Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 18:23 Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Vísir Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. Í frumathugunarskýrslu varðandi ofanflóðavarnir kemur fram að ekki sé unnt að verja byggðina fyrir stærri skriðum þannig að ásættanleg áhætta náist. Því hefur sveitarstjórn samþykkt að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði. Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Oddný og fjölskylda hennar eru ein þeirra sem fá ekki að snúa aftur á heimili sín vegna skriðuhættu.Vísir/Arnar Oddný Björk Daníelsdóttir, íbúi við Hafnargötu 42, hefur þegar kvatt heimili sitt. Hún segir í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag að hún muni sakna þess að búa þar. Nú sé húsið hins vegar ekki lengur öruggt og því þurfi þau fjölskyldan að kveðja. „Elsku Garður! Nú er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull,“ skrifar hún. Elsku Garður! Þá er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull....Posted by Oddný Björk Daníelsdóttir on Monday, February 1, 2021 „Takk fyrir að hafa hugsað vel um okkur. Þarna bjuggum við okkur til heimili og umhverfi þar sem okkur leið vel. Andinn í húsinu er svo góður og náttúran sem umlykur þig verður alltaf í sérstöku uppáhaldi.“ „En nú ertu ekki lengur öruggur elsku Garður. Ég vona þó að þú fáir að standa á hólnum þínum um ókomna tíð og við fjölskyldan getum bent á þig og sagt: Þarna áttum við heima. Þarna leið okkur vel,“ skrifar hún Oddný var ein þeirra sem ræddi um ofanflóðamál í nýjasta þætti Kompáss á Vísi. Húsið sem hún býr í á Seyðisfirði stendur utan við stóru skriðuna sem féll. Stór sprunga opnaðist hins vegar í hlíðinni fyrir ofan húsið og er það því ekki talið öruggt til búsetu. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39 Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Í frumathugunarskýrslu varðandi ofanflóðavarnir kemur fram að ekki sé unnt að verja byggðina fyrir stærri skriðum þannig að ásættanleg áhætta náist. Því hefur sveitarstjórn samþykkt að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði. Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Oddný og fjölskylda hennar eru ein þeirra sem fá ekki að snúa aftur á heimili sín vegna skriðuhættu.Vísir/Arnar Oddný Björk Daníelsdóttir, íbúi við Hafnargötu 42, hefur þegar kvatt heimili sitt. Hún segir í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag að hún muni sakna þess að búa þar. Nú sé húsið hins vegar ekki lengur öruggt og því þurfi þau fjölskyldan að kveðja. „Elsku Garður! Nú er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull,“ skrifar hún. Elsku Garður! Þá er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull....Posted by Oddný Björk Daníelsdóttir on Monday, February 1, 2021 „Takk fyrir að hafa hugsað vel um okkur. Þarna bjuggum við okkur til heimili og umhverfi þar sem okkur leið vel. Andinn í húsinu er svo góður og náttúran sem umlykur þig verður alltaf í sérstöku uppáhaldi.“ „En nú ertu ekki lengur öruggur elsku Garður. Ég vona þó að þú fáir að standa á hólnum þínum um ókomna tíð og við fjölskyldan getum bent á þig og sagt: Þarna áttum við heima. Þarna leið okkur vel,“ skrifar hún Oddný var ein þeirra sem ræddi um ofanflóðamál í nýjasta þætti Kompáss á Vísi. Húsið sem hún býr í á Seyðisfirði stendur utan við stóru skriðuna sem féll. Stór sprunga opnaðist hins vegar í hlíðinni fyrir ofan húsið og er það því ekki talið öruggt til búsetu.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39 Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46
Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39
Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21