Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 09:23 Launamunur mældist mestur í fjármála- og vátryggingastarfssemi. Getty/ LanceB Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands en óleiðréttur launamunur er þar reiknaður sem mismunur á meðaltímakaupi (reglulegum launum auk yfirvinnu) karla annars vegar og kvenna hins vegar sem hlutfall af meðaltímakaupi karla. Minnstur munur hjá gististöðum og í veitingarekstri Mikill munur var á launamun kynja eftir atvinnugreinum. Óleiðréttur launamunur mældist minnstur í atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri, eða 6,8%, á meðan hann var 33% í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingastarfssemi þar sem hann var mestur. Einnig var töluverður munur á launamun eftir starfsstétt. Munur á milli kynja var 25,6% á meðal tækna og sérmenntaðs starfsfólks þar sem hann var mestur en enginn launamunur mældist hjá skrifstofufólki árið 2019. Kynskiptur vinnumarkaður „Rétt er að benda á að störf bæði innan starfsstétta og atvinnugreina geta verið mismunandi og íslenskur vinnumarkaður er kynskiptur,“ segir í greiningu Hagstofunnar. Til dæmis hafi verið algengast í starfsstéttinni sérfræðingar að konur væru í störfum við kennslu á grunnskólastigi en karlar í sérfræðistörfum í viðskiptagreinum. Í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem launamunurinn var mestur árið 2019, var launadreifing mjög mikil. Þar voru um 64% karla í störfum stjórnenda eða sérfræðinga en tæplega 60% kvenna í störfum tækna og sérmenntaðs starfsfólks eða í skrifstofustörfum, að sögn Hagstofunnar. Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi.Hagstofa Íslands „Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi en árið 2019 var launamunur á almennum vinnumarkaði 14,8%, 14% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,2% á meðal starfsfólks sveitarfélaga. Lítill launamunur hjá starfsfólki sveitarfélaga hélst í hendur við litla dreifingu launa og hátt hlutfall kvenna en konur voru rúmlega 70% starfsfólks sveitarfélaga.“ Launadreifing hefur áhrif á launamun „Dreifingarmynd eftir kyni fyrir allan vinnumarkaðinn gefur til kynna að hlutfallslega fleiri konur raðist í lægri launuð störf en karlar raðist á hægri hala dreifingarinnar þar sem tímakaup er hærra. Það skýrist að hluta til af því að vinnumarkaðurinn er kynskiptur og karlar vinna meiri yfirvinnu en konur,“ kemur fram á vef Hagstofunnar. Hátt hlutfall yfirvinnustunda hefur áhrif til hækkunar á tímakaupi þar sem yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en dagvinnustund. Óleiðréttur launamunur er samanburður á meðaltali og þar sem laun eru almennt ekki normaldreifð þá hafa útgildi (há laun) áhrif til hækkunar á meðaltali. Þar sem algengara er að karlar séu með laun í hæsta launastigi getur það því ýkt launamuninn, að sögn Hagstofunnar. „Þar að auki sé vert að hafa í huga að útreikningar byggja á úrtaki launagreiðenda og getur samsetning launagreiðenda breyst á milli ára þar sem gæði gagna aukast ár frá ári. Slíkar samsetningabreytingar geta leitt til þess að meðaltímakaup hækkar eða lækkar lítillega. Þetta á sérstaklega við um einstakar atvinnugreinar. Nokkuð stór breyting varð til dæmis árið 2018 þegar atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri var bætt við úrtakið.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að árétta að óleiðréttur launamunur hækkaði um 0,4% milli áranna 2018-2019 en lækkaði um 1,4% milli 2017-2018. Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 „Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. 20. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands en óleiðréttur launamunur er þar reiknaður sem mismunur á meðaltímakaupi (reglulegum launum auk yfirvinnu) karla annars vegar og kvenna hins vegar sem hlutfall af meðaltímakaupi karla. Minnstur munur hjá gististöðum og í veitingarekstri Mikill munur var á launamun kynja eftir atvinnugreinum. Óleiðréttur launamunur mældist minnstur í atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri, eða 6,8%, á meðan hann var 33% í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingastarfssemi þar sem hann var mestur. Einnig var töluverður munur á launamun eftir starfsstétt. Munur á milli kynja var 25,6% á meðal tækna og sérmenntaðs starfsfólks þar sem hann var mestur en enginn launamunur mældist hjá skrifstofufólki árið 2019. Kynskiptur vinnumarkaður „Rétt er að benda á að störf bæði innan starfsstétta og atvinnugreina geta verið mismunandi og íslenskur vinnumarkaður er kynskiptur,“ segir í greiningu Hagstofunnar. Til dæmis hafi verið algengast í starfsstéttinni sérfræðingar að konur væru í störfum við kennslu á grunnskólastigi en karlar í sérfræðistörfum í viðskiptagreinum. Í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem launamunurinn var mestur árið 2019, var launadreifing mjög mikil. Þar voru um 64% karla í störfum stjórnenda eða sérfræðinga en tæplega 60% kvenna í störfum tækna og sérmenntaðs starfsfólks eða í skrifstofustörfum, að sögn Hagstofunnar. Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi.Hagstofa Íslands „Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi en árið 2019 var launamunur á almennum vinnumarkaði 14,8%, 14% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,2% á meðal starfsfólks sveitarfélaga. Lítill launamunur hjá starfsfólki sveitarfélaga hélst í hendur við litla dreifingu launa og hátt hlutfall kvenna en konur voru rúmlega 70% starfsfólks sveitarfélaga.“ Launadreifing hefur áhrif á launamun „Dreifingarmynd eftir kyni fyrir allan vinnumarkaðinn gefur til kynna að hlutfallslega fleiri konur raðist í lægri launuð störf en karlar raðist á hægri hala dreifingarinnar þar sem tímakaup er hærra. Það skýrist að hluta til af því að vinnumarkaðurinn er kynskiptur og karlar vinna meiri yfirvinnu en konur,“ kemur fram á vef Hagstofunnar. Hátt hlutfall yfirvinnustunda hefur áhrif til hækkunar á tímakaupi þar sem yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en dagvinnustund. Óleiðréttur launamunur er samanburður á meðaltali og þar sem laun eru almennt ekki normaldreifð þá hafa útgildi (há laun) áhrif til hækkunar á meðaltali. Þar sem algengara er að karlar séu með laun í hæsta launastigi getur það því ýkt launamuninn, að sögn Hagstofunnar. „Þar að auki sé vert að hafa í huga að útreikningar byggja á úrtaki launagreiðenda og getur samsetning launagreiðenda breyst á milli ára þar sem gæði gagna aukast ár frá ári. Slíkar samsetningabreytingar geta leitt til þess að meðaltímakaup hækkar eða lækkar lítillega. Þetta á sérstaklega við um einstakar atvinnugreinar. Nokkuð stór breyting varð til dæmis árið 2018 þegar atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri var bætt við úrtakið.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að árétta að óleiðréttur launamunur hækkaði um 0,4% milli áranna 2018-2019 en lækkaði um 1,4% milli 2017-2018.
Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 „Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. 20. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00
„Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. 20. febrúar 2020 20:00