Tíst Arnars Daða hleypti illu blóði í FH-inga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 11:30 Arnar Daði Arnarsson er sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. vísir/Hulda Margrét Umdeild Twitter-færsla Arnars Daða Arnarssonar, þjálfara Gróttu, um lið FH var til umfjöllunar í Seinni bylgjunni í gær. FH vann stórsigur á Gróttu, 31-22, þegar liðin áttust við í Kaplakrika í 5. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Svo virðist sem FH-ingar hafi notað tíst Arnars Daða frá því í síðasta mánuði til að brýna sig fyrir leikinn. Ákveðinn leikþáttur hjá fimleikafélaginu. Falleinkunn frá hinum svokallaða. Fá leyfi til að æfa handbolta. Æfa handbolta í þessari og síðustu viku. Draga síðan liðið úr keppni. Mér er skapi næst að stofna mína eigin Evrópukeppni. Búa síðan til betri leikþátt. Allir léttir. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) December 4, 2020 Í tístinu, sem birtist 4. desember, vildi Arnar Daði meina að FH-ingar hefðu fengið leyfi til að æfa handbolta í miðju æfingabanni vegna Evrópukeppni en síðan hætt við þátttöku í henni. Henry Birgir Gunnarsson sagði í Seinni bylgjunni í gær að tíst Arnars Daða hefði farið illa í FH-inga og það hafi verið rifjað upp í aðdraganda leiksins gegn Gróttumönnum á sunnudaginn. „Það eru ákveðnar líkur á því. Stundum tapa menn sér aðeins á lyklaborðinu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson er Henry Birgir spurði hann hvort Arnar Daði hafi skotið sig í fótinn með tístinu. „Þarna er hann bara að saka FH-ingana hálfgert um það að vera að svindla og vera óheiðarlegir. Auðvitað fer það í taugarnar á mönnum. Ef ég hefði verið Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] hefði ég hiklaust notað þetta líka,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um tíst Arnars Daða Jóhann Gunnar Einarsson sagðist líka hafa heyrt af óánægju FH-inga og að þeir hafi farið fram á afsökunarbeiðni frá Gróttumönnum vegna tístsins. „Þótt Arnar Daði setji þetta líklegast upp á léttu nótunum eru þetta alveg alvarlegar ásakanir. Að þeir séu að svindla á reglunum til að fá að taka nokkrar æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan var það skrifað í skýin að fyrsti leikurinn hafi verið gegn Gróttu og ég held að FH-ingar hafi svarað ágætlega fyrir þetta. En Arnar Daði er skemmtilegur karakter og ég ætla ekki að hvetja hann til að passa sig því ég hef hrikalega gaman að þessu.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Grótta FH Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
FH vann stórsigur á Gróttu, 31-22, þegar liðin áttust við í Kaplakrika í 5. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Svo virðist sem FH-ingar hafi notað tíst Arnars Daða frá því í síðasta mánuði til að brýna sig fyrir leikinn. Ákveðinn leikþáttur hjá fimleikafélaginu. Falleinkunn frá hinum svokallaða. Fá leyfi til að æfa handbolta. Æfa handbolta í þessari og síðustu viku. Draga síðan liðið úr keppni. Mér er skapi næst að stofna mína eigin Evrópukeppni. Búa síðan til betri leikþátt. Allir léttir. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) December 4, 2020 Í tístinu, sem birtist 4. desember, vildi Arnar Daði meina að FH-ingar hefðu fengið leyfi til að æfa handbolta í miðju æfingabanni vegna Evrópukeppni en síðan hætt við þátttöku í henni. Henry Birgir Gunnarsson sagði í Seinni bylgjunni í gær að tíst Arnars Daða hefði farið illa í FH-inga og það hafi verið rifjað upp í aðdraganda leiksins gegn Gróttumönnum á sunnudaginn. „Það eru ákveðnar líkur á því. Stundum tapa menn sér aðeins á lyklaborðinu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson er Henry Birgir spurði hann hvort Arnar Daði hafi skotið sig í fótinn með tístinu. „Þarna er hann bara að saka FH-ingana hálfgert um það að vera að svindla og vera óheiðarlegir. Auðvitað fer það í taugarnar á mönnum. Ef ég hefði verið Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] hefði ég hiklaust notað þetta líka,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um tíst Arnars Daða Jóhann Gunnar Einarsson sagðist líka hafa heyrt af óánægju FH-inga og að þeir hafi farið fram á afsökunarbeiðni frá Gróttumönnum vegna tístsins. „Þótt Arnar Daði setji þetta líklegast upp á léttu nótunum eru þetta alveg alvarlegar ásakanir. Að þeir séu að svindla á reglunum til að fá að taka nokkrar æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan var það skrifað í skýin að fyrsti leikurinn hafi verið gegn Gróttu og ég held að FH-ingar hafi svarað ágætlega fyrir þetta. En Arnar Daði er skemmtilegur karakter og ég ætla ekki að hvetja hann til að passa sig því ég hef hrikalega gaman að þessu.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Grótta FH Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59