Tilfinning fyrir spillingu Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2021 07:01 Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að spilling sé til staðar, ég hreinlega sé hana. Mínar tilfinningar gagnvart spillingu eru hins vegar margar og til staðar. Ég hef eftir 30 ár erlendis snúið aftur heim, með reynslu af afhjúpun spillingar erlendis og hef með ástfullum augum séð landið sem ég fæddist berjast við spillingu, innan við meingallað kerfi, sem virðist vera hannað til að viðhalda spillingu. Samtryggingin Það sem kom þjóðinni í gegnum erfiðustu stundirnar er akkúrat það sem við þurfum að skilja við til að ná þeim þroska og framþróun sem mun koma okkur á farsælastan hátt inn í framtíðina: samtryggingin. Samtryggingin sem kom okkur í gegnum erfiða vetra, sem mótaði okkur og sem kom okkur til þeirra farsældar sem við njótum núna er orðin grunnstoð spillingarinnar. Svo mikið að við erum búin að minnka merkingu orðsins til einungis lagalegrar merkingu orðsins. En spilling er mikið meira en það. Gaslýsingin Orð ráðherra um mælingar Transparency International á spillingu falla akkúrat í þennan þekkta gaslýsingar farveg þar sem reynt er að gera lítið úr skýrslum og sérfræðingum sem benda á spillinguna sem er til staðar á Íslandi. Transparency International birtir á hverju ári spillingarvísitölu flestra landa heimsins og eru löndin metin samkvæmt opinni og aðgengilegri aðferðarfræði. Að hafa í höndum er ekki það sama og tilfinning kveður ráðherra, en hann ætti kannski að líta til þess að hér á landi finnast talsvert mörg dæmi um akkúrat spillingu, því í merkingu orðsins felst margt og mikið meira en einungis lagaleg túlkun þess. Spilling er misbeiting valds í þágu eigins gróða, spilling er í bakherbergjum, á gráum svæðum og kerfislæg á Íslandi. Að sitja semfastast áfram á þingi í trausti almennings, með möntruna löglegt en siðlaust er hreinlega okkur öllum til skammar. Ég vil vera stolt af Íslandi, af íslenskum afrekum, af stjórnmálunum okkar. Ég vil taka þátt í stjórnmálum sem eru til fyrirmyndar. Gaslýsingar og frekja er í andstæðu við þá ósk. Að sjóða þessa skýrslu niður í svokallaðar tilfinningar manna er vanvirðing við þjóðina sem þarf að byggja sig upp aftur og aftur og orð hans leiða bersýnilega í ljós hugsjón og sjónarmið fortíðarfrekju sem heldur að það sé styrkleiki að standa á sömu gömlu gaslýsingartöktunum og halda að enginn fylgist með og allt verður gleymt á morgun. Framtíðin Tækifæri Íslands til að takast á við spillingu eru mörg. Þau er að finna innan við hið opinbera, í kerfunum okkar allra, í fjölskyldum og einstaklingum en byrjum kannski með tilmælum GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, sem ráðherra vísar í sem tilfinningar manna, og sem á síðasta ári tóku sérstaklega fram í skýrslu sinni árið 2020 að efling á trausti almennings gagnvart framkvæmdavaldi og löggæslustofnunum er grundvöllur heilbrigðs samfélags. Eitthvað sem hefur því miður ekki tekist hjá núverandi ríkisstjórn. Þessar svokölluðu tilfinningar lýsa því sem almenningur sjálfur hefur bent á: við hreinlega treystum ekki fulltrúalýðræðinu og stofnunum þess og lítið hefur verið gert til að styrka það traust. Við getum samt haft áhrif. Við fólkið, fjölskyldurnar og einstaklingarnir. Við veljum - oftar en á fjögurra á fresti - hvernig við viljum vera, sem einstaklingar, sem samfélag, sem þjóð. Fulltrúalýðræðið fjallar ekki einungis um að ekki kjósa frekjukarla, dónakarla eða þau sem standa vörð um kerfislæga spillingu. Við breytum samfélaginu öll með því að velja gagnsæið á hverjum degi, við að setja mörk og já, fylgja tilfinningum okkar. Því innsæið segir okkur margt og mikið, því má ekki gleyma. Höfundur er bugaður af núverandi ástandi og sækist eftir breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oktavía Hrund Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að spilling sé til staðar, ég hreinlega sé hana. Mínar tilfinningar gagnvart spillingu eru hins vegar margar og til staðar. Ég hef eftir 30 ár erlendis snúið aftur heim, með reynslu af afhjúpun spillingar erlendis og hef með ástfullum augum séð landið sem ég fæddist berjast við spillingu, innan við meingallað kerfi, sem virðist vera hannað til að viðhalda spillingu. Samtryggingin Það sem kom þjóðinni í gegnum erfiðustu stundirnar er akkúrat það sem við þurfum að skilja við til að ná þeim þroska og framþróun sem mun koma okkur á farsælastan hátt inn í framtíðina: samtryggingin. Samtryggingin sem kom okkur í gegnum erfiða vetra, sem mótaði okkur og sem kom okkur til þeirra farsældar sem við njótum núna er orðin grunnstoð spillingarinnar. Svo mikið að við erum búin að minnka merkingu orðsins til einungis lagalegrar merkingu orðsins. En spilling er mikið meira en það. Gaslýsingin Orð ráðherra um mælingar Transparency International á spillingu falla akkúrat í þennan þekkta gaslýsingar farveg þar sem reynt er að gera lítið úr skýrslum og sérfræðingum sem benda á spillinguna sem er til staðar á Íslandi. Transparency International birtir á hverju ári spillingarvísitölu flestra landa heimsins og eru löndin metin samkvæmt opinni og aðgengilegri aðferðarfræði. Að hafa í höndum er ekki það sama og tilfinning kveður ráðherra, en hann ætti kannski að líta til þess að hér á landi finnast talsvert mörg dæmi um akkúrat spillingu, því í merkingu orðsins felst margt og mikið meira en einungis lagaleg túlkun þess. Spilling er misbeiting valds í þágu eigins gróða, spilling er í bakherbergjum, á gráum svæðum og kerfislæg á Íslandi. Að sitja semfastast áfram á þingi í trausti almennings, með möntruna löglegt en siðlaust er hreinlega okkur öllum til skammar. Ég vil vera stolt af Íslandi, af íslenskum afrekum, af stjórnmálunum okkar. Ég vil taka þátt í stjórnmálum sem eru til fyrirmyndar. Gaslýsingar og frekja er í andstæðu við þá ósk. Að sjóða þessa skýrslu niður í svokallaðar tilfinningar manna er vanvirðing við þjóðina sem þarf að byggja sig upp aftur og aftur og orð hans leiða bersýnilega í ljós hugsjón og sjónarmið fortíðarfrekju sem heldur að það sé styrkleiki að standa á sömu gömlu gaslýsingartöktunum og halda að enginn fylgist með og allt verður gleymt á morgun. Framtíðin Tækifæri Íslands til að takast á við spillingu eru mörg. Þau er að finna innan við hið opinbera, í kerfunum okkar allra, í fjölskyldum og einstaklingum en byrjum kannski með tilmælum GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, sem ráðherra vísar í sem tilfinningar manna, og sem á síðasta ári tóku sérstaklega fram í skýrslu sinni árið 2020 að efling á trausti almennings gagnvart framkvæmdavaldi og löggæslustofnunum er grundvöllur heilbrigðs samfélags. Eitthvað sem hefur því miður ekki tekist hjá núverandi ríkisstjórn. Þessar svokölluðu tilfinningar lýsa því sem almenningur sjálfur hefur bent á: við hreinlega treystum ekki fulltrúalýðræðinu og stofnunum þess og lítið hefur verið gert til að styrka það traust. Við getum samt haft áhrif. Við fólkið, fjölskyldurnar og einstaklingarnir. Við veljum - oftar en á fjögurra á fresti - hvernig við viljum vera, sem einstaklingar, sem samfélag, sem þjóð. Fulltrúalýðræðið fjallar ekki einungis um að ekki kjósa frekjukarla, dónakarla eða þau sem standa vörð um kerfislæga spillingu. Við breytum samfélaginu öll með því að velja gagnsæið á hverjum degi, við að setja mörk og já, fylgja tilfinningum okkar. Því innsæið segir okkur margt og mikið, því má ekki gleyma. Höfundur er bugaður af núverandi ástandi og sækist eftir breytingum.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun