Tilfinning fyrir spillingu Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2021 07:01 Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að spilling sé til staðar, ég hreinlega sé hana. Mínar tilfinningar gagnvart spillingu eru hins vegar margar og til staðar. Ég hef eftir 30 ár erlendis snúið aftur heim, með reynslu af afhjúpun spillingar erlendis og hef með ástfullum augum séð landið sem ég fæddist berjast við spillingu, innan við meingallað kerfi, sem virðist vera hannað til að viðhalda spillingu. Samtryggingin Það sem kom þjóðinni í gegnum erfiðustu stundirnar er akkúrat það sem við þurfum að skilja við til að ná þeim þroska og framþróun sem mun koma okkur á farsælastan hátt inn í framtíðina: samtryggingin. Samtryggingin sem kom okkur í gegnum erfiða vetra, sem mótaði okkur og sem kom okkur til þeirra farsældar sem við njótum núna er orðin grunnstoð spillingarinnar. Svo mikið að við erum búin að minnka merkingu orðsins til einungis lagalegrar merkingu orðsins. En spilling er mikið meira en það. Gaslýsingin Orð ráðherra um mælingar Transparency International á spillingu falla akkúrat í þennan þekkta gaslýsingar farveg þar sem reynt er að gera lítið úr skýrslum og sérfræðingum sem benda á spillinguna sem er til staðar á Íslandi. Transparency International birtir á hverju ári spillingarvísitölu flestra landa heimsins og eru löndin metin samkvæmt opinni og aðgengilegri aðferðarfræði. Að hafa í höndum er ekki það sama og tilfinning kveður ráðherra, en hann ætti kannski að líta til þess að hér á landi finnast talsvert mörg dæmi um akkúrat spillingu, því í merkingu orðsins felst margt og mikið meira en einungis lagaleg túlkun þess. Spilling er misbeiting valds í þágu eigins gróða, spilling er í bakherbergjum, á gráum svæðum og kerfislæg á Íslandi. Að sitja semfastast áfram á þingi í trausti almennings, með möntruna löglegt en siðlaust er hreinlega okkur öllum til skammar. Ég vil vera stolt af Íslandi, af íslenskum afrekum, af stjórnmálunum okkar. Ég vil taka þátt í stjórnmálum sem eru til fyrirmyndar. Gaslýsingar og frekja er í andstæðu við þá ósk. Að sjóða þessa skýrslu niður í svokallaðar tilfinningar manna er vanvirðing við þjóðina sem þarf að byggja sig upp aftur og aftur og orð hans leiða bersýnilega í ljós hugsjón og sjónarmið fortíðarfrekju sem heldur að það sé styrkleiki að standa á sömu gömlu gaslýsingartöktunum og halda að enginn fylgist með og allt verður gleymt á morgun. Framtíðin Tækifæri Íslands til að takast á við spillingu eru mörg. Þau er að finna innan við hið opinbera, í kerfunum okkar allra, í fjölskyldum og einstaklingum en byrjum kannski með tilmælum GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, sem ráðherra vísar í sem tilfinningar manna, og sem á síðasta ári tóku sérstaklega fram í skýrslu sinni árið 2020 að efling á trausti almennings gagnvart framkvæmdavaldi og löggæslustofnunum er grundvöllur heilbrigðs samfélags. Eitthvað sem hefur því miður ekki tekist hjá núverandi ríkisstjórn. Þessar svokölluðu tilfinningar lýsa því sem almenningur sjálfur hefur bent á: við hreinlega treystum ekki fulltrúalýðræðinu og stofnunum þess og lítið hefur verið gert til að styrka það traust. Við getum samt haft áhrif. Við fólkið, fjölskyldurnar og einstaklingarnir. Við veljum - oftar en á fjögurra á fresti - hvernig við viljum vera, sem einstaklingar, sem samfélag, sem þjóð. Fulltrúalýðræðið fjallar ekki einungis um að ekki kjósa frekjukarla, dónakarla eða þau sem standa vörð um kerfislæga spillingu. Við breytum samfélaginu öll með því að velja gagnsæið á hverjum degi, við að setja mörk og já, fylgja tilfinningum okkar. Því innsæið segir okkur margt og mikið, því má ekki gleyma. Höfundur er bugaður af núverandi ástandi og sækist eftir breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oktavía Hrund Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að spilling sé til staðar, ég hreinlega sé hana. Mínar tilfinningar gagnvart spillingu eru hins vegar margar og til staðar. Ég hef eftir 30 ár erlendis snúið aftur heim, með reynslu af afhjúpun spillingar erlendis og hef með ástfullum augum séð landið sem ég fæddist berjast við spillingu, innan við meingallað kerfi, sem virðist vera hannað til að viðhalda spillingu. Samtryggingin Það sem kom þjóðinni í gegnum erfiðustu stundirnar er akkúrat það sem við þurfum að skilja við til að ná þeim þroska og framþróun sem mun koma okkur á farsælastan hátt inn í framtíðina: samtryggingin. Samtryggingin sem kom okkur í gegnum erfiða vetra, sem mótaði okkur og sem kom okkur til þeirra farsældar sem við njótum núna er orðin grunnstoð spillingarinnar. Svo mikið að við erum búin að minnka merkingu orðsins til einungis lagalegrar merkingu orðsins. En spilling er mikið meira en það. Gaslýsingin Orð ráðherra um mælingar Transparency International á spillingu falla akkúrat í þennan þekkta gaslýsingar farveg þar sem reynt er að gera lítið úr skýrslum og sérfræðingum sem benda á spillinguna sem er til staðar á Íslandi. Transparency International birtir á hverju ári spillingarvísitölu flestra landa heimsins og eru löndin metin samkvæmt opinni og aðgengilegri aðferðarfræði. Að hafa í höndum er ekki það sama og tilfinning kveður ráðherra, en hann ætti kannski að líta til þess að hér á landi finnast talsvert mörg dæmi um akkúrat spillingu, því í merkingu orðsins felst margt og mikið meira en einungis lagaleg túlkun þess. Spilling er misbeiting valds í þágu eigins gróða, spilling er í bakherbergjum, á gráum svæðum og kerfislæg á Íslandi. Að sitja semfastast áfram á þingi í trausti almennings, með möntruna löglegt en siðlaust er hreinlega okkur öllum til skammar. Ég vil vera stolt af Íslandi, af íslenskum afrekum, af stjórnmálunum okkar. Ég vil taka þátt í stjórnmálum sem eru til fyrirmyndar. Gaslýsingar og frekja er í andstæðu við þá ósk. Að sjóða þessa skýrslu niður í svokallaðar tilfinningar manna er vanvirðing við þjóðina sem þarf að byggja sig upp aftur og aftur og orð hans leiða bersýnilega í ljós hugsjón og sjónarmið fortíðarfrekju sem heldur að það sé styrkleiki að standa á sömu gömlu gaslýsingartöktunum og halda að enginn fylgist með og allt verður gleymt á morgun. Framtíðin Tækifæri Íslands til að takast á við spillingu eru mörg. Þau er að finna innan við hið opinbera, í kerfunum okkar allra, í fjölskyldum og einstaklingum en byrjum kannski með tilmælum GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, sem ráðherra vísar í sem tilfinningar manna, og sem á síðasta ári tóku sérstaklega fram í skýrslu sinni árið 2020 að efling á trausti almennings gagnvart framkvæmdavaldi og löggæslustofnunum er grundvöllur heilbrigðs samfélags. Eitthvað sem hefur því miður ekki tekist hjá núverandi ríkisstjórn. Þessar svokölluðu tilfinningar lýsa því sem almenningur sjálfur hefur bent á: við hreinlega treystum ekki fulltrúalýðræðinu og stofnunum þess og lítið hefur verið gert til að styrka það traust. Við getum samt haft áhrif. Við fólkið, fjölskyldurnar og einstaklingarnir. Við veljum - oftar en á fjögurra á fresti - hvernig við viljum vera, sem einstaklingar, sem samfélag, sem þjóð. Fulltrúalýðræðið fjallar ekki einungis um að ekki kjósa frekjukarla, dónakarla eða þau sem standa vörð um kerfislæga spillingu. Við breytum samfélaginu öll með því að velja gagnsæið á hverjum degi, við að setja mörk og já, fylgja tilfinningum okkar. Því innsæið segir okkur margt og mikið, því má ekki gleyma. Höfundur er bugaður af núverandi ástandi og sækist eftir breytingum.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun