Er sjálfboðaliðinn að deyja út? Margrét Valdimarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 07:01 Nú stendur yfir einn af stærri íþróttaviðburðum ársins, Reykjavíkurleikarnir. Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í fjölda íþróttagreina. Þetta er mikilvægur viðburður og sérlega mikilvægt að afreksíþróttafólkið okkar geti keppt við jafningja á alþjóðlegu móti sem haldið er hér heima. Alþjóðleg stórmót eru alltaf stórar stundir fyrir íþróttafólk og fyrir Íslendinga. Þegar íþróttafólkið okkar pilar landsleiki, tekur þátt í stórmótum, vinnur til verðlauna, slær met og vekur athygli brýst fram í íslensku þjóðinni stolt. Þetta er íþróttafólkið okkar. Systur okkar og bræður á þessari litlu eyju okkar. En hvað stendur að baki þessu? Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag. Allt frá starfsmanninum í sjoppunni eða dómara á yngri flokka móti til formanna og stjórnarmanna. Sjálfboðaliðar sinna hinum ýmsu störfum og öll eru þau mikilvæg. Sama hversu stór eða tímafrek þau eru. Öll hafa þau tekið þátt í að standa á bak við íþróttafólkið okkar sem vekur þetta stolt og þessa samstöðu. Í dag sjáum við að það er að verða mun erfiðara að manna þessar sjálfboðaliðastöður. Íþróttafélög eiga erfitt með að manna stjórnarstöður og öll þau verkefni sem hefð er fyrir að unnin séu af sjálfboðaliðum. Fólk forgangsraðar og velur og sjálfboðaliðastarfið fellur utan þess sem tími gefst til að gera. Íþróttafólk á efri stigum setur kröfur um aðstöðu, búnað og utanumhald. Það er talið til réttinda. Staðlarnir eru háir og kosta peninga. Sama íþróttafólki finnst oft auðvelt að koma sér undan sjálfboðaliðastörfum og fjáröflunum. En er sjálfboðaliðinn að deyja út? Fólk nýtir tíma sinn til fulls og metur hann virðis. Það velur og hafnar. Það tekur ákvarðanir út frá því hversu mikið það hagnast, lærir, græðir á hlutunum. Við kennum börnunum okkar réttindi sín. Að það megi ekki svindla á þeim. Að þau megi velja og þau séu einhvers virði. En oft gleymist umræðan um að leggja til samfélagsins eða gefa af sér fyrir hag annarra. Jafnvel, umræðan um að þú þarft að vinna fyrir þínu. Til þess að hægt sé að taka út þarf að eiga inni fyrir því. Það þarf að vera búið að leggja inn og leggja á sig til þess að eiga eitthvað inni. En það er nákvæmlega það sem íþróttastarf og sjálfboðaliðastarf hefur kennt mér. Við erum langflest hlynnt því að börnin okkar stundi íþróttir eða tómstundir. Þarna læra börn og unglingar að vinna með allskonar persónuleikum með margskonar bakgrunn. Þau upplifa áreiti frá félögum sínum og þjálfurum sem etja þau og letja. Þetta er uppeldi á svo margan hátt sem þau fá ekki endilega annarsstaðar. Börnin fá að prófa takmörk sín, fá tækifæri til þess að æfa sig og taka framförum. Fyrir utan að þau fá hreyfingu og útrás fyrir orku. Allt þetta starf er byggt á sjálfboðavinnu. Þegar börnin fara á mót, keppnir eða sýningar eru sjálfboðaliðar sem ýmist dæma, standa í sjoppunni, setja upp aðstöðuna eða þrífa hana. Það eru sjálfboðaliðar sem standa að skipulagi og skráningu. Það eru einnig sjálfboðaliðar sem ráða inn þjálfarana og skipuleggja starfið í heild sinni. Öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég get ímyndað mér að á mínum íþróttaferli hafi hinir ýmsu sjálfboðaliðar unnið að því að ég og mitt handboltalið höfum getað æft, keppt og þroskast í íþróttunum. Það sem ég hef lært og grætt á íþróttunum er eitthvað sem ég er viss um að ég hefði ekki fengið annarsstaðar. Þess vegna tek ég að mér sjálfboðaliðastörf bæði í þágu míns lið og íþróttafélagsins almennt. Ég hvet þig að gera það sama. Það geta allir látið gott af sér leiða og unnið fyrir sitt íþrótta- eða bæjarfélag. Það geta allir verið sjálfboðaliðar. Höldum sjálfboðaliðanum lifandi í þágu íþrótta, barna og samfélagsins í heild. Margt smátt gerir eitt stórt. Mig langar að biðja þig þegar þú fylgist með eða tekur þátt í Reykjavíkurleikunum, að hugsa líka til sjálfboðaliðanna. Þau sem hafa gefið af sér og gefið sinn tíma í þágu þinnar og annarra, í íþróttastarfi eða á öðrum vettvangi. Verum þakklát fyrir þetta mikilvæga fólk, þökkum þeim fyrir og hrósum þeim fyrir vel unnin störf. Þeirra starf er ómetanlegt og lítið “takk” getur farið mjög langt. Höfundur er í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Frjálsar íþróttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir einn af stærri íþróttaviðburðum ársins, Reykjavíkurleikarnir. Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í fjölda íþróttagreina. Þetta er mikilvægur viðburður og sérlega mikilvægt að afreksíþróttafólkið okkar geti keppt við jafningja á alþjóðlegu móti sem haldið er hér heima. Alþjóðleg stórmót eru alltaf stórar stundir fyrir íþróttafólk og fyrir Íslendinga. Þegar íþróttafólkið okkar pilar landsleiki, tekur þátt í stórmótum, vinnur til verðlauna, slær met og vekur athygli brýst fram í íslensku þjóðinni stolt. Þetta er íþróttafólkið okkar. Systur okkar og bræður á þessari litlu eyju okkar. En hvað stendur að baki þessu? Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag. Allt frá starfsmanninum í sjoppunni eða dómara á yngri flokka móti til formanna og stjórnarmanna. Sjálfboðaliðar sinna hinum ýmsu störfum og öll eru þau mikilvæg. Sama hversu stór eða tímafrek þau eru. Öll hafa þau tekið þátt í að standa á bak við íþróttafólkið okkar sem vekur þetta stolt og þessa samstöðu. Í dag sjáum við að það er að verða mun erfiðara að manna þessar sjálfboðaliðastöður. Íþróttafélög eiga erfitt með að manna stjórnarstöður og öll þau verkefni sem hefð er fyrir að unnin séu af sjálfboðaliðum. Fólk forgangsraðar og velur og sjálfboðaliðastarfið fellur utan þess sem tími gefst til að gera. Íþróttafólk á efri stigum setur kröfur um aðstöðu, búnað og utanumhald. Það er talið til réttinda. Staðlarnir eru háir og kosta peninga. Sama íþróttafólki finnst oft auðvelt að koma sér undan sjálfboðaliðastörfum og fjáröflunum. En er sjálfboðaliðinn að deyja út? Fólk nýtir tíma sinn til fulls og metur hann virðis. Það velur og hafnar. Það tekur ákvarðanir út frá því hversu mikið það hagnast, lærir, græðir á hlutunum. Við kennum börnunum okkar réttindi sín. Að það megi ekki svindla á þeim. Að þau megi velja og þau séu einhvers virði. En oft gleymist umræðan um að leggja til samfélagsins eða gefa af sér fyrir hag annarra. Jafnvel, umræðan um að þú þarft að vinna fyrir þínu. Til þess að hægt sé að taka út þarf að eiga inni fyrir því. Það þarf að vera búið að leggja inn og leggja á sig til þess að eiga eitthvað inni. En það er nákvæmlega það sem íþróttastarf og sjálfboðaliðastarf hefur kennt mér. Við erum langflest hlynnt því að börnin okkar stundi íþróttir eða tómstundir. Þarna læra börn og unglingar að vinna með allskonar persónuleikum með margskonar bakgrunn. Þau upplifa áreiti frá félögum sínum og þjálfurum sem etja þau og letja. Þetta er uppeldi á svo margan hátt sem þau fá ekki endilega annarsstaðar. Börnin fá að prófa takmörk sín, fá tækifæri til þess að æfa sig og taka framförum. Fyrir utan að þau fá hreyfingu og útrás fyrir orku. Allt þetta starf er byggt á sjálfboðavinnu. Þegar börnin fara á mót, keppnir eða sýningar eru sjálfboðaliðar sem ýmist dæma, standa í sjoppunni, setja upp aðstöðuna eða þrífa hana. Það eru sjálfboðaliðar sem standa að skipulagi og skráningu. Það eru einnig sjálfboðaliðar sem ráða inn þjálfarana og skipuleggja starfið í heild sinni. Öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég get ímyndað mér að á mínum íþróttaferli hafi hinir ýmsu sjálfboðaliðar unnið að því að ég og mitt handboltalið höfum getað æft, keppt og þroskast í íþróttunum. Það sem ég hef lært og grætt á íþróttunum er eitthvað sem ég er viss um að ég hefði ekki fengið annarsstaðar. Þess vegna tek ég að mér sjálfboðaliðastörf bæði í þágu míns lið og íþróttafélagsins almennt. Ég hvet þig að gera það sama. Það geta allir látið gott af sér leiða og unnið fyrir sitt íþrótta- eða bæjarfélag. Það geta allir verið sjálfboðaliðar. Höldum sjálfboðaliðanum lifandi í þágu íþrótta, barna og samfélagsins í heild. Margt smátt gerir eitt stórt. Mig langar að biðja þig þegar þú fylgist með eða tekur þátt í Reykjavíkurleikunum, að hugsa líka til sjálfboðaliðanna. Þau sem hafa gefið af sér og gefið sinn tíma í þágu þinnar og annarra, í íþróttastarfi eða á öðrum vettvangi. Verum þakklát fyrir þetta mikilvæga fólk, þökkum þeim fyrir og hrósum þeim fyrir vel unnin störf. Þeirra starf er ómetanlegt og lítið “takk” getur farið mjög langt. Höfundur er í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun