„Áhugavert“ bóluefni sem lofar mjög góðu Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 26. janúar 2021 19:53 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/vilhelm Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni, sem Íslendingar gætu átt von á til landsins á fyrsta ársfjórðungi, áhugavert bóluefni, sem svipi mjög til bóluefnis AstraZeneca. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa rannsókna lofi mjög góðu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í dag að von væri á bóluefni Janssen, belgískum armi lyfjarisans Johnson & Johnson, fyrr en áður var talið. Íslendingar undirrituðu í desember samning við Janssen um kaup á bóluefnaskömmtum fyrir 235 þúsund manns. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er áætlað að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefninu markaðsleyfi í febrúar og áætlað hefur verið að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi. Tvö bóluefni hafa fengið markaðsleyfi hér á landi; bóluefni Pfizer/BioNTech og bóluefni Moderna, sem bæði eru svokölluð mRNA-bóluefni. Janssen-bóluefnið er hins vegar svipað bóluefni AstraZeneca, sem búist er við að fái markaðsleyfi í Evrópu í lok þessa mánaðar. Sýkir frumurnar en fjölgar sér ekki „Þetta er áhugavert bóluefni, sambærilegt uppbyggingu AstraZeneca,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur í ónæmisfræði, um bóluefni Janssen í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þarna er bóluefni þar sem erfðaefninu er komið fyrir í flutningsferju, sem er þá adenóvírus, sem er einn af þeim sem geta valdið almennu kvefi. En þarna er búið að hreinsa vírusinn þannig að það eina sem hann getur gert er að sýkja frumurnar, hann fjölgar sér ekki,“ sagði Björn. „Hann kveikir í ónæmiskerfinu og innihaldið fer af stað og kemur af stað umrituninni á þessu gaddapróteini, sem er lykilatriði í því að mynda vörn gegn SARS Cov-2-veirunni.“ Bíða spennt eftir endauppgjörinu Björn sagði virkni Janssen-bóluefnisins jafnframt mjög sambærilega öðrum bóluefnum sem komin eru fram. Þá þurfi aðeins eina sprautu af bóluefninu en ekki tvær, líkt og í tilfelli Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Frumniðurstöður fasa eitt og tvö úr rannsókn á Janssen-efninu liggja fyrir en Björn kvað þær lofa mjög góðu. Tveimur mánuðum eftir bólusetningu hefðu allir fengið verndandi ónæmi. „Við erum að bíða spennt eftir endauppgjörinu á fasa þrjú í rannsókninni, þar sem 45 þúsund þátttakendur voru bólsettir og við ættum að fá þær í næstu viku. Og ef allt gengur sem horfir, og ég sé raunverulega engin ljón í veginum nema eitthvað óvænt komi upp á í því uppgjöri, þá gætum við verið að sjá fyrstu samþykki um miðjan, lok febrúar .“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í dag að von væri á bóluefni Janssen, belgískum armi lyfjarisans Johnson & Johnson, fyrr en áður var talið. Íslendingar undirrituðu í desember samning við Janssen um kaup á bóluefnaskömmtum fyrir 235 þúsund manns. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er áætlað að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefninu markaðsleyfi í febrúar og áætlað hefur verið að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi. Tvö bóluefni hafa fengið markaðsleyfi hér á landi; bóluefni Pfizer/BioNTech og bóluefni Moderna, sem bæði eru svokölluð mRNA-bóluefni. Janssen-bóluefnið er hins vegar svipað bóluefni AstraZeneca, sem búist er við að fái markaðsleyfi í Evrópu í lok þessa mánaðar. Sýkir frumurnar en fjölgar sér ekki „Þetta er áhugavert bóluefni, sambærilegt uppbyggingu AstraZeneca,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur í ónæmisfræði, um bóluefni Janssen í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þarna er bóluefni þar sem erfðaefninu er komið fyrir í flutningsferju, sem er þá adenóvírus, sem er einn af þeim sem geta valdið almennu kvefi. En þarna er búið að hreinsa vírusinn þannig að það eina sem hann getur gert er að sýkja frumurnar, hann fjölgar sér ekki,“ sagði Björn. „Hann kveikir í ónæmiskerfinu og innihaldið fer af stað og kemur af stað umrituninni á þessu gaddapróteini, sem er lykilatriði í því að mynda vörn gegn SARS Cov-2-veirunni.“ Bíða spennt eftir endauppgjörinu Björn sagði virkni Janssen-bóluefnisins jafnframt mjög sambærilega öðrum bóluefnum sem komin eru fram. Þá þurfi aðeins eina sprautu af bóluefninu en ekki tvær, líkt og í tilfelli Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Frumniðurstöður fasa eitt og tvö úr rannsókn á Janssen-efninu liggja fyrir en Björn kvað þær lofa mjög góðu. Tveimur mánuðum eftir bólusetningu hefðu allir fengið verndandi ónæmi. „Við erum að bíða spennt eftir endauppgjörinu á fasa þrjú í rannsókninni, þar sem 45 þúsund þátttakendur voru bólsettir og við ættum að fá þær í næstu viku. Og ef allt gengur sem horfir, og ég sé raunverulega engin ljón í veginum nema eitthvað óvænt komi upp á í því uppgjöri, þá gætum við verið að sjá fyrstu samþykki um miðjan, lok febrúar .“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18
Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent