Tíst Arnars Daða hleypti illu blóði í FH-inga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 11:30 Arnar Daði Arnarsson er sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. vísir/Hulda Margrét Umdeild Twitter-færsla Arnars Daða Arnarssonar, þjálfara Gróttu, um lið FH var til umfjöllunar í Seinni bylgjunni í gær. FH vann stórsigur á Gróttu, 31-22, þegar liðin áttust við í Kaplakrika í 5. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Svo virðist sem FH-ingar hafi notað tíst Arnars Daða frá því í síðasta mánuði til að brýna sig fyrir leikinn. Ákveðinn leikþáttur hjá fimleikafélaginu. Falleinkunn frá hinum svokallaða. Fá leyfi til að æfa handbolta. Æfa handbolta í þessari og síðustu viku. Draga síðan liðið úr keppni. Mér er skapi næst að stofna mína eigin Evrópukeppni. Búa síðan til betri leikþátt. Allir léttir. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) December 4, 2020 Í tístinu, sem birtist 4. desember, vildi Arnar Daði meina að FH-ingar hefðu fengið leyfi til að æfa handbolta í miðju æfingabanni vegna Evrópukeppni en síðan hætt við þátttöku í henni. Henry Birgir Gunnarsson sagði í Seinni bylgjunni í gær að tíst Arnars Daða hefði farið illa í FH-inga og það hafi verið rifjað upp í aðdraganda leiksins gegn Gróttumönnum á sunnudaginn. „Það eru ákveðnar líkur á því. Stundum tapa menn sér aðeins á lyklaborðinu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson er Henry Birgir spurði hann hvort Arnar Daði hafi skotið sig í fótinn með tístinu. „Þarna er hann bara að saka FH-ingana hálfgert um það að vera að svindla og vera óheiðarlegir. Auðvitað fer það í taugarnar á mönnum. Ef ég hefði verið Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] hefði ég hiklaust notað þetta líka,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um tíst Arnars Daða Jóhann Gunnar Einarsson sagðist líka hafa heyrt af óánægju FH-inga og að þeir hafi farið fram á afsökunarbeiðni frá Gróttumönnum vegna tístsins. „Þótt Arnar Daði setji þetta líklegast upp á léttu nótunum eru þetta alveg alvarlegar ásakanir. Að þeir séu að svindla á reglunum til að fá að taka nokkrar æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan var það skrifað í skýin að fyrsti leikurinn hafi verið gegn Gróttu og ég held að FH-ingar hafi svarað ágætlega fyrir þetta. En Arnar Daði er skemmtilegur karakter og ég ætla ekki að hvetja hann til að passa sig því ég hef hrikalega gaman að þessu.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Grótta FH Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
FH vann stórsigur á Gróttu, 31-22, þegar liðin áttust við í Kaplakrika í 5. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Svo virðist sem FH-ingar hafi notað tíst Arnars Daða frá því í síðasta mánuði til að brýna sig fyrir leikinn. Ákveðinn leikþáttur hjá fimleikafélaginu. Falleinkunn frá hinum svokallaða. Fá leyfi til að æfa handbolta. Æfa handbolta í þessari og síðustu viku. Draga síðan liðið úr keppni. Mér er skapi næst að stofna mína eigin Evrópukeppni. Búa síðan til betri leikþátt. Allir léttir. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) December 4, 2020 Í tístinu, sem birtist 4. desember, vildi Arnar Daði meina að FH-ingar hefðu fengið leyfi til að æfa handbolta í miðju æfingabanni vegna Evrópukeppni en síðan hætt við þátttöku í henni. Henry Birgir Gunnarsson sagði í Seinni bylgjunni í gær að tíst Arnars Daða hefði farið illa í FH-inga og það hafi verið rifjað upp í aðdraganda leiksins gegn Gróttumönnum á sunnudaginn. „Það eru ákveðnar líkur á því. Stundum tapa menn sér aðeins á lyklaborðinu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson er Henry Birgir spurði hann hvort Arnar Daði hafi skotið sig í fótinn með tístinu. „Þarna er hann bara að saka FH-ingana hálfgert um það að vera að svindla og vera óheiðarlegir. Auðvitað fer það í taugarnar á mönnum. Ef ég hefði verið Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] hefði ég hiklaust notað þetta líka,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um tíst Arnars Daða Jóhann Gunnar Einarsson sagðist líka hafa heyrt af óánægju FH-inga og að þeir hafi farið fram á afsökunarbeiðni frá Gróttumönnum vegna tístsins. „Þótt Arnar Daði setji þetta líklegast upp á léttu nótunum eru þetta alveg alvarlegar ásakanir. Að þeir séu að svindla á reglunum til að fá að taka nokkrar æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan var það skrifað í skýin að fyrsti leikurinn hafi verið gegn Gróttu og ég held að FH-ingar hafi svarað ágætlega fyrir þetta. En Arnar Daði er skemmtilegur karakter og ég ætla ekki að hvetja hann til að passa sig því ég hef hrikalega gaman að þessu.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Grótta FH Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59