„Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin“ Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2021 11:18 Guðmundur Gunnarsson hittir beint í mark meðal Vestfirðinga þegar hann hæðist að auglýsingaskilti Orkunnar og þá ekki síður hinu „góða“ tilboði: „Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum“. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, gefur lítið fyrir meinta góðmennsku og hugulsemi Orkufólksins „Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri takk fyrir. Svo er líka hægt að keyra 15 kílómetra til Bolungarvíkur og fá sama sopa á 232,5 kr. Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum,“ segir Guðmundur háðslega í Facebookfærslu. Hann birtir mynd af bensínstöð Orkunnar þar sem getur að líta flennistórt skilti þar sem stendur: „Cheap fuel in Iceland“. Guðmundur bendir á að sama varan, frá sama fyrirtæki, fáist reyndar á 193,3 krónur við Dalveg í Kópavogi. „Ekki nema 40 krónum ódýrari. Sá díll er reyndar á íslensku. Hver tankur einhverjum þúsundköllum ódýrari. Samt ekki cheap.“ Vestfirðingar grátt leiknir Bæjarstjórinn fyrrverandi beinir orðum sínum til Facebookvina sinna og áhugafólks um neytendamál: „Hugsið ykkur, á sama bílaplani á Ísafirði er hægt að kaupa matvöru á sama verði og í Reykjavík. Hvernig sem á því stendur.“ Guðmundur telur að það hljóti þá að gilda einhver allt önnur lögmál um flutningskostnað á mjólk en bensíni. Hann segist ekki þekkja það. En klykkir út með írónískri kveðju til Orkufólksins: „Endemis hugulsemi alltaf hreint hjá þessu olíufólki. Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin.“ Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri...Posted by Gudmundur Gunnarsson on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ljóst er að Guðmundur, sem er kominn í framboðsgír, hefur hitt á taug því mikil umræða um pistil hans hefur myndast í athugasemdum. Ýmsir valinkunnir Vestfirðingar hafa lýst sig heils hugar sammála þessari þörfu ábendingu; margir telja landsbyggðafólkið grátt leikið og þá ekki síst Vestfirðingar: „Glæpur, ekkert annað,“ segir einn. Annar telur að skiltið skelfilegt: „Þetta hræðilega skilti hefði líka átt að fara í grenndarkynningu.“ Vandamálið ekki bara bundið við Vestfirðinga Þó er einn, Magnús Magnússon sem starfar á auglýsingastofunni Peel og býr í Garðabæ, sem vill gjalda varhug við þeirri mynd sem dregin er upp af raunum landsbyggðarinnar: „Er ekki eldsneyti líka dýrara á höfuðborgarsvæðinu því lengra sem þú ferð frá Costco? Þú ert að bera verðið saman við einu Orku stöðvarnar sem eru ódýrari... allar aðrar í borginni eru með sama verð.“ En ábending Magnúsar fellur ekki kramið meðal Vestfirðinga, síst hjá málshefjanda sem spyr með þjósti: „Hvað með það? Af hverju eru kasjú hneturnar ekki dýrari því lengra sem ég ek frá Garðabæ? Öll olíufélögin eru með stöðvar fyrir vestan. Þar ættu líka að gilda lögmál um samkeppni. Nú eða samráð.“ Magnús segist skilja punkt Guðmundar en vandamálið sé ekki tengt Vestfjörðum eða öðrum svæðum. „Ef ég ákveð að horfa bara til bensínstöðva í Breiðholti get ég sagt það nákvæmlega sama og þú um Vestfirði. Vandamálið er almennt og sýnir að bensínstöðvar eru hvergi í alvöru samkeppni nema við Costco.“ Neytendur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bensín og olía Costco Tengdar fréttir Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri takk fyrir. Svo er líka hægt að keyra 15 kílómetra til Bolungarvíkur og fá sama sopa á 232,5 kr. Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum,“ segir Guðmundur háðslega í Facebookfærslu. Hann birtir mynd af bensínstöð Orkunnar þar sem getur að líta flennistórt skilti þar sem stendur: „Cheap fuel in Iceland“. Guðmundur bendir á að sama varan, frá sama fyrirtæki, fáist reyndar á 193,3 krónur við Dalveg í Kópavogi. „Ekki nema 40 krónum ódýrari. Sá díll er reyndar á íslensku. Hver tankur einhverjum þúsundköllum ódýrari. Samt ekki cheap.“ Vestfirðingar grátt leiknir Bæjarstjórinn fyrrverandi beinir orðum sínum til Facebookvina sinna og áhugafólks um neytendamál: „Hugsið ykkur, á sama bílaplani á Ísafirði er hægt að kaupa matvöru á sama verði og í Reykjavík. Hvernig sem á því stendur.“ Guðmundur telur að það hljóti þá að gilda einhver allt önnur lögmál um flutningskostnað á mjólk en bensíni. Hann segist ekki þekkja það. En klykkir út með írónískri kveðju til Orkufólksins: „Endemis hugulsemi alltaf hreint hjá þessu olíufólki. Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin.“ Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri...Posted by Gudmundur Gunnarsson on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ljóst er að Guðmundur, sem er kominn í framboðsgír, hefur hitt á taug því mikil umræða um pistil hans hefur myndast í athugasemdum. Ýmsir valinkunnir Vestfirðingar hafa lýst sig heils hugar sammála þessari þörfu ábendingu; margir telja landsbyggðafólkið grátt leikið og þá ekki síst Vestfirðingar: „Glæpur, ekkert annað,“ segir einn. Annar telur að skiltið skelfilegt: „Þetta hræðilega skilti hefði líka átt að fara í grenndarkynningu.“ Vandamálið ekki bara bundið við Vestfirðinga Þó er einn, Magnús Magnússon sem starfar á auglýsingastofunni Peel og býr í Garðabæ, sem vill gjalda varhug við þeirri mynd sem dregin er upp af raunum landsbyggðarinnar: „Er ekki eldsneyti líka dýrara á höfuðborgarsvæðinu því lengra sem þú ferð frá Costco? Þú ert að bera verðið saman við einu Orku stöðvarnar sem eru ódýrari... allar aðrar í borginni eru með sama verð.“ En ábending Magnúsar fellur ekki kramið meðal Vestfirðinga, síst hjá málshefjanda sem spyr með þjósti: „Hvað með það? Af hverju eru kasjú hneturnar ekki dýrari því lengra sem ég ek frá Garðabæ? Öll olíufélögin eru með stöðvar fyrir vestan. Þar ættu líka að gilda lögmál um samkeppni. Nú eða samráð.“ Magnús segist skilja punkt Guðmundar en vandamálið sé ekki tengt Vestfjörðum eða öðrum svæðum. „Ef ég ákveð að horfa bara til bensínstöðva í Breiðholti get ég sagt það nákvæmlega sama og þú um Vestfirði. Vandamálið er almennt og sýnir að bensínstöðvar eru hvergi í alvöru samkeppni nema við Costco.“
Neytendur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bensín og olía Costco Tengdar fréttir Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01