Fjórir milljarðar án réttinda Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir skrifar 28. janúar 2021 09:00 Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum. Ég starfaði við þetta á sumrin og hoppaði í túra með námi eins og ég mögulega gat. Ég útskrifaðist sumarið 2019 og ákvað að taka mér árs frí til þess að reyna að safna mér inn fyrir því sem að allir stúdentar sjá aðeins í hillingum sínum, hinni fyrstu íbúð. Þegar fregnir fóru að berast í árslok 2019 af óþekktri veiru sem herjaði á fólk út í heimi, man ég að ég sat með vinnufélögunum að drekka kaffi og spjalla um „að svona lagað myndi nú aldrei ná til Íslands”, eða hvað? Það var svo í febrúar 2020 sem við vorum kölluð á fund. Það voru engir ferðamenn að koma til landsins og þar af leiðandi ekkert til að vinna við og stefndi allt í að okkur yrði sagt upp. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði atvinnulaus síðan ég byrjaði að vinna, 13 ára gömul, sem blaðberi með grunnskóla. Á þessum tímapunkti var ég enn í námsleyfi en mikið af samstarfsfólki mínu var í námi og vann við þetta samhliða. Ég og samstarfskona mín ræddum það að þurfa að öllum líkindum að sækja um atvinnuleysisbætur og sammældumst um að styðjast við hvor aðra í ferlinu, enda höfðum við ekki sótt um slíkt áður. Þetta var allt mjög súrrealískt, svo það var gott að vita af fleirum í sömu sporum. Fljótlega áttuðum við okkur á að ein okkar átti bara alls ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það var samstarfskona mín sem átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, einfaldlega vegna þess að hún var skráð í nám. Við unnum jafn mikið og jafn mikið af launum okkar runnu í atvinnuleysistryggingarsjóð, en bara ég átti rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hún. Við töluðum mikið saman á þessu tímabili og höfðum báðar samband við Vinnumálastofnun og svörin voru alltaf þau að fólk í námi ætti ekki einfaldlega rétt á atvinnuleysisbótum. Hún sá það fyrir að missa heimilið sitt en ekki ég. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til leiks í mars vorum við kölluð inn á annan fund og sem betur fer gat fyrirtækið haft okkur í 25% starfshlutfalli, sem var viðmiðunarhlutfall úrræðisins, en þó um óljósan tíma. Ég upplifði mikinn létti en þessi sama samstarfskona mín upplifði þó talsvert meiri léttir. Okkur var bjargað af stjórnvöldum, að minnsta kosti í þetta sinn. Stuttu síðar var viðmiðunarhlutfallið þó hækkað í 50% og þá féllu margir stúdentar utan úrræðisins, þar á meðal hún. Það er staðreynd að meirihluti stúdenta á Íslandi vinnur til þess að geta stundað nám. Það er einnig staðreynd að stúdentar leggja atvinnuleysistryggingarsjóði lið með sínu vinnuframlagi. Af launum þeirra rennur atvinnutryggingagjald í sjóðinn, sem nemur 1,35%, en þrátt fyrir það á stúdent sem missir skyndilega vinnuna ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Sá réttur var hrifsaður af þeim 1. janúar 2010. Atvinnutryggingagjöld stúdenta nema yfir 4 milljarða frá árinu 2010, ef miðað er við að 70% stúdenta við Háskóla Íslands vinna samhliða námi, í 50% starfi að vetri og 100% starfi að sumri á lágmarkslaunum. Staðreyndin er þó að fleiri stúdentar vinna með námi og er upphæðin því töluvert hærri. Nú eru rúmlega 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára samkvæmt Vinnumálastofnun, en það segir okkur aðeins hálfa söguna því stúdentar eru ekki á atvinnuleysisskrá og teljast því ekki með í þessum tölum. Ég var bara heppin. Heppin að hafa tekið mér námsleyfi á þessum tíma og heppin að hafa starfað hjá fyrirtæki sem gat boðið mér 25% starf svo ég ætti ofan í mig og á. Það eru margir stúdentar sem voru ekki svo heppnir og þá vantar ekki bara sumarstarf eitt sumarið. Stúdenta vantar raunverulegt öryggisnet sem grípur þá í neyð. Stúdentar eiga fullt tilkall til atvinnuleysisbóta og það verður að tryggja þeim þau réttindi tafarlaust. Höfundur er varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið atvinnuleysisbætur? from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum. Ég starfaði við þetta á sumrin og hoppaði í túra með námi eins og ég mögulega gat. Ég útskrifaðist sumarið 2019 og ákvað að taka mér árs frí til þess að reyna að safna mér inn fyrir því sem að allir stúdentar sjá aðeins í hillingum sínum, hinni fyrstu íbúð. Þegar fregnir fóru að berast í árslok 2019 af óþekktri veiru sem herjaði á fólk út í heimi, man ég að ég sat með vinnufélögunum að drekka kaffi og spjalla um „að svona lagað myndi nú aldrei ná til Íslands”, eða hvað? Það var svo í febrúar 2020 sem við vorum kölluð á fund. Það voru engir ferðamenn að koma til landsins og þar af leiðandi ekkert til að vinna við og stefndi allt í að okkur yrði sagt upp. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði atvinnulaus síðan ég byrjaði að vinna, 13 ára gömul, sem blaðberi með grunnskóla. Á þessum tímapunkti var ég enn í námsleyfi en mikið af samstarfsfólki mínu var í námi og vann við þetta samhliða. Ég og samstarfskona mín ræddum það að þurfa að öllum líkindum að sækja um atvinnuleysisbætur og sammældumst um að styðjast við hvor aðra í ferlinu, enda höfðum við ekki sótt um slíkt áður. Þetta var allt mjög súrrealískt, svo það var gott að vita af fleirum í sömu sporum. Fljótlega áttuðum við okkur á að ein okkar átti bara alls ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það var samstarfskona mín sem átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, einfaldlega vegna þess að hún var skráð í nám. Við unnum jafn mikið og jafn mikið af launum okkar runnu í atvinnuleysistryggingarsjóð, en bara ég átti rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hún. Við töluðum mikið saman á þessu tímabili og höfðum báðar samband við Vinnumálastofnun og svörin voru alltaf þau að fólk í námi ætti ekki einfaldlega rétt á atvinnuleysisbótum. Hún sá það fyrir að missa heimilið sitt en ekki ég. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til leiks í mars vorum við kölluð inn á annan fund og sem betur fer gat fyrirtækið haft okkur í 25% starfshlutfalli, sem var viðmiðunarhlutfall úrræðisins, en þó um óljósan tíma. Ég upplifði mikinn létti en þessi sama samstarfskona mín upplifði þó talsvert meiri léttir. Okkur var bjargað af stjórnvöldum, að minnsta kosti í þetta sinn. Stuttu síðar var viðmiðunarhlutfallið þó hækkað í 50% og þá féllu margir stúdentar utan úrræðisins, þar á meðal hún. Það er staðreynd að meirihluti stúdenta á Íslandi vinnur til þess að geta stundað nám. Það er einnig staðreynd að stúdentar leggja atvinnuleysistryggingarsjóði lið með sínu vinnuframlagi. Af launum þeirra rennur atvinnutryggingagjald í sjóðinn, sem nemur 1,35%, en þrátt fyrir það á stúdent sem missir skyndilega vinnuna ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Sá réttur var hrifsaður af þeim 1. janúar 2010. Atvinnutryggingagjöld stúdenta nema yfir 4 milljarða frá árinu 2010, ef miðað er við að 70% stúdenta við Háskóla Íslands vinna samhliða námi, í 50% starfi að vetri og 100% starfi að sumri á lágmarkslaunum. Staðreyndin er þó að fleiri stúdentar vinna með námi og er upphæðin því töluvert hærri. Nú eru rúmlega 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára samkvæmt Vinnumálastofnun, en það segir okkur aðeins hálfa söguna því stúdentar eru ekki á atvinnuleysisskrá og teljast því ekki með í þessum tölum. Ég var bara heppin. Heppin að hafa tekið mér námsleyfi á þessum tíma og heppin að hafa starfað hjá fyrirtæki sem gat boðið mér 25% starf svo ég ætti ofan í mig og á. Það eru margir stúdentar sem voru ekki svo heppnir og þá vantar ekki bara sumarstarf eitt sumarið. Stúdenta vantar raunverulegt öryggisnet sem grípur þá í neyð. Stúdentar eiga fullt tilkall til atvinnuleysisbóta og það verður að tryggja þeim þau réttindi tafarlaust. Höfundur er varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið atvinnuleysisbætur? from Stúdentaráð on Vimeo.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun