Brim dæmt til að greiða fyrrverandi háseta fjórar milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2021 15:13 Brim hefur verið dæmt til að greiða manni sem fór í meðferð staðgengilslaun. Guðmundur Kristjánsson hefur, eftir nokkur hlé, tekið við forstjórataumunum þar á ný. vísir/vilhelm Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur verið dæmt til að greiða háseta sem fór í meðferð í Svíþjóð tæpar fjórar milljónir króna í svokölluð staðgengilslaun fyrir tveggja mánaða tímabil. Sjómaðurinn sem stefndi Brim starfaði sem háseti hjá fyrirtækinu. Stefna hans byggir á því að í veiðiferð frystitogarans sem hann starfaði á hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Hásetinn segist hafa komið óvinnufær í land og hafði þá samband við heimilislækni sinn. Hásetinn fyrrverandi höfðar málið til innheimtu á „staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Mætti ekki vegna vímuefnavanda Lögmaður Brims mótmælti því ekki að hásetinn hefði að öllu jöfnu átt rétt á staðgengilslaunum í tvo mánuði. Hins vegar vill Brim ekki fallast á að greiða hásetanum staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt sé að eftir að hann kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni. Stefnandi átti samkvæmt því að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og annarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að hásetinn hafi neyðst til að hætta sjómennsku vegna þunglyndis og kvíða auk gruns um geðhvarfasjúkdóm. Þar kemur fram að stefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér og verið óvinnfær. Alkóhólismi ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar Lögmaður Brims vakti meðal annars athygli á því að neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar sé ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar. Og að stefnandi hafi vanrækt að tilkynna vinnuveitanda um að hann væri óvinnufær. Á það féllst dómari ekki. Í dómsorði, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, telur Arnaldur Hjartarson héraðsdómari að taka beri kröfu hásetans fyrrverandi um tveggja mánaða laun til greina. Þar segir meðal annars að málsástæða stefnda, sem ekki sé studd haldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við, komi ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ekki sé uppi ágreiningur um fjárhæðir, greiða beri stefnanda 2,706 krónur með dráttavöxtum frá 15. júní 2019. Og málskostnað sem þykir hæfilegur 950.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sjávarútvegur Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Sjómaðurinn sem stefndi Brim starfaði sem háseti hjá fyrirtækinu. Stefna hans byggir á því að í veiðiferð frystitogarans sem hann starfaði á hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Hásetinn segist hafa komið óvinnufær í land og hafði þá samband við heimilislækni sinn. Hásetinn fyrrverandi höfðar málið til innheimtu á „staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Mætti ekki vegna vímuefnavanda Lögmaður Brims mótmælti því ekki að hásetinn hefði að öllu jöfnu átt rétt á staðgengilslaunum í tvo mánuði. Hins vegar vill Brim ekki fallast á að greiða hásetanum staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt sé að eftir að hann kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni. Stefnandi átti samkvæmt því að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og annarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að hásetinn hafi neyðst til að hætta sjómennsku vegna þunglyndis og kvíða auk gruns um geðhvarfasjúkdóm. Þar kemur fram að stefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér og verið óvinnfær. Alkóhólismi ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar Lögmaður Brims vakti meðal annars athygli á því að neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar sé ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar. Og að stefnandi hafi vanrækt að tilkynna vinnuveitanda um að hann væri óvinnufær. Á það féllst dómari ekki. Í dómsorði, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, telur Arnaldur Hjartarson héraðsdómari að taka beri kröfu hásetans fyrrverandi um tveggja mánaða laun til greina. Þar segir meðal annars að málsástæða stefnda, sem ekki sé studd haldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við, komi ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ekki sé uppi ágreiningur um fjárhæðir, greiða beri stefnanda 2,706 krónur með dráttavöxtum frá 15. júní 2019. Og málskostnað sem þykir hæfilegur 950.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Sjávarútvegur Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira