Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 06:00 Íslenskt efnahagslíf á mikið undir því að erlendir ferðamenn verði aftur sýnilegri í Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. Spá bankans um þróun atvinnuleysis er svartari en fyrri spá þar sem nú er útlit fyrir að lengra sé í að ferðaþjónustan taki við sér. Þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2020 til 2023 var birt í dag en samkvæmt henni mun hagvöxtur glæðast á sinni hluta ársins 2021 samhliða fjölgun erlendra ferðamanna. Í kjölfarið eigi hagvöxtur eftir að mælast 5% á næsta ári þegar horfur eru á að bæði útflutningur og innlend eftirspurn nái enn sterkari viðspyrnu. Tekjuvöxtur ferðaþjónustunnar geti náð 40 prósentum Fjöldi erlendra ferðamanna er sagður ráða mestu um það hversu hratt íslenska hagkerfið réttir úr kútnum eftir efnahagsáfallið vegna Covid-19 en mikil óvissa ríkir um það hvernig þróunin verður á næstu misserum. Grunnspáin sem sett er fram í þjóðhagsspánni gerir ráð fyrir að 700 þúsund ferðamenn komi hingað til lands á þessu ári, eða rétt um þriðjungur af fjöldanum árið 2019, og 1,3 milljónir komi á næsta ári. Stærsti einstaki óvissuþáttur efnahagsþróunarinnar veltur á endatafli faraldursins og ferðavilja, að mati Íslandsbanka.Greining Íslandsbanka Gangi grunnspáin eftir yrði tekjuvöxtur í ferðaþjónustunni ríflega 40% á milli ára. Við það bætist nokkur vöxtur í vöruútflutningi og í heildina er útlit fyrir nærri 12% vöxt útflutnings í ár, ef marka má þjóðhagsspánna. Fjárfesting rétti hægt og bítandi úr kútnum Íslandsbanki metur að samdráttur fjármunamyndunar hafi numið 10,5% á síðasta ári og að útlit sé fyrir að fjárfesting sæki nú hægt og bítandi í sig veðrið að nýju án þess að stór stökk verði í þeim efnum á næstu árum. „Í ár munu mótvægisaðgerðir hins opinbera í formi fjárfestingarátaks ná hámarki og vega slíkar fjárfestingar einna þyngst í 3,8% vexti fjármunamyndunar í ár. Atvinnuvegafjárfesting sækir einnig nokkuð í sig veðrið en hins vegar lítur út fyrir að fjárfesting í íbúðarhúsnæði muni skreppa talsvert saman enda eru vísbendingar um að fremur lítið hafi verið byrjað á nýjum íbúðum undanfarna fjórðunga,“ segir í þjóðhagsspánni. Þá er gert ráð fyrri því að bygging íbúðarhúsnæðis verði komin aftur á verulegan skrið á næsta ári og að vöxtur fjárfestingar mælist þá 8,4% sem yrði mesti vöxtur frá árinu 2017. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ræddi nýja þjóðhagsspá bankans og horfur í efnahagsmálum í Bítinu á Bylgjunni. „Horfur eru á að framboð nýrra íbúða verði áfram takmarkað næstu misserin. Þá er verulegur hluti heimila ágætlega í stakk búinn fjárhagslega til að ráðast í fasteignakaup þegar þörf krefur eða áhugi vaknar. Útlit er einnig fyrir að lánskjör á íbúðalánum verði áfram með allra hagstæðasta móti,“ kemur fram í þjóðhagsspánni. Telur Íslandsbanki því forsendur vera fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka í takti við almennt verðlag og jafnvel gott betur. Í heild er gert ráð fyrir að raunverð íbúðarhúsnæðis hækki um ríflega 8% fram til loka árs 2023. Þrálátara atvinnuleysi Ef marka má þjóðhagsspánna fer ástandið á vinnumarkaði líklega ekki að skána fyrr en undir mitt þetta ár og mun ekki takast að ná atvinnuleysi niður í það stig sem fólk á að venjast fyrr en seint á næsta ári eða 2023. „Þar sem heldur lengra virðist vera í að ferðaþjónusta taki við sér að nýju en vonast var til lítur einnig út fyrir að atvinnuleysið verði þrálátara en við höfðum áður spáð.“ Batinn í ferðaþjónustu leikur lykilhlutverk í því hversu hratt atvinnuleysi minnkar á ný, að mati Íslandsbanka.Greining Íslandsbanka „Við teljum að atvinnuleysi verði að jafnaði 9,4% á þessu ári, 4,6% á næsta ári en 3,3% árið 2023. Verði efnahagsþróunin á verri veg líkt og svartsýnisspá okkar teiknar upp mun atvinnuleysið verða enn þrálátara, haldast yfir 10% meirihluta þessa árs og verða yfir 5% fram á árið 2023.“ Nái verðbólgumarkmiði á þessu ári Samkvæmt þjóðhagsspánni mun verðbólgukúfurinn hjaðna hratt á komandi ársfjórðungum en 12 mánaða verðbólga mælist nú 4,3% og hefur ekki verið meiri frá því í ágúst árið 2013. „Útlit er fyrir að verðbólgan verði talsverð á næstu mánuðum og við gerum ráð fyrir að hún mælist að jafnaði við 4% þolmörk verðbólgumarkmiðsins á fyrsta ársfjórðungi. Eftir það eru horfur á að verðbólgan hjaðni allhratt eftir því sem slaki grefur um sig í hagkerfinu, áhrif gengisveikingarinnar fjara að fullu út og krónan tekur að styrkjast þegar lengra líður á árið.“ Ef sú spá gengur eftir getur verðbólga verið komin undir 2,5% markmið Seðlabankans fyrir árslok og mælist rétt undir því út 2023, að sögn Íslandsbanka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Ferðamennska á Íslandi Fjármál heimilisins Íslenska krónan Tengdar fréttir Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Horfur eru mun verri í hagspá Landsbankans en þær voru í þjóðhagsspá Seðlabankans í ágústmánuði. Verðbólga og atvinnuleysi dragist á langinn. 20. október 2020 13:28 Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26 Einn mesti samdráttur síðustu hundrað ár Ef spáin rætist yrði þetta einn mesti samdráttur í landsframleiðslu síðustu 100 ár. 1. október 2020 09:24 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Spá bankans um þróun atvinnuleysis er svartari en fyrri spá þar sem nú er útlit fyrir að lengra sé í að ferðaþjónustan taki við sér. Þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2020 til 2023 var birt í dag en samkvæmt henni mun hagvöxtur glæðast á sinni hluta ársins 2021 samhliða fjölgun erlendra ferðamanna. Í kjölfarið eigi hagvöxtur eftir að mælast 5% á næsta ári þegar horfur eru á að bæði útflutningur og innlend eftirspurn nái enn sterkari viðspyrnu. Tekjuvöxtur ferðaþjónustunnar geti náð 40 prósentum Fjöldi erlendra ferðamanna er sagður ráða mestu um það hversu hratt íslenska hagkerfið réttir úr kútnum eftir efnahagsáfallið vegna Covid-19 en mikil óvissa ríkir um það hvernig þróunin verður á næstu misserum. Grunnspáin sem sett er fram í þjóðhagsspánni gerir ráð fyrir að 700 þúsund ferðamenn komi hingað til lands á þessu ári, eða rétt um þriðjungur af fjöldanum árið 2019, og 1,3 milljónir komi á næsta ári. Stærsti einstaki óvissuþáttur efnahagsþróunarinnar veltur á endatafli faraldursins og ferðavilja, að mati Íslandsbanka.Greining Íslandsbanka Gangi grunnspáin eftir yrði tekjuvöxtur í ferðaþjónustunni ríflega 40% á milli ára. Við það bætist nokkur vöxtur í vöruútflutningi og í heildina er útlit fyrir nærri 12% vöxt útflutnings í ár, ef marka má þjóðhagsspánna. Fjárfesting rétti hægt og bítandi úr kútnum Íslandsbanki metur að samdráttur fjármunamyndunar hafi numið 10,5% á síðasta ári og að útlit sé fyrir að fjárfesting sæki nú hægt og bítandi í sig veðrið að nýju án þess að stór stökk verði í þeim efnum á næstu árum. „Í ár munu mótvægisaðgerðir hins opinbera í formi fjárfestingarátaks ná hámarki og vega slíkar fjárfestingar einna þyngst í 3,8% vexti fjármunamyndunar í ár. Atvinnuvegafjárfesting sækir einnig nokkuð í sig veðrið en hins vegar lítur út fyrir að fjárfesting í íbúðarhúsnæði muni skreppa talsvert saman enda eru vísbendingar um að fremur lítið hafi verið byrjað á nýjum íbúðum undanfarna fjórðunga,“ segir í þjóðhagsspánni. Þá er gert ráð fyrri því að bygging íbúðarhúsnæðis verði komin aftur á verulegan skrið á næsta ári og að vöxtur fjárfestingar mælist þá 8,4% sem yrði mesti vöxtur frá árinu 2017. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ræddi nýja þjóðhagsspá bankans og horfur í efnahagsmálum í Bítinu á Bylgjunni. „Horfur eru á að framboð nýrra íbúða verði áfram takmarkað næstu misserin. Þá er verulegur hluti heimila ágætlega í stakk búinn fjárhagslega til að ráðast í fasteignakaup þegar þörf krefur eða áhugi vaknar. Útlit er einnig fyrir að lánskjör á íbúðalánum verði áfram með allra hagstæðasta móti,“ kemur fram í þjóðhagsspánni. Telur Íslandsbanki því forsendur vera fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka í takti við almennt verðlag og jafnvel gott betur. Í heild er gert ráð fyrir að raunverð íbúðarhúsnæðis hækki um ríflega 8% fram til loka árs 2023. Þrálátara atvinnuleysi Ef marka má þjóðhagsspánna fer ástandið á vinnumarkaði líklega ekki að skána fyrr en undir mitt þetta ár og mun ekki takast að ná atvinnuleysi niður í það stig sem fólk á að venjast fyrr en seint á næsta ári eða 2023. „Þar sem heldur lengra virðist vera í að ferðaþjónusta taki við sér að nýju en vonast var til lítur einnig út fyrir að atvinnuleysið verði þrálátara en við höfðum áður spáð.“ Batinn í ferðaþjónustu leikur lykilhlutverk í því hversu hratt atvinnuleysi minnkar á ný, að mati Íslandsbanka.Greining Íslandsbanka „Við teljum að atvinnuleysi verði að jafnaði 9,4% á þessu ári, 4,6% á næsta ári en 3,3% árið 2023. Verði efnahagsþróunin á verri veg líkt og svartsýnisspá okkar teiknar upp mun atvinnuleysið verða enn þrálátara, haldast yfir 10% meirihluta þessa árs og verða yfir 5% fram á árið 2023.“ Nái verðbólgumarkmiði á þessu ári Samkvæmt þjóðhagsspánni mun verðbólgukúfurinn hjaðna hratt á komandi ársfjórðungum en 12 mánaða verðbólga mælist nú 4,3% og hefur ekki verið meiri frá því í ágúst árið 2013. „Útlit er fyrir að verðbólgan verði talsverð á næstu mánuðum og við gerum ráð fyrir að hún mælist að jafnaði við 4% þolmörk verðbólgumarkmiðsins á fyrsta ársfjórðungi. Eftir það eru horfur á að verðbólgan hjaðni allhratt eftir því sem slaki grefur um sig í hagkerfinu, áhrif gengisveikingarinnar fjara að fullu út og krónan tekur að styrkjast þegar lengra líður á árið.“ Ef sú spá gengur eftir getur verðbólga verið komin undir 2,5% markmið Seðlabankans fyrir árslok og mælist rétt undir því út 2023, að sögn Íslandsbanka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Ferðamennska á Íslandi Fjármál heimilisins Íslenska krónan Tengdar fréttir Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Horfur eru mun verri í hagspá Landsbankans en þær voru í þjóðhagsspá Seðlabankans í ágústmánuði. Verðbólga og atvinnuleysi dragist á langinn. 20. október 2020 13:28 Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26 Einn mesti samdráttur síðustu hundrað ár Ef spáin rætist yrði þetta einn mesti samdráttur í landsframleiðslu síðustu 100 ár. 1. október 2020 09:24 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Horfur eru mun verri í hagspá Landsbankans en þær voru í þjóðhagsspá Seðlabankans í ágústmánuði. Verðbólga og atvinnuleysi dragist á langinn. 20. október 2020 13:28
Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26
Einn mesti samdráttur síðustu hundrað ár Ef spáin rætist yrði þetta einn mesti samdráttur í landsframleiðslu síðustu 100 ár. 1. október 2020 09:24
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf