Martha hlær að umfjölluninni um elliheimilið og er ekkert að fara að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 10:01 Martha Hermannsdóttir fór með KA/Þór alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Vísir/Daníel Þór Handboltakonan Martha Hermannsdóttir er óleikfær eins og er en hún er hvergi nærri hætt í handbolta og finnst umræðan um aldur handboltakvenna vera á villigötum. Martha Hermannsdóttir hefur ekkert getað spila með liði KA/Þór eftir að keppni hófst að nýju í Olís deild kvenna í handbolta eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Martha hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá KA/Þór liðinu eftir að það kom aftur upp í deild þeirra bestu og óttuðust margir að KA/Þór stelpurnar yrði í miklum vandræðum án hennar. KA/Þór hefur sýnt að það var ekkert til í slíkum hrakspám enda vann liðið sannfærandi sigur á bikarmeisturum Fram um helgina og tók stig af Íslandsmeisturum Vals í leiknum á undan. KA/Þór liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Vals. En hvað með Mörtu Hermannsdóttur sem er að verða 38 ára gömul á þessu ári? Hún segist ekki vera hætt í handbolta þrátt fyrir þetta mótlæti núna. „Ég tími ekki að hætta því mér finnst þetta svo ógeðslega gaman. Ég byrjaði sex ára og hef alltaf verið í handboltanum. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að á meðan ég er góð í skrokknum og ég get eitthvað ætla ég mér að reyna vera í handboltanum eins lengi og ég get," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali við Morgunblaðið. Hún hefur líka góða fyrirmynd í deildinni. Kristín Guðmundsdóttir er enn að spila með HK en hún er orðin 42 ára gömul. Kristín skoraði þannig fimm mörk um helgina þegar HK liðið tók óvænt stig af toppliði Vals. Kristín er fædd árið 1978 en Martha fædd árið 1983. „Mér finnst frábært að sjá leikmenn eins og Kristínu Guðmunds halda bara áfram að spila og af hverju ekki? Við eigum landsliðskonur í hjólreiðum sem eru 45 ára gamlar og af hverju getur maður ekki spilað handbolta þótt maður sé orðinn fertugur, spyr Martha í viðtalinu og hún hlær að umfjölluninni um handboltakonur séu á leiðinni á elliheimili þegar þær ná góðum aldri. „Umræðan er oft á þann veg að þegar maður er orðinn 35 ára þá eigi maður bara að vera kominn á elliheimili, sem er galið," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtalinu við Morgunblaðið. View this post on Instagram A post shared by Meistaraflokkur KA/Þo rs (@kathor.handbolti) Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel Sjá meira
Martha Hermannsdóttir hefur ekkert getað spila með liði KA/Þór eftir að keppni hófst að nýju í Olís deild kvenna í handbolta eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Martha hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá KA/Þór liðinu eftir að það kom aftur upp í deild þeirra bestu og óttuðust margir að KA/Þór stelpurnar yrði í miklum vandræðum án hennar. KA/Þór hefur sýnt að það var ekkert til í slíkum hrakspám enda vann liðið sannfærandi sigur á bikarmeisturum Fram um helgina og tók stig af Íslandsmeisturum Vals í leiknum á undan. KA/Þór liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Vals. En hvað með Mörtu Hermannsdóttur sem er að verða 38 ára gömul á þessu ári? Hún segist ekki vera hætt í handbolta þrátt fyrir þetta mótlæti núna. „Ég tími ekki að hætta því mér finnst þetta svo ógeðslega gaman. Ég byrjaði sex ára og hef alltaf verið í handboltanum. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að á meðan ég er góð í skrokknum og ég get eitthvað ætla ég mér að reyna vera í handboltanum eins lengi og ég get," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali við Morgunblaðið. Hún hefur líka góða fyrirmynd í deildinni. Kristín Guðmundsdóttir er enn að spila með HK en hún er orðin 42 ára gömul. Kristín skoraði þannig fimm mörk um helgina þegar HK liðið tók óvænt stig af toppliði Vals. Kristín er fædd árið 1978 en Martha fædd árið 1983. „Mér finnst frábært að sjá leikmenn eins og Kristínu Guðmunds halda bara áfram að spila og af hverju ekki? Við eigum landsliðskonur í hjólreiðum sem eru 45 ára gamlar og af hverju getur maður ekki spilað handbolta þótt maður sé orðinn fertugur, spyr Martha í viðtalinu og hún hlær að umfjölluninni um handboltakonur séu á leiðinni á elliheimili þegar þær ná góðum aldri. „Umræðan er oft á þann veg að þegar maður er orðinn 35 ára þá eigi maður bara að vera kominn á elliheimili, sem er galið," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtalinu við Morgunblaðið. View this post on Instagram A post shared by Meistaraflokkur KA/Þo rs (@kathor.handbolti)
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita