þingstörfum.vísir/Vilhelm „Sú krafa sem er gerð á þingmenn gagnvart fjölskyldulífi og einkalífi er meira eða minna sú að þeir gefi tímabundið mjög stóran hluta af því upp á bátinn, alla vega ef þeir ætla að standa sig vel.“ Skipulagi þingfunda hefur verið breytt fram að páskum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Nýja fyrirkomulagið er viðhaft í tilraunaskyni og í tilkynningu frá Alþingi segir að það verði vonandi fest í sessi þegar fram í sækir. Ekki verða þingfundir á mánudögum og á föstudögum, en þingfundir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum munu hefjast fyrr en áður, eða klukkan 13 þannig að ljúka megi störfum fyrr. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/Vilhelm Langar og leiðinlegar ræður Fleiri þingmenn telja þarfaverk að bæta skipulagið á Alþingi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ræður þingmanna gætu verið hnitmiðaðri. „Ég tel að þær breytingar sem nú er er verið að gera í tilraunaskyni á skipulagi þingvikunnar séu til bóta og ég er spennt að sjá niðurstöðu þess. En það er þó eitt sem ég hef reglulega bent á hér í þessum ræðustól og það eru lengd þingfunda, eða hvað við höldum langar ræður,“ sagði Bryndís. „Ég tel að þingheimur þurfi að taka sig svolítið saman í þessum þáttum og að ein leiðin til þess að nálgast þetta sé að við komum okkur saman um að það sé óeðlilegt að hér fari fólk upp í ræðustól og haldi langar ræður og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, leiðinlegar ræður. Því það er allavega mín skoðun að langar ræður eru yfirleitt frekar leiðinlegar.“ Þetta geti leitt til óþarflega langra þingfunda. „Þó að það sé nú þannig í flestum ríkjum að málfrelsi megi ekki hefta og maður sé ekki kannski að tala fyrir því hér, þá eru samt verklagsreglur eða hefðir hjá nágrannaþingum okkar sem taka svolítið á því. Að það er svona meiri fyrirsjáanleiki í því hvaða mál eru á dagskrá og hverjir ætli þá inn í umræðuna,“ sagði Bryndís. Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á þingsköpum sem Helgi sagði fyrst og fremst tæknilegar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytingunum sé ætlað að bæta verklag, auka skýrleika og renna stoðum undir framkvæmd sem venja hefur skapast um. Helgi sagði að næsta skref ætti að felast í breytingum á vinnubrögðum. Þingstörfin séu í dag óskipulögð og ófjölskylduvæn. Þetta skipti máli og geti fælt frambærilegt fólk frá þingstörfum. „Þegar kemur að því hvernig við þingmenn störfum, hvaða mál við setjum á dagskrá, hvernig við ræðum, hvernig við vílum og dílum um hvað fari á dagskrá, hvað fari í nefnd, hvernig mál fari út úr nefnd og svo framvegis, að þá er skipulagsleysið á ótrúlegu stigi. Ég held að allir nýir þingmenn verði hissa þegar koma inn,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í þingstörfum.vísir/Vilhelm „Sú krafa sem er gerð á þingmenn gagnvart fjölskyldulífi og einkalífi er meira eða minna sú að þeir gefi tímabundið mjög stóran hluta af því upp á bátinn, alla vega ef þeir ætla að standa sig vel.“ Skipulagi þingfunda hefur verið breytt fram að páskum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Nýja fyrirkomulagið er viðhaft í tilraunaskyni og í tilkynningu frá Alþingi segir að það verði vonandi fest í sessi þegar fram í sækir. Ekki verða þingfundir á mánudögum og á föstudögum, en þingfundir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum munu hefjast fyrr en áður, eða klukkan 13 þannig að ljúka megi störfum fyrr. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/Vilhelm Langar og leiðinlegar ræður Fleiri þingmenn telja þarfaverk að bæta skipulagið á Alþingi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ræður þingmanna gætu verið hnitmiðaðri. „Ég tel að þær breytingar sem nú er er verið að gera í tilraunaskyni á skipulagi þingvikunnar séu til bóta og ég er spennt að sjá niðurstöðu þess. En það er þó eitt sem ég hef reglulega bent á hér í þessum ræðustól og það eru lengd þingfunda, eða hvað við höldum langar ræður,“ sagði Bryndís. „Ég tel að þingheimur þurfi að taka sig svolítið saman í þessum þáttum og að ein leiðin til þess að nálgast þetta sé að við komum okkur saman um að það sé óeðlilegt að hér fari fólk upp í ræðustól og haldi langar ræður og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, leiðinlegar ræður. Því það er allavega mín skoðun að langar ræður eru yfirleitt frekar leiðinlegar.“ Þetta geti leitt til óþarflega langra þingfunda. „Þó að það sé nú þannig í flestum ríkjum að málfrelsi megi ekki hefta og maður sé ekki kannski að tala fyrir því hér, þá eru samt verklagsreglur eða hefðir hjá nágrannaþingum okkar sem taka svolítið á því. Að það er svona meiri fyrirsjáanleiki í því hvaða mál eru á dagskrá og hverjir ætli þá inn í umræðuna,“ sagði Bryndís.
Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira