Hvernig líður þér? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:00 „Bara vel“ er svolítið eins og autoreply við spurningunni: Hvernig líður þér? Stundum skiljanlega enda hefjast mörg samtöl með þessum orðum og maður vill kannski ekki skutla gusunni af pirringi eða erfiðleikum dagsins framan í viðmælandann svona óforvarendis. Það er þó skiljanlegt að margir upplifi erfiðleika á þessum undarlegu tímum og kannski þarf að finna nýjar leiðir til að vinna úr þeim erfiðleikum. Knúsfúsir krúttspaðar sem og þeir sem eru örlítið lokaðri hafa þurft að finna nýjar leiðir til þess að upplifa nánd og kærleika unanfarið ár. Þeir eru kannski á síðustu dropunum og á barmið þess að kvæsa á samstarfsmenn sína á næsta fjarfundi þó að þeir eigi það alls ekki skilið. Erfiðar eða flóknar tilfinningar þurfa þó ekki að safnast upp hjá manni þó og kannski er kominn tími til að leita nýrra leiða til þess að fá útrás fyrir þær. Hugleiðsla er frábær leið til þess að glíma við hugann og tilfinningar hjartans en getur verið erfitt að byrja þegar allt er komið í knút. Það eru margar leiðir til þess að hugleiða og aðeins ein þeirra krefst þesss að þú sitjir kyrr með fæturna pakkaða í saltkringlu og reynir að hemja hugann. Það getur verið mjög erfitt að ætla sér það þegar maður er leiður, hræddur eða stressaður og kannski svolítið eins og að ætla sér beint upp úr sófanum og snakkpokanum á Everest. Hvort sem maður er ofurmeðvitaður jóga- og hugleiðsluiðkandi eða bara alls ekkert á þeirri bylgjulengd er það góð hugmynd að spyrja sjálfan sig að því daglega: hvernig líður mér? Og gæta þess að svara ekki á autoreply „bara vel.“ Það er hressandi að svara sjálfum sér heiðarlega og finna fyrir gleði, pirringi eða hverju sem kann að gerast þá stundina innra með manni. Þegar maður veit hvernig manni líður er aðveldara að finna hvað mann vantar og því er næsta spurning sem gott er að spyjar sig: hvað viltu finna í hugleiðslu dagsins? Og svo er hægt að spyrja sig að því hverju maður vilji sleppa tökunum af. Til þess að finna hugleiðslu við hæfi eru ótal hugleiðsluöpp sem bjóða upp á stuttar hugleiðslur til að nota þegar þú gefur þér stund til þess að huga að sjálfum þér. Flow Meditation er til dæmis ókeypis fyrir snjallsíma og þar geturðu fundið hugleiðslur sem eru aðeins 4 mínútur. Með þessum þremur spurningum kemstu nær því að skilja hvernig þér líður og vera meðvitaður um þau skref sem þú villt taka til þess að breyta stöðunni. Hvernig líður þér?Hvað viltu finna?Hverju viltu sleppa tökunum af? Meðvituð um áhættuna á því að hljóma eins og misjafnlega-alvitur-amerískur-mark- og lífsstíls-leiðtoga-þjálfari skrifa ég samt um þessar spurningar því þær eru gagnlegar en virka auðvitað best ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og finnur sér leiðir til þess að grípa til aðgerða í eigin lífi. Það er kannski betra en að gubba eigin gremju yfir saklausa fundargesti hinu megin á fjarfundarlínunni sem eiga líka nóg með sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Heilsa Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
„Bara vel“ er svolítið eins og autoreply við spurningunni: Hvernig líður þér? Stundum skiljanlega enda hefjast mörg samtöl með þessum orðum og maður vill kannski ekki skutla gusunni af pirringi eða erfiðleikum dagsins framan í viðmælandann svona óforvarendis. Það er þó skiljanlegt að margir upplifi erfiðleika á þessum undarlegu tímum og kannski þarf að finna nýjar leiðir til að vinna úr þeim erfiðleikum. Knúsfúsir krúttspaðar sem og þeir sem eru örlítið lokaðri hafa þurft að finna nýjar leiðir til þess að upplifa nánd og kærleika unanfarið ár. Þeir eru kannski á síðustu dropunum og á barmið þess að kvæsa á samstarfsmenn sína á næsta fjarfundi þó að þeir eigi það alls ekki skilið. Erfiðar eða flóknar tilfinningar þurfa þó ekki að safnast upp hjá manni þó og kannski er kominn tími til að leita nýrra leiða til þess að fá útrás fyrir þær. Hugleiðsla er frábær leið til þess að glíma við hugann og tilfinningar hjartans en getur verið erfitt að byrja þegar allt er komið í knút. Það eru margar leiðir til þess að hugleiða og aðeins ein þeirra krefst þesss að þú sitjir kyrr með fæturna pakkaða í saltkringlu og reynir að hemja hugann. Það getur verið mjög erfitt að ætla sér það þegar maður er leiður, hræddur eða stressaður og kannski svolítið eins og að ætla sér beint upp úr sófanum og snakkpokanum á Everest. Hvort sem maður er ofurmeðvitaður jóga- og hugleiðsluiðkandi eða bara alls ekkert á þeirri bylgjulengd er það góð hugmynd að spyrja sjálfan sig að því daglega: hvernig líður mér? Og gæta þess að svara ekki á autoreply „bara vel.“ Það er hressandi að svara sjálfum sér heiðarlega og finna fyrir gleði, pirringi eða hverju sem kann að gerast þá stundina innra með manni. Þegar maður veit hvernig manni líður er aðveldara að finna hvað mann vantar og því er næsta spurning sem gott er að spyjar sig: hvað viltu finna í hugleiðslu dagsins? Og svo er hægt að spyrja sig að því hverju maður vilji sleppa tökunum af. Til þess að finna hugleiðslu við hæfi eru ótal hugleiðsluöpp sem bjóða upp á stuttar hugleiðslur til að nota þegar þú gefur þér stund til þess að huga að sjálfum þér. Flow Meditation er til dæmis ókeypis fyrir snjallsíma og þar geturðu fundið hugleiðslur sem eru aðeins 4 mínútur. Með þessum þremur spurningum kemstu nær því að skilja hvernig þér líður og vera meðvitaður um þau skref sem þú villt taka til þess að breyta stöðunni. Hvernig líður þér?Hvað viltu finna?Hverju viltu sleppa tökunum af? Meðvituð um áhættuna á því að hljóma eins og misjafnlega-alvitur-amerískur-mark- og lífsstíls-leiðtoga-þjálfari skrifa ég samt um þessar spurningar því þær eru gagnlegar en virka auðvitað best ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og finnur sér leiðir til þess að grípa til aðgerða í eigin lífi. Það er kannski betra en að gubba eigin gremju yfir saklausa fundargesti hinu megin á fjarfundarlínunni sem eiga líka nóg með sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun