Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 20:46 Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Karólínu segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. AP Photo/Jim Mone Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. Heilbrigðisyfirvöld segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. Einstaklingarnir tveir sem greindust smitaðir af veirunni eru báðir fullorðnir og búa þeir á sínum hvorum staðnum í ríkinu. Þá virðast aðilarnir ekki tengjast á neinn hátt. Hvorugur hefur ferðast nýlega samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Suður-Karólínu. Brannon Taxler, starfandi heilbrigðismálastjóri ríkisins, sagði í dag að greining afbrigðisins sýni að baráttunni við veiruna sé langt í frá lokið. „Þrátt fyrir að nothæfum bóluefnum gegn veirunni fari fjölgandi eru skammtarnir enn takmarkaðir. Hvert eitt og einasta okkar þarf að taka þátt í baráttunni og átta sig á því að við erum nú í eldlínunni. Við erum öll saman í þessu,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Stökkbreyting á veirum er vel þekkt fyrirbæri og þónokkur afbrigði Sars-Covid-19 veirunnar ganga nú berserksgang um heim allan. Vísindamenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af þremur af þessum afbrigðum en þau eru talin meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Um er að ræða það suðurafríska, afbrigði sem greindist fyrst í Brasilíu og svo breska afbrigðið. Það brasilíska og breska hafa bæði tvö þegar greinst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það að faraldurinn sé ekki í rénun í Bandaríkjunum hefur hávær hópur kallað svo mánuðum skiptir eftir því að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. Einhverjir telja aðgerðirnar traðka á mannréttindum þeirra og ýmsir þingmenn í ríkisþingum nokkurra ríkja Bandaríkjanna hafa lagt fram frumvörp þess efnis að ekki sé hægt að skylda fólk til að bera grímur fyrir vitum svo að dæmi sé nefnt. Þingmenn ríkja, til dæmis í Arizona, Michigan, Ohio, Maryland, Kentucky og Indiana, hafa lagt fram frumvörp sem takmarka völd ríkisstjóra til þess að boða til neyðaraðgerða. Ríkisþing Wisconsin mun greiða atkvæði um frumvarp um afléttingu grímuskyldu á næstu dögum. Þá stendur til hjá þingmönnum í Pennsylvaníu að beita stjórnarskrárgreinum til þess að fjarlægja ýmis neyðarúrræði ríkisstjórans úr hans höndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. Einstaklingarnir tveir sem greindust smitaðir af veirunni eru báðir fullorðnir og búa þeir á sínum hvorum staðnum í ríkinu. Þá virðast aðilarnir ekki tengjast á neinn hátt. Hvorugur hefur ferðast nýlega samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Suður-Karólínu. Brannon Taxler, starfandi heilbrigðismálastjóri ríkisins, sagði í dag að greining afbrigðisins sýni að baráttunni við veiruna sé langt í frá lokið. „Þrátt fyrir að nothæfum bóluefnum gegn veirunni fari fjölgandi eru skammtarnir enn takmarkaðir. Hvert eitt og einasta okkar þarf að taka þátt í baráttunni og átta sig á því að við erum nú í eldlínunni. Við erum öll saman í þessu,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Stökkbreyting á veirum er vel þekkt fyrirbæri og þónokkur afbrigði Sars-Covid-19 veirunnar ganga nú berserksgang um heim allan. Vísindamenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af þremur af þessum afbrigðum en þau eru talin meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Um er að ræða það suðurafríska, afbrigði sem greindist fyrst í Brasilíu og svo breska afbrigðið. Það brasilíska og breska hafa bæði tvö þegar greinst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það að faraldurinn sé ekki í rénun í Bandaríkjunum hefur hávær hópur kallað svo mánuðum skiptir eftir því að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. Einhverjir telja aðgerðirnar traðka á mannréttindum þeirra og ýmsir þingmenn í ríkisþingum nokkurra ríkja Bandaríkjanna hafa lagt fram frumvörp þess efnis að ekki sé hægt að skylda fólk til að bera grímur fyrir vitum svo að dæmi sé nefnt. Þingmenn ríkja, til dæmis í Arizona, Michigan, Ohio, Maryland, Kentucky og Indiana, hafa lagt fram frumvörp sem takmarka völd ríkisstjóra til þess að boða til neyðaraðgerða. Ríkisþing Wisconsin mun greiða atkvæði um frumvarp um afléttingu grímuskyldu á næstu dögum. Þá stendur til hjá þingmönnum í Pennsylvaníu að beita stjórnarskrárgreinum til þess að fjarlægja ýmis neyðarúrræði ríkisstjórans úr hans höndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29