Mikilvægt að taka fyrir persónuárásir í aðdraganda kosninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:19 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/Vilhelm Forrystufólk í stjórnmálum þarf að senda skýr skilaboð til grasrótarinnar um að ofbeldisfull og meiðandi umræða verði ekki liðin að mati formanns Viðreisnar. Hún telur mikilvægt að bregðast við þróuninni nú í aðdraganda kosninga. „Ég er búin að fara í gegnum margar kosningabaráttur og ég held að tímin sé núna. Það eru átta mánuðir í kosningar, kosningaskjálftinn er að byrja og þá er erfiðara að ná utan um svona. Ég tel mikilvægt að við sendum skýr skilaboð til okkar fólks, grasrótarinnar þvert í gegnum alla flokka um að við viljum að kosningar snúist um hugmyndir og málefni en ekki það að beina sjónum og spjótum að persónum og leikendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Skotárásin á bíl borgarstjóra hefur vakið spurningar um harkalega og á tíðum ofbeldisfulla stjórnmálaumræðu. Þorgerður er ekki ókunn því að árásum sé beint að heimilum stjórnmálafólks. Eftir hrun var eggjum kastað í heimili hennar og mótmælt þar fyrir. Hún segir þó margt hafa breyst síðan og vísar til óvæginnar umræðu á samfélagsmiðlum. „Það sem má ekki gerast er að fólk sem er af hugsjón í pólitík verði hrætt frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Til dæmis með því að setja fram hulduauglýsingar, eða óduldar eins og við höfum séð núna undanfarið. En við sáum það líka fyrir síðustu kosningar. Mér eru minnisstæðar auglýsingar sem beindust að formanni Vinstri grænna, mjög ósmekklegar og höfðu ekkert með málefni að gera, en beindust fyrst og fremst að persónunni.“ Gráa svæðið getur þó verið nokkuð viðamikið og skilin stundum óljós þegar tekist er á í pólitík. „Það eru mjög skiptar skoðanir um stór málefni í samfélaginu í dag. Getum tekið sem dæmi stjórnarskrána, það eru mjög andstæðar skoðanir um hvernig við ætlum að byggja þetta upp. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að fara í þá umræðu. En reynum þó að haga okkur almennilega þannig að við setjum ekki fram ranghugmyndir til fólks um alls konar hluti, sem fela í sér ógn eða hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum.“ Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
„Ég er búin að fara í gegnum margar kosningabaráttur og ég held að tímin sé núna. Það eru átta mánuðir í kosningar, kosningaskjálftinn er að byrja og þá er erfiðara að ná utan um svona. Ég tel mikilvægt að við sendum skýr skilaboð til okkar fólks, grasrótarinnar þvert í gegnum alla flokka um að við viljum að kosningar snúist um hugmyndir og málefni en ekki það að beina sjónum og spjótum að persónum og leikendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Skotárásin á bíl borgarstjóra hefur vakið spurningar um harkalega og á tíðum ofbeldisfulla stjórnmálaumræðu. Þorgerður er ekki ókunn því að árásum sé beint að heimilum stjórnmálafólks. Eftir hrun var eggjum kastað í heimili hennar og mótmælt þar fyrir. Hún segir þó margt hafa breyst síðan og vísar til óvæginnar umræðu á samfélagsmiðlum. „Það sem má ekki gerast er að fólk sem er af hugsjón í pólitík verði hrætt frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Til dæmis með því að setja fram hulduauglýsingar, eða óduldar eins og við höfum séð núna undanfarið. En við sáum það líka fyrir síðustu kosningar. Mér eru minnisstæðar auglýsingar sem beindust að formanni Vinstri grænna, mjög ósmekklegar og höfðu ekkert með málefni að gera, en beindust fyrst og fremst að persónunni.“ Gráa svæðið getur þó verið nokkuð viðamikið og skilin stundum óljós þegar tekist er á í pólitík. „Það eru mjög skiptar skoðanir um stór málefni í samfélaginu í dag. Getum tekið sem dæmi stjórnarskrána, það eru mjög andstæðar skoðanir um hvernig við ætlum að byggja þetta upp. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að fara í þá umræðu. En reynum þó að haga okkur almennilega þannig að við setjum ekki fram ranghugmyndir til fólks um alls konar hluti, sem fela í sér ógn eða hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum.“
Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira