Ekki kynferðisofbeldi ef káfið er utanklæða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 18:33 Glæpurinn átti sér stað árið 2016, þegar stúlkan var tólf ára gömul. Unsplash/Parth Vyas Að káfa á einstakling utanklæða er ekki kynferðisofbeldi, samkvæmt niðurstöðu yfirréttar í Mumbai. Hvergi er kveðið á um það í indverskum lögum að káf sé aðeins kynferðisofbeldi ef hold snertir hold en dómurinn er fordæmisgefandi. Umrætt mál varðar 39 ára mann sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi í undirrétti fyrir að hafa beitt tólf ára stúlku kynferðisofbeldi. Maðurinn lokkaði stúlkuna á heimili sitt undir því yfirskini að ætla að gefa henni gvava, káfaði á brjóstum hennar og reyndi að taka fjarlægja nærfatnað hennar. Dómi undirréttar var áfrýjað og snúið en yfirdómarinn komst að þeirri niðurstöðu að gjörningur mannsins gæti ekki talist kynferðisofbeldi þar sem káfið átti sér stað utanklæða. Maðurinn var hins vegar fundinn sekur um misnotkun og dæmdur í eins árs fangelsi. Í niðurstöðu sinni sagði dómarinn að það væri grundvallarregla refsiréttar að refsingin endurspeglaði alvarleika glæpsins. Dómurinn hefur vakið mikla reiði á Indlandi, þar sem kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er verulegt vandamál. Áætlað er að tilkynnt sé um nauðgun á sextán mínútna fresti en þess bera að geta að líkur eru á að fjöldi kynferðisglæpa sé ekki tilkynntur. Hæstaréttarlögmaðurinn Karuna Nundy tísti að það væru dómar á borð við þennan sem gerðu það að verkum að menn sættu ekki refsingum fyrir brot gegn stúlkum. Ranjana Kumari, framkvæmdastjóri Centre for Social Research, kallaði niðurstöðuna „skammarlega“ og sagði hana ekki eiga stoð í lögum. CNN greindi frá. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Indland Mannréttindi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Umrætt mál varðar 39 ára mann sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi í undirrétti fyrir að hafa beitt tólf ára stúlku kynferðisofbeldi. Maðurinn lokkaði stúlkuna á heimili sitt undir því yfirskini að ætla að gefa henni gvava, káfaði á brjóstum hennar og reyndi að taka fjarlægja nærfatnað hennar. Dómi undirréttar var áfrýjað og snúið en yfirdómarinn komst að þeirri niðurstöðu að gjörningur mannsins gæti ekki talist kynferðisofbeldi þar sem káfið átti sér stað utanklæða. Maðurinn var hins vegar fundinn sekur um misnotkun og dæmdur í eins árs fangelsi. Í niðurstöðu sinni sagði dómarinn að það væri grundvallarregla refsiréttar að refsingin endurspeglaði alvarleika glæpsins. Dómurinn hefur vakið mikla reiði á Indlandi, þar sem kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er verulegt vandamál. Áætlað er að tilkynnt sé um nauðgun á sextán mínútna fresti en þess bera að geta að líkur eru á að fjöldi kynferðisglæpa sé ekki tilkynntur. Hæstaréttarlögmaðurinn Karuna Nundy tísti að það væru dómar á borð við þennan sem gerðu það að verkum að menn sættu ekki refsingum fyrir brot gegn stúlkum. Ranjana Kumari, framkvæmdastjóri Centre for Social Research, kallaði niðurstöðuna „skammarlega“ og sagði hana ekki eiga stoð í lögum. CNN greindi frá.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Indland Mannréttindi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira